Bæjarins besta


Bæjarins besta - 12.01.2005, Page 18

Bæjarins besta - 12.01.2005, Page 18
MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 200518 mannlífið Ábendingar um efni sendist til Thelmu Hjaltadóttur, thelma@bb.is sími 849 8699 ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ Í dag er miðvikudagurinn 12. janúar, 12. dagur ársins 2005 Þennan dag árið1830 voru Friðrik Sigurðsson og Agnes Magnúsdóttir, tekin af lífi í Vatnsdalshólum fyrir að myrða Natan Ketilsson og Pétur Jónsson. Þetta var síðasta aftaka á Íslandi. Líflátshenging var numin úr lögum 1. júlí árið 1928. Þennan dag árið 1928 lést Einar Benediktsson skáld, 75 ára að aldri. Hann var jarðsettur í þjóðargrafreitn- um á Þingvöllum 27. janúar, fyrstur allra. Einar var „einhver stórbrotnasti ljóðvíkingur vor að fornu og nýju“, sagði Jóhannes úr Kötlum. Þennan dag árið 1933 var samningur um aðild Ís- lands að Evrópska efnahagssvæðinu, EES, samþykkt- ur á Alþingi, eftir lengstu umræður í þingsögunni. Heimild: Dagar Íslands. Jónas Ragnarsson tók saman. ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ Hvað er að frétta? · Örn Elías Guðmundsson (Mugison), tónlistarmaður Á þessum degi fyrir 40 árum ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ Helgarveðrið Horfur á fimmtudag: Vaxandi suðaustanátt og fer að snjóa sunnan- og vestanlands. Minnkandi frost. Horfur á föstudag: Hvöss suðaustanátt og slydda eða rigning, einkum sunnanlands. Hiti 0-5 stig. Horfur á laugardag: Hæg vestlæg átt og stöku él, en rigning suðaustan- lands. Hiti breytist lítið. Horfur á sunnudag: Sunnanátt og rigning en slydda vestanlands. Spurning vikunnar Telur þú að breyting verði á þínum högum á nýju ári? Alls svöruðu 529. – Já, til hins betra sögðu 342 eða 65% – Já, til hins verra sögðu 57 eða 11% – Nei sögðu 130 eða 24% Netspurningin er birt vikulega á bb.is og þar geta lesendur látið skoðun sína í ljós. Niðurstöðurnar eru síðan birtar hér. ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ „Í gærkvöldi og í dag voru Rúna og ég í foreldraþjálf- un. Við vorum að læra um öll líffærin inni í konunni, úr hverju barnið er og þar fram eftir götunum. Svo vorum við að læra um það hvað getur gerst við fæðingu, hvernig á að haga sér og svoleiðis. Eftir því sem mér skilst þá á ég bara að vera auðmjúkur þjónn hennar meðan þetta stendur yfir, segja helst ekki neitt og vera bara hlýðinn. Þá er systir mín væntan- leg í heimsókn. Hún frestaði ferðinni vestur um einn dag til að kíkja á bróður sinn. Hún kemur hingað í súpu í kvöld og fer síðan heim í fyrramálið. Að öðru leyti er lítið í gangi. Ég er bara heima að vinna alla daga frá klukkan átta til fimm.“ Á bara að vera auðmjúkur þjónn Rúnu Strengdir þú áramótaheit? Í byrjun hvers nýs árs er fólki eðlilegt að horfa fram á veg og velta vöngum yfir því hvað framtíðin muni bera í skauti sér. Margir strengja þá heit um bót og betrun á þeim sviðum sem þeim finnst hafa farið forgörðum á liðnu ári. En hvernig heit eru þau sem flestir strengja og stendur fólk þá nokkurn tíma við þau. BB spurði nokkra Vest- firðinga um áramótaheit. Ásthildur Cesil Þórðar- dóttir, garðyrkjustjóri Ísafjarðarbæjar: Ég strengi ekki áramótaheit heldur strengi heit af og til yfir allt árið og reyni að standa við þau. Ég geri það bara þegar ég er í stuði fyrir svoleiðis. Þegar ég var ung að strengdi ég áramótaheit og voru þau þá í þeim dúr að verða betri mann- eskja. Seinna komst ég að því að það tekur allt árið