Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2010, Page 51
fremst á brekkunni rétt ofan við miðbæinn
á akureyri stendur reisulegt hús sem eitt
sinn var barnaskóli en hýsir nú samfélags-
og mannréttindadeild akureyrarbæjar og
ýmiss konar starfsemi, svo sem hand-
verks- og tómstundamiðstöð, símenntun-
armiðstöð og menntatorg. Á efstu hæð í
gamla brekkuskólanum, sem gengur nú
undir nafninu rósenborg, er líka svokallað
Ungmenna-hús (húsið) þar sem ungt fólk
getur komið saman og nýtt sér leikher-
bergi, sjónvarpsherbergi og tölvuaðstöðu,
haldið tónleika og fengið æfingahús-
næði svo fátt eitt sé nefnt. Meðal þeirra
sem nýta sér þessa
frábæru aðstöðu í
húsinu er norðurlands-
hópur Samtakanna '78
(S78n) og í klúbbherberg-
inu hitti ég nýkjörinn for-
mann hópsins, hina 19
ára gömlu Uglu Stefaníu
Jónsdóttur, en hún er
einnig fyrsti formaður
S'78n sem er opinber-
lega trans.
„norðurlandshópurinn hefur
komið saman hér í Húsinu
í tvö ár. núna hittumst við
alltaf á hverju miðvikudags-
kvöldi og spilum og spjöll-
um og svo höfum við oft
þemakvöld, t.d. sápukúlu-
þema eða hattaþema.
Hópurinn sem hittist reglu-
lega er á aldrinum 16 til
26 ára og yfirleitt erum við
á bilinu fimm til fimmtán
talsins,“ segir Ugla og bætir
við að kvöldið sem viðtalið
var tekið ætli þau að kynna
helstu hugtök um hinsegin
fræði fyrir hópnum, en hug-
myndina fengu stjórnend-
urnir á ráðstefnu sem Q – félag hinsegin
stúdenta, hélt í apríl. markmið Uglu er fyrst og
fremst að halda félagsstarfi og fræðslustarfi
samtakanna gangandi. „Ég vil halda uppi reglu-
legum viðburðum og halda áfram að hittast í
hverri viku svo fólk viti að það sé alltaf eitt-
hvað um að vera og að starf hópsins sé lifandi.
Ég vil líka að við vinnum áfram að jafningja-
fræðslu í skólum en ég tók þátt í henni í vetur.
Við höfum farið í nokkra grunnskóla á Akureyri
og hitt alla fyrsta árs hópa í VmA en næsta
vetur vil ég senda póst á sem flesta skóla á
norðurlandi og bjóða þeim að koma til þeirra
með fræðslu.“
erfITT að noTa SkILrÍkI Með
GaMLa nafnInU
Að mati formannsins er staða samkynhneigðra
á íslandi nokkuð góð, til dæmis sé frumvarp
um breytingar á hjúskaparlögum, sem lá fyrir
Alþingi þegar viðtalið var tekið, afar jákvætt.
Þó þykir Uglu vanta meiri opinbera umræðu
á Alþingi og víðar, sérstaklega um málefni
transfólks. „Það er til dæmis mjög erfitt að
transfólk megi ekki byrja að nota nýtt nafn
fyrr en eftir eitt ár í hormónameðferð og þar
á undan hefur það þurft að ganga í gegnum
undirbúningsferli sem tekur að minnsta kosti
eitt ár. Ég þarf núna að nota skilríki með gamla
nafninu og það getur oft verið erfitt. Til dæmis
hef ég verið spurð að því þegar ég fer í banka
hver hann sé, þessi strákur á skilríkjunum.“
Ugla er ekki feimin við að ræða um líf sitt.
„Ég er örugglega búin að fá flestar spurningar
um trans sem hægt er að spyrja,“ segir hún
og hlær. „Ég vissi örugglega að ég væri trans
þegar ég var svona 14–15 ára, en þegar ég lít
til baka kem ég auga á hluti eins og þá að ég
lék mér alltaf með dúkkur og svoleiðis þegar
ég var krakki. svo þegar ég var 16 ára ákvað
ég að taka skrefið og talaði við námsráðgjafa
í skólanum. Hann vísaði mér á heimilislækni
sem vísaði mér svo á sálfræðing sem vísaði
mér á geðlækni og þar fram eftir götunum.
Þetta ferli tók þrjú ár og um síðustu jól kom
ég út fyrir fjölskyldunni, en áður hafði ég sagt
nánustu vinum mínum frá þessu. á nýársdag
2010 byrjaði ég sem sagt að nota nýtt nafn
og lifa sem stelpa. áramótaheitið mitt í þetta
skipti var að vera ég sjálf.“
ÞaU MISSTU VaL
en fenGU UGLU Í STaðInn
Fjölskylda Uglu styður vel við bakið á henni og
vinir hennar líka. „Ég var rosalega stressuð að
segja fjölskyldunni, en þau hafa tekið þessu
mjög vel og styðja mig fullkomlega. Pabbi og
mamma þurfa auðvitað að
aðlagast því að eiga ekki
son heldur dóttur og þau
nota stundum vitlaust for-
nafn eða kalla mig Val, en
það er gamla nafnið mitt.
Þau þurfa bara tíma til að
venjast þessu. Þeim finnst
eins og þau hafi misst Val
en fengið Uglu í staðinn, en
ég er enn sama manneskj-
an og þau þurfa bara að
melta þetta. Afi skilur ekki
alveg af hverju ég er trans,
en hann styður mig samt.
litli bróðir minn komst í
uppnám fyrst þegar ég kom
út fyrir honum, en núna
finnst honum þetta allt í
lagi. áður en ég kom út var
ég líka búin að undirbúa
hann þegar við vorum úti í
fjósi á kvöldin, þá útskýrði
ég fyrir honum hvað trans
er og svoleiðis.“
LeIðréTTInGarferLIð
Fáir vita margt um reynslu
transfólks, svo sem það ferli
sem einstaklingar ganga
í gegnum ef þeir ákveða
að láta leiðrétta kyn sitt. „sjálft leiðrétting-
arferlið samanstendur af undirbúningsferli,
hormónagjöf, útlitsaðgerðum og svo sjálfri
leiðréttingaraðgerðinni. í undirbúningsferlinu
byrjar manneskjan að lifa í kynhlutverki hins
kynsins, gengur undir öðru nafni og talar
um sig í öðru kyni en sínu líffræðilega kyni.
Einnig gengur manneskjan til sálfræðings
og geðlæknis og undirgengst alls kyns sál-
fræðipróf. Þetta ferli tekur allavega eitt ár. Ef
manneskjan er talin hæf byrjar hún á hormón-
um sem breyta fitumyndun og vöðvamassa
líkamans. Hún getur einnig farið í ýmiss konar
minni aðgerðir, svo sem hárrótareyðingu,
R æ t t v i ð
Uglu Stefaníu Jónsdóttur
e f t i R
Á S t U K R i S t í n U B e n e d i K t S d ó t t U R
51
Af hverju
ertu ekki
bara hommi
venjulegt fólk?
eins og
f j
i
i
j f
i
Lj
ós
m
yn
di
r:
Li
nn
ea
O
rn
st
ei
n