Bæjarins besta


Bæjarins besta - 12.01.2005, Síða 15

Bæjarins besta - 12.01.2005, Síða 15
MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2005 15 30% Dagbjört Hjaltadóttir í Súðavík skrifar Kærar þakkir Ísfirðingar Nú eru bráðum liðin tíu ár frá snjóflóðunum í Súðavík. Ofankoman, ófærðin og til- kynningar um hættuástand síð- ustu daga minna óþægilega á tímann í kringum 16. janúar 1995. Við Súðvíkingar sem nú búum öll á öruggu svæði hugs- um með samúð til þeirra sem verða að yfirgefa heimili sín við þvílíkar aðstæður. Fyrir tíu árum var enginn fyrirvari á flutningnum frá þorpinu. Við sem ekki misstum húsin okkar, eða lentum í flóðinu sjálfu, rif- um okkur í fötin og fórum niður í frystihús til að styrkja ætt- ingja og vini og til að reyna að verða að liði með einhverju móti. Við urðum að yfirgefa þorpið í þeim fötum sem sem við stóðum, óvíst hvenær eða hvort við áttum afturkvæmt. Það var samt okkar minnsta áhyggjuefni því afdrif náinna skyldmenna, nágranna, vina eða samstarfsfélaga vóg þyng- ra. Það sem ég vil nefna hérna er viðmót Ísfirðinga þessa ör- lagaríku daga og vikur sem Súðavíkingar dvöldu í bænum. Það getur ekki hafa verið auð- velt að taka á móti svo mörgum sem höfðu upplifað svo skelfi- lega hluti. En allt frá því að þessi brotni hópur safnaðist saman á Fjórðungssjúkrahús- inu á Ísafirði eftir skelfilega sjóferð frá Súðavík allt þar til nokkrum vikum seinna að við, oftar en ekki við kertaljós, í tíðu rafmagnsleysi þessara stormdaga eftir flóðið. Hjart- ans þakkir Inga Lára og Elvar fyrir ykkar stóra hús og ykkar stóra hjarta. Ísfirðingar kunnu að gefa það sem Íslendingar hafa veitt hverjir öðrum í aldir en það er áfallahjálp vináttunnar. Hlýtt handtak, klapp á bakið eða snöggt faðmlag gerði meira gagn en þúsund orð. Þessu fólki langar mig að senda þakkir. Líka Stebba Dan og þeim sem söfnuðu íþróttaföt- um með honum svo börnin frá Súðavík gætu hist í stað þess að húka föl og fá dreifð um allan bæ. Einnig starfsfólki sjúkrahússins sem stóð í eld- línunni ásamt björgunarsveit- arfólkinu sem kom á vettvang. Prestunum sem aldrei virtust hvílast sendi ég líka þakkir og fólkinu sem opnaði verslanir sínar án þess að nokkuð væri farið að tala um bætur fyrir vörurnar sem það lét af hendi og svona mætti lengi telja. Ég tel það lán okkar Súðvík- inga að við áttum góða að þeg- ar mest á reyndi og að við gátum verið áfram á Vestfjörð- um á meðan mál voru að skýr- ast. Ég tel það reyndar ástæðu þess að svo fáir fluttu í burtu og raunin varð. Ísfirðingar, hjartans þakkir fyrir okkur. Dagbjört Hjaltadóttir, Súðavík. óhætt var að snúa heim (þeir sem það gátu) var viðmót ná- granna okkar Ísfirðingu þeim og Íslendingum til sóma. Ísfirðingar opnuðu heimili sín fyrir fólki sem þeir þekktu kannski aðeins af afspurn. Hótel, gistiheimili og verbúðir fylltust einnig af þessu flótta- fólki sem hafði ekki ekki einu sinni föt til skiptana til að byrja með. Á sjúkrahúsinu var ný álma opnuð þó ekki væri hún tilbúin og starfsfólk þar lagði dag við nótt til að gera þeim lífið bærilegra sem mest höfðu misst. Mín fjölskylda var tekin inn ásamt tveimur öðrum fjölskyldum af kunn- ingjafólki systur minnar og við hljótum að hafa verið öm- urlegir gestir. Dofinn og beygð eftir atburðina sátum Dagbjört Hjaltadóttir. Snjómokstur hefur geng- ið vel í Bolungarvík að undanförnu og eru allar götur orðnar færar. „Þetta hefur gengið þokkalega miðað við veður. Við vor- um að vinna alla helgina og erum núna að breikka hjá okkur“, segir Finnbjörn Birgisson, bæjarverkstjóri í Bolungarvík. „Við höfum þurft að keyra öllum snjón- um í burtu á bílum. Það á örugglega eftir að taka hátt í viku í viðbót að hreinsa bæinn almennilega, það er að segja ef við fáum frið.“ Aðspurður segir Finnbjörn kyrrstæða bíla alltaf valda snjómokstursmönnum erf- iðleikum. Eins og sjá má að meðfylgjandi mynd sem Sveinbjörn Kristjánsson tók getur oft verið vara- samt að moka í kringum bíla sem lagt er á götum bæjarins. – halfdan@bb.is Tekur örugglega viku í viðbót að hreinsa bæinn Erfitt getur verið að moka í kringum bíla. Mynd: Sveinbjörn Kristjánsson. afsláttur af jólavörum, baðsápum og gjafavörum til 21. janúar 02.PM5 6.4.2017, 09:2215

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.