Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2010, Page 41

Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2010, Page 41
til blakhópur og spilaklúbbur og nú síðast „þriðjudagssprikl“ sem er allt það sem fólki dettur í hug þá stundina. stundum er boðið upp á tíma í ballett, hlaupið úti, gengið á Esjuna, nú síðast prófuðu þau „hot yoga“, já, eiginlega allt það sem félögunum finnst nýstárlegt. Þá hefur annar fótboltaþjálfari liðsins boðið upp á morgunleikfimi í hús- næði sjúkraþjálfunar Vesturbæjar. síðasta vetur voru að meðaltali 9–10 viðburðir á vegum félagsins í hverri viku. nýlega tók styrmir höndum saman við kmk, konur með konum, um að æfa blak en það er í mikilli uppsveiflu hjá báðum kynjum. Og strákarnir vilja leggja sig fram um að hvetja stelpurnar til að koma inn og æfa sem flestar. Það munar líka um nýja liðskrafta, í félaginu eru til dæmis stúlka og piltur sem hafa æft með unglingalandsliðinu í sundi. En hvernig fara fótboltaæfingarnar fram. „Við vinnum núna oftast með þjálfurum, því að við áttuðum okkur fljótt á því að lang- flestir vildu fá skipulagðar æfingar og kennslu. á íþróttamótum höfum við séð ýmsa tæknilega veikleika okkar sem hægt var að bæta. svo nú eru oft tækniæfingar í hálftíma og síðan spilað saman í klukkutíma og stundum er bara spilað.“ En á hvaða aldri eru styrmisfélagar? „Þeir yngstu eru þetta 17–20 ára og sá elsti segist vera þrítugur, en hann er að vísu búinn að vera það nokkuð lengi, ábyggilega í rúman áratug,“ segir Alfreð um þá hlið mála. „Fæstir höfðu áður spilað fótbolta en sumir höfðu æft fimleika. Og svo koma alltaf nokkrir streitarar og spila með okkur. Þeir falla vel inn í hópinn, hafa fylgt okkur niður laugaveg í gleðigöngu Hinsegin daga og finnst það ekkert mál. Það er andinn sem sameinar mannskapinn.“ Íþróttamót um allan heim svo taka þau þátt í alþjóðlegum mótum. Þrisvar sinnum hefur styrmir tekið þátt í íþróttaleikum í kaupmannahöfn, tvisvar í london og einu sinni í Argentínu. Vorið 2009 stóð félagið svo fyrir alþjóðlegu fótboltamóti á íslandi, Iceland Express Cup, með mikilli dagskrá. Og það virðist lítill vandi að rata á íþróttamót samkynhneigðra í útlöndum, í Þýskalandi og Frakklandi er keppt í fótbolta og blaki hverja einustu helgi. „Það hefur Fótboltaliðið á keppnisferðalagi í Kaupmannahöfn

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.