Bæjarins besta


Bæjarins besta - 12.01.2005, Qupperneq 7

Bæjarins besta - 12.01.2005, Qupperneq 7
MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2005 7 Vestfirðingur ársins 2004 Ummæli um fjóra efstu í kjörinu Örn Elías Guðmundsson (Mugison): „Frábær tónlistarmaður – Gerði skíðaviku Ísfirðinga að eftirsóknarverð- um atburði – Vekur eftirtekt og aðdáun hvar sem er – Er hrikalega töff og góð- ur tónlistarmaður – Óstöðvandi í að kynna heimaslóðirnar – Framúrskar- andi tónlistarmaður og Rúna kærasta hans líka – Ein besta kynning sem Vestfirðir hafa fengið – Tónlistarsnill- ingur sem hefur sannað að það er hægt að gera skemmtilega hluti – Hefur verið góð auglýsing fyrir vestfirskt menningar- líf – Öflugur talsmaður Vestfjarða – Er með eina bestu plötu ársins – Hann er snillingur.“ Jón Fanndal Þórðarson: „Hörku karl, fulltrúi alþýðunnar á Vestfjörðum – Hélt hátíð fyrir alla – Maðurinn á bak við Heimastjórnarhátíð alþýðunnar – Hann er svo óbilandi bjart- sýnn, jákvæður og fylginn sér – Jón er samviska Vestfirðinga, frumkvöðull – Vinnur meira fyrir Vestfirðinga en allir þingmenn okkar til samans – Er oftast boðberi sannleikans – Maðurinn er yfir- fullur af réttlætiskennd að það hálfa væri nóg – Baráttumaður fyrir betra lífi fyrir vestan – Skar upp herör gegn hroka og lákúru sjálfstæðis- og framsóknarmanna í ríkisstjórn – Maður alþýðunnar – Frábær fulltrúi eldri borgara á svæð- inu.“ Kristinn H. Gunnarsson: „Hefur staðið sig vel fyrir Vestfirð- inga – Öflugur talsmaður Vestfirðinga, reyndar sá eini sem við eigum á þingi – Píslarvottur lýðræðisins – Lætur ekki beygja sig til hlýðni – Fyrir að þora vera hann sjálfur – Maður lýðræðis- og landsbyggðar. Hlustar eftir röddum fólksins – Trúr sínum kjósendum – Ódeigur í ræðu og riti – Hvikar hvergi frá sannfæringu sinni – Ber hag kjósenda sinna meira fyrir brjósti en flokksagann – Heldur Vestfjörðum inni í umræð- unni – Skársti þingmaður Vestfjarða, þorir að standa á sínu – Stefnufastur og lætur ekki kúga sig til að falla frá sann- færingu sinni.“ Sigmundur F. Þórðarson: „Fremstur í hópi frábærs fólks hjá Höfrungi – Helsta driffjöður Dýrfirð- inga í íþrótta- og félagsmálum – Góður gæi – Fórnfús fyrir æsku Dýrafjarðar, Leiðandi í öllu íþrótta- og menningarlífi í Ísafjarðarbæ – Hann er svo góður, hann er svo duglegur – Mikill dugnaðar- forkur – Óeigingjarn eldhugi og áhuga- maður um ræktun uppvaxandi kyn- slóðar.“ Eftirtaldir einstaklingar fengu einnig eitt eða fleiri atkvæði í valinu á Vestfirðingi ársins 2004: Gunnar Atli Gunnarsson, Ragna Aðalsteinsdóttir, Baldur Smári Einarsson, Vilborg Arn- ardóttir, Ólína Þorvarðardóttir, Halldór Sveinbjörnsson, Gísli Ásgeirsson, Níels Ársælsson, Jón Jónsson, Rafn Jónsson, Guð- mundur Einarsson, Hallgrímur Sveinn Sævarsson, Helgi Þór Arason, Halldór Halldórsson, Þór Harðarson, Jóhanna Odds- dóttir, Guðmundur Halldórsson, Sigurður Gunnar Þorsteins- son, Einar Oddur Kristjánsson, Dóra Hlín Gísladóttir, Halldór Jónsson, Ísfirski unglingurinn, Smári Haraldsson, Þorsteinn Másson, Árný Halldórsdóttir, Auður Ólafsdóttir, Agnes M. Sigurðardóttir, Þröstur Þórisson. Arnar Kristjánsson, Falur Þorkelsson, Eiríkur Böðvarsson, Óli M. Lúðvíksson, Olgeir Hávarðarson, Gísli Úlfarsson, Reynir Torfason, Laufey Jónsdóttir, Einar Valur Kristjánsson, Guð- finnur Pálsson, Magnús Ólafs Hansson, Jón Emil Svanbergsson, Gylfi Gunnarsson, Önundur Jónsson, Haraldur Tryggvason, Jónas Guðmundsson, Halldór Hlöðversson, Sveinn Karlsson, Þröstur Jónsson og Brad Egan, Dorothee Lubecki, Sveinbjörn Kristjánsson, Þóra Þórðardóttir, Magnús Hauksson, Hermann Gunnarson, Þuríður Katrín Vilmundardóttir, Hlynur Snorra- son, Hjörtur Hinriksson, Brynhildur Einarsdóttir, Guðmundur Hjaltason og Ólafur Ragnar Grímsson. Ísfirski/bolvíski tónlistar- maðurinn Örn Elías Guð- mundsson segir það mikinn heiður að hafa verið valinn Vestfirðingur ársins 2004 af lesendum bb.is. Aðspurður segir hann tíðindin hafa komið sér mjög á óvart. „Þetta er agalega mikill heiður. Ég veit eiginlega ekki alveg hvað hef ég gert svona merkilegt. Persónu- lega finnst mér það mitt mesta afrek á liðnu ári að hafa barnað unnustu mína“, segir Örn en Rúna Esradóttir verðandi barnsmóðir hans verður að líkindum léttari eftir um mánuð. „Þar á eftir eru það kannski þessar tvær plötur sem ég gaf út. Svo finnst mér mjög gaman að hafa átt þátt í tónlistarhátíðinni Al- drei fór ég suður, sem var haldin á Ísafirði um síðustu páska.