Bæjarins besta - 12.01.2005, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 200516
STAKKUR SKRIFAR
Snjóflóð og eignatjón
Stakkur hefur
ritað vikulega pistla í
Bæjarins besta í mörg
ár. Skoðanir hans á
mönnum og málefn-
um hafa oft verið
umdeildar og vakið
umræður. Þær þurfa
alls ekki að fara
saman við skoðanir
útgefenda blaðsins.
Þrátt fyrir það bera
ábyrgðarmenn
blaðsins ábyrgð á
skrifum Stakks á
meðan hann notar
dulnefni sitt.
Smáauglýsingar
Til leigu er hús á Ísafirði. Uppl.
í síma 477 1800 (Fjölnir).
Minningarkort Krabbameinsfé-
lagsins Sigurvonar fást hjá Sól-
rúnu Jónsdóttur á Hólmavík.
Uppl. í síma 864 2182.
Til sölu eru tvenn Rossignol
skíði. Önnur eru 170 cm og hin
150 cm á lengd. Skíðin eru sem
ný. Skór og pokar fylgja. Uppl.
í síma 456 8172 og 893 1058.
Til sölu er Subaru Impreza, 4x4,
árg. 1999, ekinn 94 þús. km.
Góður í snjóinn. Uppl. í símum
456 3035 og 862 3035.
Til sölu er vel með farið píanó.
Upplýsingar í síma 456 3906
og 848 0918.
Til sölu er 2ja herb. íbúð að
Urðarvegi 78 með sérinngangi.
Upplýsingar í símum 456 3928
og 456 4323.
Til sölu eru Goritex mótorhjóla-
og vélsleðagallar. Nánast ónot-
aðir. Uppl. í síma 820 7245.
Til sölu eru Burton Freestyle
brettaskór nr. 13. Aðeins not-
aðir í eina klst. Uppl. í símum
456 3486 og 846 7473.
Til sölu er vel með farinn Simo
kerruvagn með burðarrúmi.
Einnig barnabílstóll og skipti-
borð með baði. Upplýsingar í
síma 456 3517.
Til sölu er stuttu KIA jeppi. Góð-
ur bíll í ófærðina. Upplýsingar
gefur Pétur í síma 894 3389.
Til sölu er Renault Laguna st.,
1600 cc, árg. 98, ekinn 94 þús.
km. Stórgóður bíll, mjög rúm-
góður en afar sparneytinn.
Ásett verð kr. 650 þús. Uppl. í
síma 456 3517 og 860 7443.
Síðustu viku hafa náttúruöflin minnt hastarlega á sig. Brátt eru liðin 10 ár frá því
snjóflóðið mikla féll á þorpið í Súðavík með afleiðingum, er ekki munu gleymast.
Flóðbylgjan mikla í Indlandshafi á eftir að fylgja mannkyninu lengi. Vísindamenn
og ríkisstjórnir eiga eftir að velta vöngum yfir því hvernig bregaðst skuli við skelfi-
legum afleiðingum náttúrunnar. Jarðskjálftar eru daglegt brauð. Oft fylgir þeim
eyðilegging og dauði margra. Um síðustu helgi fórust margir í Danmörku og Sví-
þjóð í fárviðri sem þar geisaði. En ekkert fær stuggað við stórmenninu í Vestfirðing-
um. Bolvíkingar neita að fara úr húsum og lögreglan segir að við því sé ekkert að
gera, en svo var það nú leiðrétt sem betur fer.
Ósjálfrátt er spurt eftir snjóflóðin í síðustu viku hvort sumt fólk læri ekki af því
sem fyrir augu þeirra ber. Snjór var mun minni nú en fyrir áratug, er leiðir hugann
að þeirri staðreynd að ekkert er víst varðandi snjóflóð. Veður og aðstæður varðandi
snjóalög ráða þar miklu. Allt þarf að skoða og skilgreina og læra að draga lærdóm
af því sem gerist. Rannsóknir eru mjög mikilvægar og geta fært okkur þekkingu
sem kennir okkur að verjast snjóflóðum, bjarga mannslífum og forða eignatjóni.
Snjóflóðin í Hnífsdal vekja upp spurningar um skipulagsmál og stjórn þeirra í Ísa-
fjarðarkaupstað fyrir þremur áratugum. Á áratug er byggð horfin að mestu í vest-
anverðum dalnum. En mikilvægi rýminga sýndi sig glöggt.
