Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2010, Page 44

Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2010, Page 44
44 Félag hinseg- in stúdenta á sér ellefu ára sögu en undir ýmsum nöfnum. Við fæðinguna árið 1999 var það skýrt FSS, félag sam- kynhneigðra stúdenta, en við það var síðan einu og öðru aukið, allt í góðu samræmi við þann skilning sem hópurinn lagði í samtakamátt- inn og samstöðuna hverju sinni. Tvíkynhneigðir fengu brátt sinn sess, síðar transfólk og loks var öllu fund- inn staður undir þeim hinsegin hatti sem við þekkjum í dag. Í áratug hefur félagið siglt við misjafnan byr, stundum hefur blásið hressilega í seglin, en önnur ár hafa þau siglt í logni, því að sérstaða þessa merka félags er ekki síst fólgin í þeirri augljósu staðreynd að stúdentar koma og fara og hugðarefnin breytast í takt við tíðarandann. „Við spyrjum okkur þeirrar spurningar á hverju hausti hvað við ættum nú helst að taka okkur fyrir hendur,“ segir jónsi, jón kjartan ágústsson, núverandi formaður félagsins. „sum árin hafa áherslurnar verið mjög pólitískar, þá hefur félagið ráðist í stór verkefni, haldið alþjóðlegar ráðstefnur, og stundum hefur starfið litast af stórviðburðum í baráttu- og hagsmunamálum hinsegin fólks. svo koma þeir tímar þegar hópurinn hefur séð ástæðu til að styrkja sig innan frá og efla félagsstarfið. Reynslan sýnir okkur að krafturinn í starfinu kemur ekki nema við styrkjum okkur innan frá.“ Það var einmitt til að auka áhuga fólks á félaginu að þau ákváðu síðastliðið haust að hittast vikulega á Q-kvöldum sem eru haldin í félagsmiðstöð samtakanna ´78 á hverju föstudagskvöldi. „Tilgangurinn var einfaldlega sá að gefa fólki kost á að hittast og kynnast utan við þetta dæmigerða skemmtana- umhverfi,“ segir jónsi. „Og þetta heppnaðist, aðsóknin er fín og hérna höfum við myndað þéttan kjarna af áhugasömu fólki sem leggur stjórn- inni lið. Við erum flest á aldrinum 18–28 ára, flest okkar eru í skóla Eigum við að þurfa að skilgreina okkur? Félag hinsegin stúdenta

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.