Bæjarins besta - 12.01.2005, Page 13
MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2005 13
10 ár liðin frá snjóflóðinu mikla í Súðavík
Tomasz er mikill áhugamaður um körfuknattleik. Það kom fram í viðtölum á sínum tíma. Stuttu eftir slysið fékk
hann áritaðan bolta frá uppáhaldsliðinu sínu í NBA-boltanum, Orlando Magic. Hér afhendir Björn Helgason
honum boltann sem leikmenn í úrslitaleik bikarkeppninnar hér á landi höfðu áritað.
Elma Dögg Frostadóttir fannst grafin í snjónum eftir 15 klukkustundirAndlegur
bati tekur
lengri tíma
Elma Dögg Frostadóttir
fannst eftir að hafa verið grafin
undir snjónum í 15 klukku-
tíma. Hún var fjórtán ára göm-
ul þegar flóðið féll og var vak-
andi þegar það gerðist.
„Ég heyrði svakalega mikil
læti þarna um nóttina. Rúðan í
herberginu sprakk, ég leit upp
og fann að allt þrengdist að
mér, allt varð svart og ég missti
meðvitund. Fataskápurinn datt
ofan á mig og það hefur líklega
bjargað lífi mínu.
Ég vaknaði við það að heyra
í björgunarmönnunum þegar
þeir voru að leita að mér í
herberginu við hliðina. Ég
kallaði á móti en þeir heyrðu
ekkert í mér. Eftir á frétti ég
að mamma og pabbi hefðu
fundist um svipað leyti, og þá
voru um það bil fimm tímar
liðnir frá því að flóðið féll.
Ég var með meðvitund allar
þessar tíu klukkustundir eftir
það, en var við það að detta út
þegar mér var bjargað. Ég var
orðin mjög vönkuð og rugluð
og var að kalla á mömmu þegar
þrír björgunarmannanna heyr-
ðu í mér, en það varð til þess
að þeir fundu mig.“
Elma var lengi að ná sér
líkamlega eftir slysið og hefur
ekki enn náð sér að fullu.
„Ég fór fyrst á sjúkrahúsið á
Ísafirði, en var mjög fljótlega
send suður. Þar var ég sett í
nýrnavél og lappirnar á mér
skornar upp. Nýrun voru alveg
hætt að starfa og menn voru
ekki alveg öruggir á því að
það væri hægt að bjarga ann-
arri löppinni.
Eftir tíu ár hef ég að mestu
leyti jafnað mig líkamlega, en
samt finn ég ennþá til í annarri
löppinni.“
Elma segir að andlegur bati
Elma Dögg var lögð inn á Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði eftir að henni var bjargað. Þar voru þá fyrir foreldrar
hennar, Björg Hansdóttir og Frosti Gunnarsson, sem einnig björguðust úr snjóflóðinu.
taki lengri tíma og segist ekki
getað neitað því að henni hafi
liðið illa í fannferginu sem var
á norðanverðum Vestfjörðum
í síðustu viku.
„Við búum náttúrlega á
öruggu svæði í Súðavík núna,
ég veit það. En samt er ónota-
tilfinningin mikil. Það versta
var hversu mikið fennti fyrir
herbergisgluggann hjá mér.
Við það fékk ég svakalega
mikla innilokunartilfinningu.“
– halfdan@bb.is
Elma Dögg Frostadóttir. Ljósmynd: Ómar Már Jónsson.
Sýslumaðurinn á Ísafirði
Skattstofa Vestfjarðaumdæmis
Lengri opnunartími
Sýslumaðurinn á Ísafirði og skattstofa Vest-
fjarðaumdæmis hafa ákveðið að lengja opn-
unartíma sinn frá og með 13. janúar 2005.
Nýr opnunartími er frá kl. 09:30 - 15:30.
Sigríður Björk Guðjónsdóttir,
sýslumaður á Ísafirði.
Guðrún Björg Bragadóttir,
skattstjóri Vestfjarðaumdæmis.
Kvensjúkdómalæknir
Jón Ívar Einarsson, kvensjúkdómalæknir
verður með móttöku á Ísafirði dagana 24.-
28. janúar nk.
Tímapantanir eru í síma 450 4500, á milli
kl. 08:00 og 16:00 alla virka daga.
Sigríður Sæmundsdóttir
Vallargötu 7, Þingeyri
Ástkær móðir okkar, amma,
tengdamóðir og langamma
sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 1. janúar 2005, verður
jarðsungin frá Þingeyrarkirkju, laugardaginn 15. janúar kl. 14:00.
F.h. aðstandenda,
Einar Karlsson, Birgir Karlsson, Karl Þ. Karlsson
02.PM5 6.4.2017, 09:2213