Sláandi var að lesa ummæli í Morgunblaðinu höfð eftir ábúanda á Hrauni í Hnífs-
dal þess efnis að hann hefði sloppið, væntanlega við afleiðingar snjóflóðsins, sem
algerlega eyddi gamla bænum að Hraun og olli skemmdum á nýrra húsinu. Eru
menn með þessum hætti að storka örlögunum eða bara slá um sig með stórkarlalegum
yfirlýsingum? Hvort heldur sem er verður flestum heilvita mönnum hugsað til
þeirra skeliflegu fórna sem Vestfirðingar færðu á árunum 1994 og 1995. Þá glöt-
uðust alls 35 mannslíf vegna snjóflóða á Vestfjörðum. Það er óvirðing við þá sem
dóu að sýna nú drýgindaleg mannalæti.
Íbúar við Dísarland og Traðarland eiga alls ekki að nota heimskulega þrjósku til
að fá verð, sem þeir sætta sig við, fyrir eignir sínar. Til þess að fá fram niðurstöðu
varðandi verð fasteigna eru til aðrar leiðir, sem flestir íbúar þessa lands verða að
sætta sig við að nota, enda lögbundið að láta dómstóla skera úr um ágreining.
Þá er mikill munur að lesa það sem haft er eftir Eiríki Finni Greipssyni, sem
sjálfur lenti í snjóflóðinu á Flateyri og missti húsið, en hélt lífinu og fjölskyldunni,
í Morgunblaðinu um varnir gegn snjóflóðum. Þar kemur fram yfirvegun og skír
sýn á afleiðingarnar og hve mikilvægt það er að tryggja öryggi fólks með öllum
ráðum. Það er ógaman að standa frammi fyrir því að hús manns og heimili er ekki
lengur öruggt eins og er með byggðina efst í Bolungarvík. Vissulega er öllum
vandi á höndum, en þá reynir líka á að beita yfirvegun og skynsemi. Bæjarstjórinn
í Ísafjarðarbæ segir hreint út að ekki verði búið í blokkinni á Árvöllum til fram-
tíðar. Auðvitað er þetta skelfileg niðurstaða, að horfa á eignir tapast með einu eða
öðrum hætti vegna hættu á snjóflóðum, en við verðum að gera allt til að tryggja ör-
yggi fólks og forðast að það láti lífið í náttúruhamförum, þegar tiltölulega einfalt
er að bjarga mannslífum.
Bræðrabátarnir eða systur-
skipin Guðmundur Einarsson
ÍS og Hrólfur Einarsson ÍS frá
Bolungarvík náðu þeim ótrú-
lega árangri að vera samtals
með 904 tonna afla síðustu
fjóra mánuði nýliðins árs. Var
Guðmundur Einarsson ÍS með
tæp 464 tonn að verðmæti um
50 milljóna króna og afli Hról-
fs Einarssonar ÍS var litlu
minni eða rúmlega 440 tonn á
þessu tímabili.
„Ég held ég geti fullyrt að
árangur áhafna þessara línu-
báta er hreint út sagt einstakur.
Ekki spillir heldur fyrirað þess-
ir bátar eru alfarið íslensk
hönnun og smíði og þeir og
fleiri nýir, íslenskir hraðfiski-
bátar sýna og sanna að Íslend-
ingar standa öðrum framar í
slíkri bátasmíði“, segir Guð-
mundur Halldórsson, fyrrver-
andi formaður smábátafélags-
ins Eldingar á norðanverðum
Vestfjörðum, í samtali við
skip.is en Guðmundur sló á
þráðinn til þess að greina frá
útkomu bolvísku bræðrabát-
anna. Bátarnir eru báðir að
gerðinni Cleopatra og eru þeir
heitnir eftir bræðrunum Guð-
mundi og Hrólfi Einarssonum
sem báðir voru þekktir sjó-
menn í Bolungarvík.
Að sögn Guðmundar fór
Guðmundur Einarsson ÍS í 22
línuróðra að jafnaði á mánuði
síðustu fjóra mánuði ársins en
meðalmánaðaraflinn var 116
tonn. Olíukostnaður á þessu
tímabili nam 1,2 milljónum
króna eða um 2,35% af afla-
verðmætinu. Sjósóknin var
svipuð hjá Hrólfi Einarssyni
ÍS en meðalafli bátsins var 110
tonn.
„Því hefur verið haldið fram
að smábátarnir geti ekki haldið
upp atvinnu í byggðarlögum
landsins í svartasta skamm-
deginu. Því vísa ég á bug. Það
hefur a.m.k. ekki verið vanda-
mál hér í Bolungarvík“, segir
Guðmundur en að hans sögn
var Guðmundur Einarsson
með alls 1178 tonna afla á
síðasta ári og 1020 tonna afla
á síðasta fiskveiðiári. Ef miðað
er við almanaksárið þá fór bát-
urinn í 255 róðra á árinu eða
21,25 róður að jafnaði á mán-
uði. Meðalafli í róðri var 4,6 t.
