Bæjarins besta - 12.01.2005, Qupperneq 14
MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 200514
Mexíkósk kjúklingasúpa
Sælkeri vikunnar · Harpa Böðvarsdóttir í Reykjavík
Sælkeri vikunnar býður
upp á mexíkóska kjúklinga-
súpu. Harpa segist hafa
fengið uppskriftina hjá
vinnufélaga sínum og boðið
upp á hana í saumaklúbbn-
um þar sem stelpurnar eru
allar meira eða minna tengd-
ar Ísafirði. Þar sló súpan
rækilega í gegn og svo er
frábær frönsk súkkulaðikaka
í eftirrétt sem hreinlega bráð-
nar í munninum.
Mexíkósk kjúklingasúpa:
3-5 laukar
2-3 hvítlaukar
1/2 chilipipar
Sellerí eftir smekk
Látið malla í olíu í smá-
stund
1 flaska Granini tómatsafi
1 ½ l vatn
Nauta og/eða grænmetis
kraftur eftir smekk
1 teskeið kóríander krydd
1-2 teskeiðar Worchester
sósa
1 tsk chilikrydd
2 dósir tómatar í dós (má
vera með hvítlauk eða eftir
smekk)
Látið sjóða í 20 mínútur og
bætið síðan 4-6 kjúklinga-
bringum eða 1 kjúkling út í.
Bæta má við blómkáli, brokk-
olí og fleira grænmeti, allt eftir
smekk hvers og eins.
Berið fram með sýrðum
rjóma, guacamole sósu og/eða
cheese sósu, rifnum osti og
Doritos snakki.
Frönsk súkkulaðikaka
með kremi:
200 g smjör
200 g suðusúkkulaði
Hrært saman
4 egg
2 dl sykur
1 dl hveiti
Hrærið öllu saman sett í mót
og bakið við 170 gráður í um
það bil 30 mín. Athugið kakan
á að vera blaut í miðjunni.
Kremið:
150 g suðusúkkulaði
70 g smjör
2 matskeiðar síróp
Bræðið saman og hellið yfir
kalda kökuna. Látið storkna.
Berið fram með þeyttum rjóma
eða vanilluís.
Ég skora á Sigurbjörgu
Guðmundsdóttur á Ísafirði
að koma með gómsæta upp-
skrift.
Dagný S. Sigurjónsdóttir Magnús M. Þorvaldsson
Elva Jóhannsdóttir Barði Önundarson
Magnús Ö. Jóhannsson Helga G. Haraldsdóttir
Heiðrún B. Jóhannsdóttir
Ari K. Jóhannsson Harpa Henrysdóttir
og barnabörn
Þeir sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið Sigurvon
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi
andaðist þann 7. janúar á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði.
Útförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju, laugardaginn 15. janúar kl. 14:00.
Halldóra Jóhannsdóttir
Jóhann Magnússon
bifreiðaskoðunarmaður
Móholti 12, Ísafirði
Hallgrímur Hjálmarsson býr ásamt foreldrum sínum að Hrauni í Hnífsdal
Engin ákvörðun verið tekin
um áframhaldandi búsetu
Hallgrímur Hjálmarsson
sem býr ásamt foreldrum sín-
um í Hrauni í Hnífsdal segir
að nokkrar skemmdir hafi orð-
ið á íbúðarhúsinu í snjóflóðinu
í síðustu viku. Hann segir einn-
ig að skemmdir hafi orðið á
vinnuvélum sem stóðu við bæ-
inn og bíll sem stóð við íbúð-
arhúsið sé trúlega mikið
skemmdur ef ekki ónýtur.
Gamli bærinn í Hrauni sé hins
vegar gjörónýtur.
Hann segir framhald búsetu
í Hrauni ekki hafa verið ákveð-
ið. Skemmdir af völdum snjó-
flóðsins eru nú að koma í ljós.
„Það urðu skemmdir á gólf-
efnum í húsinu og einnig á
innréttingum auk þess sem
rúður brotnuðu. Hvort að
veggir hússins hafa skekkst er
ekki fullkannað sem stendur.
Hins vegar virðist sem veggur
í bílskúr við húsið hafi brotn-
að“, segir Hallgrímur.
Einnig urðu talsverðar
skemmdir á vinnuvélum sem
stóðu á hlaðinu og bíll sem
stóð við bílskúrinn er mikið
skemmdur ef ekki ónýtur. Þá
segir Hallgrímur ljóst að gamli
bærinn í Hrauni sé gjörónýtur
en þar hefur ekki verið búið
undanfarin misseri. Útihúsin
á jörðinni virðast hafa sloppið
með öllu við flóðið en þar inni
er tæplega 100 fjár.
Um frekari búsetu í Hrauni
vill Hallgrímur sem minnst
segja. „Um það hefur að
sjálfsögðu engin ákvörðun
verið tekin enda hefur enginn
tími verið til þess að meta þau
mál. Hvað stjórnvöld vilja gera
vitum við ekkert enda enginn
haft samband úr þeirri áttinni“,
segir Hallgrímur.
– hj@bb.is
Hallgrímur Hjálmarsson.
Feðgarnir Hjálmar og Hallgrímur við rústir gamla bæjarins.
Flutninga-
bíll valt
Flutningabíll fór út af veg-
inum í Hrútafirði er hann
var á leið til Ísafjarðar með
matvörur á miðvikudag í
síðustu viku. „Ég var að
mæta öðrum bíl á ein-
breiðu slitlagi og fór út af
veginum. Það er í lagi með
mig fyrir utan kannski sál-
artetrið og ég held að
skemmdirnar á bílnum séu
óverulegar“, segir Bjarni
Gunnarsson ökumaður
bílsins er bb.is náði tali á
honum stuttu eftir óhapp-
ið. „Það þýðir ekkert ann-
að en að ná í annan bíl,
lesta á milli og koma vör-
unum til skila.“
KFÍ tapaði
stórt
Meistaraflokkur Körfu-
knattleiksfélag Ísafjarðar
þurfti að láta í minni pok-
ann fyrir Ungmennafélagi
Njarðvíkur á fimmtudags-
kvöld í síðustu viku. Loka-
staðan var 55-108. Leikur-
inn fór fram í íþróttahús-
inu á Torfnesi og fannst
heimamönnum dómgæsla
vera með lakara móti og
fullmikil harka leyfð í
leiknum „Njarðvíkingar
spiluðu eins fast og þeir
gátu og komust upp með
það langtímum saman, en
þeir fá kredit fyrir það að
hafa svona góð tök á leikn-
um, dómararnir voru alla
vega ekki á sama leik og
við sem sátum í stúkunni
og leyfðu rosalega hörku“,
segir í frétt á kfi.is. Josh
Helm sem hefur verið
stigakóngur leik eftir leik
meiddist á hné og gat lítið
beitt sér eftir það. Næsti
leikur KFÍ er gegn Fjölni
og fer fram í Grafarvogi á
morgun, fimmtudag.
02.PM5 6.4.2017, 09:2214