Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2000, Page 18

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2000, Page 18
HINSEGIN DAGAR 2000 í JÚLÍ Glæsilegt mannréttindaþing Laugardaginn l.júlíefndu Mannréttindaskrifstofa Islands og Hinsegin dagar 2000 til málþings í Norræna húsinu undir heitinu „Samkynhneigðir á aldamótum". Þrátt fyrir blíðviðri sótti fjöldi manns þingið og luku allir lofsorði á framtakið, en þetta er í fyrsta sinn sem svo umfangsmikið fræðilegt þing um samkynhneigð málefni er haldið hér á landi. Frummælendur voru fimm en Ragnar Aðalsteinsson, hæsta- réttarlögmaður leiddi umræður Kim Friele frá Noregi var heiðursgestur málþingsins, en hún er einn af brautryðjendunum í mannréttindabaráttu samkynhneigðra á Norðurlöndum og hefur starfað að þeim málum í 35 ár. I erindi sínu rakti hún þau hvörf sem urðu í sjálfskilningi samkynhneigðra fyrir rúmum aldarfjórðungi og hverju þau breyttu. Hún lagði mat á sigra okkar í mannréttindamálum sem unnist hafa og horfði til framtíðar Hversu langt höfum við náð og hvernig ber að glíma við þá duldu kúgun sem erfitt er að festa hendur á en hefur engu að síður ómæld áhrif á andlega líðan samkynhneigðra? Hvað tókst í baráttu liðinna ára, hvað fór miðut hvar eru verk að vinna? I erindi sínu lagði Kim áherslu á það að þrátt fyrir stórkostlega ávinninga þurfum við að vera vel á verði. Þótt nýjar kynslóðir njóti góðs af því sem unnist hefur þarf ætíð að hafa í huga að það er átak fyrir alla unga homma og lesbíur að öðlast sjálfsvirðingu og ná tökum á lífinu í hörðum heimi. Olafur Þ. Harðarson, dósent við Háskóla Islands flutti fróðlegt erindi um samkynhneigð og breytingar á gildismati almennings áVestur-lönd- um í Ijósi fjölþjóðlegra rannsókna síðustu ára. RannveigTraustadóttir dósent við Háskóla Islands talaði um félagslega útskúfun, jafnrétti og konur í minnihlutahópum. Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Islandsdeildar Amnesty International, ræddi um mannréttindabrot á grundvelli skilgreinds mismunar og lýsir viðleitni Amnestysamtakannatil að verja stöðu þeirra sem þolað hafa misrétti vegna kynhneigðar sinnar Loks flutti Haukur F. Hannesson tónlistarmaður erindi um kristni, kirkju og samkynhneigð. Fyrirlestrarnir verða gefnir út í bók í október á þessu ári og aðstand- endur þingsins lýsa áhuga sínum á því að gera slík þing að föstum lið í mannréttindaumræðu komandi ára. GAY PRIDE 2000 IN JULY "Gay in the new millennium" A Human Rights Conference The first major conference in lceland approaching gay issues on acade- mic level was held on July Ist in cooperation with the lcelandic Human Rights Center Obviously the interest was great. Competing with blaz- ing sunlight and a national festival inThingvellirthe conference, directed by distinguished Supreme Court lawyer Ragnar Aðalsteinsson, attract- ed more people than ever expected. Main speaker and guest of honour was the Norwegian gay rights pioneer Ms. Kim Friele who looks back on 35 years in the gay move- ment. As her work and her books have had a tremendous influence in Scandinavia the cultural center of the Nordic countries in ReykjaviT, the Nordic House, made a very appropriate setting for the confer- ence. In her powerful speech she recalled the turning point in gay self- definition in the seventies and the changes it has made. She evaluated

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.