Bæjarins besta - 12.01.2005, Page 1
Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 250 m/vsk
Miðvikudagur 12. janúar 2005 · 2. tbl. · 22. árg.
Vestfirðingur ársins 2004 valinn á bb.is
Mugison hlaut flest atkvæði
Tíu ár frá
snjóflóðinu
í Súðavík
Á sunnudag eru liðin 10 ár
frá snjóflóðinu mikla sem féll
á Súðavík aðfaranótt mánu-
dagsins 16. janúar 1995.
Í flóðinu fórust 14 manns
en 34 björguðust. Þessa
hörmulega atburðar er minnst
í blaðinu í dag, m.a. með við-
tölum við nokkra einstaklinga
sem komu að björgunarstörf-
um sem og við tvö af þeim
sem björguðust giftusamlega.
Sunnudaginn 16. janúar nk.
verður haldin minningarguð-
þjónusta í íþróttahúsinu og
hefst hún kl. 14. Eftir athöfnina
býður Súðavíkurhreppur til
kaffisamsætis í grunnskólan-
um. Sjá nánar á bls. 8-13.
Guðmundur M. Kristjánsson, faðir Arnar Elíasar tekur við viðurkenningu og farandgrip úr hendi
Arnar Torfasonar í Gullauga (tv) og Hálfdáns Bjarka Hálfdánssonar, fréttastjóra Bæjarins besta og bb.is
Tónlistarmaðurinn Örn Elí-
as Guðmundsson, Mugison, er
Vestfirðingur ársins 2004
samkvæmt vali lesenda frétta-
vefjarins bb.is. Ástæður þess
að lesendum vefjarins gáfu
honum atkvæði sitt, eru hversu
frábærlega hann hefur staðið
sig á tónlistarsviðinu, hvernig
hann gerði skíðaviku Ísfirð-
inga að eftirsóknarverðum at-
burði og hve duglegur hann
hefur verið við að kynna sínar
heimaslóðir. „Mugison er ein
besta kynning sem Vestfirðir
hafa fengið um langt skeið,“
segir í mörgum umsögnum
þeirra sem gáfu honum at-
kvæði sitt. Mugison gaf út nýja
hljómplötu á síðasta ári sem
hlotið hefur frábæra dóma.
Gagnrýnendur Morgunblaðs-
ins, Rásar 2 og DV hafa valið
plötu Mugisons, bestu plötu
ársins 2004, auk þess sem hann
er tilnefndur til fimm verð-
launa hátíð Íslensku tónlistar-
verðlaunanna sem fram fer í
næsta mánuði.
Í öðru sæti að mati lesenda
bb.is varð Jón Fanndal Þórðar-
son, verslunarmaður og for-
maður Félags eldri borgara í
Ísafjarðarbæ en hann var einn
af forsvarsmönnum Heima-
stjórnarhátíðar alþýðunnar
sem haldin var á Ísafirði á síð-
asta ári. Í þriðja sæti varð
Kristinn H. Gunnarsson, al-
þingismaður, sem varð í öðru
sæti árið 2003, og í fjórða sæti
varð Sigmundur F. Þórðarson,
húsasmíðameistari á Þingeyri
og formaður Íþróttafélagsins
Höfrungs. Vel á fjórða hundr-
að manns tóku þátt í kosning-
unni sem stóð frá miðjum des-
ember og fram til áramóta.
Þeir einstaklingar sem urðu í
1.-4. sæti fengu rúmlega helm-
ing allra greiddra atkvæða. Sjá
nánar um valið á Vestfirðingi
ársins 2004 og viðtal við Örn
Elías Guðmundsson, alias
Mugison á bls. 6 og 7.
Tónlistarmaðurinn Örn Elías Guðmundsson (Mugison) er Vestfirðingur ársins 2004.
Kristinn H. Gunnarsson var
valinn framsóknarmaður árs-
ins 2004 í netkönnun á vef
sambands ungra framsóknar-
manna, suf.is. Af tíu þúsund
atkvæðum fékk Kristinn um
þriðjung.
„Ég er mjög ánægður. Ég
gleðst bara mjög yfir þessum
stuðningi sem ég fæ og kemur
mér mjög á óvart og er þakk-
látur fyrir“, segir Kristinn í
viðtali við suf.is. Í viðtalinu
ræðir Kristinn meðal annars
um málþingið „Með höfuðið
hátt“ sem haldið var á Ísafirði
í sumar og hugmyndina um
háskóla á Vestfjörðum.
– thelma@bb.is
Kristinn H.
valinn fram-
sóknarmað-
ur ársins
02.PM5 6.4.2017, 09:221