að betr- umbæta sig, og jafnvel alla ævi og læt ég nú hverjum degi nægja sína þjáningu. Birna Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar: Áramótaheitið mitt er að koma mér í form og halda mig frá freistingum sem blasa við á hverju strái. Ég strengi ára- mótaheit á hverju ári og yfir- leitt er það sama heitið og í ár en ég hef nær alltaf svikið það. Ég ætla þó að standa við það í þetta sinn. Einnig set ég mér það markmið að vera góð við börnin mín og betri manneskja á þessu ári en því síðasta. Það er undirliggjandi tónninn í ára- mótaheitum. Benedikt Sigurðsson, fyrrverandi sundþjálfari: Ég ætla ekki að strengja áramótaheit núna því ef ég geri það er ég hræddur um að ég nái ekki markmiði mínu. Ég ætla að ná af mér 10 kílóum og held að mér takist áætlunar- verkið ef það er ekki áramóta- heit. Ég hef strengt heit á hverju nýju ári um að verða betri maður og hef staðið við það, en heilsuátökin fara gjarn- an í súginn. Margrét Magnúsdóttir, fegurðardrottning Vestfjarða 2004: Ég hef aldrei strengt ára- mótaheit en ef ég myndi gera það væri það helst að vera dugleg í skólanum og öllu því sem ég er að gera. Ég hef ekki mikla trú á áramótaheitum en tel að fólk strengi þau til þess að láta sér líða betur. Jón Fanndal Þórðarson, verslunarmaður og for- maður eldri borgara: Ég strengdi ekki áramóta- heit í ár og hef aldrei gert það. Ég tek bara því sem að höndum ber hverju sinni. Ég myndi ekki þora að lofa einhverju sem ég gæti svo ekki staðið við. Ég hef oft velt því fyrir mér af hverju fólk strengir ára- mótaheit og sumir eru stað- fastir og standa við sitt en aðrir ekki. En það er ekki fyrir mig. Elfar Logi Hannesson, leikari og kaffihúsavert: Ég strengdi þess heit núna að vera meira með mínum nánustu. Ég hef meðal annars ekki verið nógu duglegur að heimsækja ömmu mína á Þingeyri og ætla að bæta úr því. Ég strengi oftast áramóta- heit og hef tvisvar heitið þess að hætta að reykja en ákvað að gera það ekki í ár þar sem mikið er að gera hjá mér. Svo ætla ég líka að njóta lífsins enda er ég bjartsýnn og tel að árið verði skemmtilegt og við- burðarríkt hjá Vestfirðingum. Ásthildur Þórðardóttir. Birna Lárusdóttir Benedikt Sigurðsson. Elvar Logi Hannesson. Margrét Magnúsdóttir.Jón Fanndal Þórðarson. Fulltrúar sjómanna og útvegsmanna náðu samkomulagi við formann yfirnefndar um fiskverð á árinu 1965 og var ákveðið að verðið skyldi hækka um 5 ½ %, frá því sem það var sl. ár. Hins vegar greiddu fulltrúar fiskkaupenda atkvæði gegn þessu samkomulagi. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að beita sér fyrir því, að rík- issjóður greiði 25 aura á hvert kíló af línu- og handfærafiski á árinu 1965. Stuðlar það að því að auka þessar veiðar og bæta þar með fiskvinnsluna því að línu- og handfæra- fiskurinn er langbesta varan. Má því segja að hér sé um nokkurs konar verðlaun að ræða til þeirra sem koma með besta fiskinn að landi. Fiskverðið og sjómannadeilan Svipmyndin Árni Steinn Sveinsson vinn- ur hjá Flytjanda á Ísafirði. Ljósmyndari BB rakst á Árna Stein þar sem hann var að koma með birgðir á lyftara til ÁTVR á Ísafirði á dögunum. „Ég vinn við að keyra þetta tæki daginn út og inn en það er leiðinlegt í svona miklum snjó. Í svona blautum snjó getur maður fest sig þó auð- vitað eigi það ekki að gerast, það er bara klaufaskapur. En hefur þó komið fyrir“, segir Árni Steinn. Áfylling á ÁTVR 02.PM5 6.4.2017, 09:2218

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.