“ Á lítinn heiður af Aldrei fór ég suður – Nokkrir kusu þig einmitt út af þessari tónlistarhátíð, frekar en út af tólistar- ferlinum. „Já, þetta er kannski ör- lítill misskilningur, að ég hafi verið að draga vagninn á þessari tónlistarhátíð. Pabbi (Guðmundur Kristjánsson hafnarstjóri. Innskot: BB) á 99,9% heiður af þessari hátíð og var án nokkurs vafa helsti skipuleggjandi hennar. Hann reddaði öllu. Ef menn halda að ég hafi átt þessa hátíð er það kannski út af einhverri athyglissýki í mér. Pabbi hreinsaði verk- smiðjuna, íbúðirnar, reddaði mat og gistingu og í rauninni öllu. Ég var bara svo hepp- inn að fá að vera í farþega- sætinu og hjálpa til þegar þess þurfti. Því má svo auðvitað ekki gleyma að fjöldi fólks kom að þessari hátíð, ég spilaði bara mitt hlutverk og aðrir spiluðu sín.“ Rúntarar með FM í botni Örn Elías gaf út plöturnar Niceland og Mugimama, is this monkey music á liðnu ári. „Ég var fram að páskum að vinna Niceland plötuna. Ég gerði hana í kirkjunni í Súðavík. Þar fór afskaplega vel um mig og ég stend í mikilli þakkarskuld við Súð- víkinga, trúi varla að þeir hafi treyst mér svona vel fyrir kirkjunni. Ég hafði ótrúlega góða aðstöðu þarna, maður er einhvern veginn ekkert að slæpast í kirkju og heldur vel á spöðunum allan tímann. Ég byrjaði að vinna að Mugimama í Súðavík, en gerði samt megnið af henni í gamla gráa húsinu í Hafnar- strætinu á Ísafirði, beint á móti gamla apótekinu. Þar fór líka mjög vel um mig. Að vísu gat verið svolítið erfitt þegar rúntararnir voru með FM í botni að keyra framhjá, það er erfitt að taka upp lágstemmdan söng við svoleiðis aðstæður, en eins og þeir vita sem hafa hlustað á plötuna þá eru nokkur róleg lög á henni.“ Geðveikur einn inni í húsi Þrátt fyrir ónæðið er hægt að segja að rúntarar og skemmtanaglatt fólk í miðbæ Ísafjarðar hafi líka haft já- kvæð áhrif á gerð plötunnar. „Það varð til þess að maður fór að gera eitthvað rokk. Til dæmis er lagið Sad as a truck gert á helgarkvöldi þegar rúntararnir fóru ham- förum á bílgræjunum og fólk arkaði sauðdrukkið framhjá húsinu. Þá var ég snargeð- veikur einn inni í húsi að klára plötu, þó maður hefði að sjálfsögðu frekar kosið að fara á djammið.“ Jón Fanndal er náttúrurebell, alvöru töffari Örn er tilnefndur til íslensku tónlistarverðlaun- anna sem afhent verða í febrúar. Í það mesta gæti hann hlotið fimm slík, en hann og fönksveitin Jagúar hlutu flestar tilnefningar þetta árið. Aðspurður segist hann vona að titillinn Vest- firðingur ársins gefi tóninn fyrir það sem koma skal á þessu ári. „Það væri gaman. Annars er ég furðu lostinn yfir að hafa hlotið þessi verðlaun. Mér finnst Jón Fanndal Þórðarson helst eiga að fá þau. Bæði ég og pabbi kusum hann. Ef hægt er að deila verðlaununum, þá vil ég deila þeim með Jóni og pabba og lít svo á að þeir séu ekki minni Vestfirðingar ársins en ég. Jón hefur gert ótrúlegustu hluti á þessu ári. Það hefur náttúrlega verið gaman að fylgjast með þessu sjúkra- húsþvottamáli öllu, þar hefur hann ekki verið feiminn við að segja sína skoðun, frekar en fyrri daginn. Og svo var að sjálfsögðu þvílíkt afrek að halda þessa heimastjórnar- hátíð. Aðal ástæðan fyrir því að ég kaus hann voru um- mæli hans um að þingmenn og bæjarpólitíkusar væru að stuðla að snobbvæðingu. Það fannst mér alger snilld. Hann er náttúrurebell. Alvöru töffari. Ég veit ekki hvað hann er gamall, en mér finnst eins og hann sé bara nokkrum árum eldri en ég. Það er þvílík orka í gæjanum. Hann rífur kjaft þegar honum finnst hann þurfa. Svo selur hann líka ódýrasta kaffi á landinu, á flugvellinum á Ísafirði.“ „Veit eiginlega ekki hvað ég hef gert svona merkilegt“ 02.PM5 6.4.2017, 09:227

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.