„Miðað við að það séu að-
eins tveir í áhöfn þessara báta
og hve aflinn er mikill og olíu-
kostnaður lítill þá koma önnur
íslensk fiskiskip ekki betur út.
Það mega menn hafa í huga
nú þegar mengunarkvóti er í
þann veginn að dynja á okkur
og krafan um vistvænar veiðar
fer vaxandi“, sagði Guðmund-
ur Halldórsson.
Ótrúlegur árangur bræðrabátanna
– Sól og fegurð –
Sól og fegurð óskar viðskiptavinum sínum
gleðilegs nýs árs með þökk fyrir viðskiptin
á liðnum árum.
Sól og fegurð opnar að nýju föstudag-
inn 14. janúar nk. Opið verður frá mánu-
dögum til laugardaga frá kl. 11:00-19:00.
Hlakka til að sjá ykkur að nýju.
Rekstur fyrirtækisins sem er til húsa að
Túngötu 3, Ísafirði, er til sölu. Stofan hefur
verið rómuð fyrir hlýleika og gott viðmót.
Þar er m.a. boðið upp á ljósabekk, strata-
meðferð, leirvafninga, sogæðanudd og al-
hliða nudd.
Um er að ræða tilvalið tækifæri fyrir dug-
mikið fólk sem vill starfa við sjálfstæðan at-
vinnurekstur. Starfsemi sem bíður upp á
marga möguleika.
Nánari upplýsingar gefur Lögfræðistofa
Tryggva Guðmundssonar ehf., í síma 456
3244. Sigga Maja.
Þakkir
Alúðar þakkir sendi ég öllum þeim, sem með
gjöfum, kveðjum og heimsóknum gerðu 85 ára af-
mæli mitt 28. desember sl. að eftirminnilegum há-
tíðisdegi.
Megi nýbyrjað ár verða ykkur til gæfu og gengis.
Ísafirði 10. janúar 2005,
Sigurður Jónsson.
Sveitarstjórn Súðavíkurhrepps
Setur reglur um út-
hlutun byggðakvóta
Sveitarstjórn Súðavíkur-
hrepps hefur samþykkt sam-
hljóða reglur sem lagt er til að
gildi við úthlutun 150 þorsk-
ígildistonna byggðakvóta er
kom í hlut sveitarfélagsins á
dögunum. Í reglunum segir að
úthlutað skuli til aflamarks-
skipa og krókaaflamarksbáta.
Þeim sé skylt að leggja til afla-
heimildir í bolfiski til jafns
við úthlutaðan byggðakvóta.
Til þess að eiga rétt á
byggðakvóta skulu bátar og
skip hafa verið skráð og hafa
átt heimahöfn í Súðavík þann
1. september 2004. Einnig
skulu útgerðirnar hafa átt lög-
heimili í Súðavíkurhreppi á
sama tíma. Þá er einnig gert
að skilyrði að afla sem nemi
úthlutuðum byggðakvóta sé
landað í Súðavík og hámarks-
úthlutun sé 80 tonn. Þá segir
einnig að byggðakvótinn og
mótframlag útgerðar skuli
unnið í Súðavík og verða um-
sækjendur að gera grein fyrir
því í umsókn hvernig staðið
verður að vinnslunni.
Þá er einnig í reglum Súða-
víkurhrepps sagt að tekið skuli
tillit til úthlutaðra aflaheimilda
og bóta vegna rækju fyrir fisk-
veiðiárið 2004/2005. Fylgi út-
gerð ekki þeim skilyrðum sem
sett eru varðandi vinnslu afla í
Súðavík fyrirgerir hún rétti
sínum til hugsanlegrar úthlut-
unar á næsta ári, að óbreyttum
reglum.
– hj@bb.is
Í september 2004 komu á
land 2.352 tonn af sjávarfangi
á Vestfjörðum að verðmæti
tæpar 219 milljónir króna. Í
sama mánuði árið áður var
landað 3.536 tonnum að verð-
mæti rúmar 319 milljónir kr.
Samdráttur í afla á milli ára
er því þriðjungur og í verð-
mætum um 31.5%. Fyrstu níu
mánuði síðasta árs var landað
á Vestfjörðum 34.223 tonnum
að verðmæti 3.193 milljónir
króna. Árið áður var landað á
sama tíma 42.400 tonnum að
verðmæti 3.599 krónur. Sam-
dráttur í magni er því um
fimmtungur en í verðmætum
rúm 11 %.
Þriðjungs
samdráttur
02.PM5 6.4.2017, 09:2216