Bæjarins besta - 12.01.2005, Qupperneq 19
MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2005 19
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
Borgin mín · Anna Sigríður Ólafsdóttir, nemi og verkefnastjóri á Ísafirði Vestfirskar þjóðsögur · Gísli Hjartarson
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
Eitt sinn sem oftar var séra Baldur Vilhelmsson, fyrrum pró-
fastur í Vatnsfirði í Djúpi, fenginn til messugerðar í bænhúsinu
í Furufirði á Hornströndum ásamt fleiri prestum. Það kom í
hlut prófastsins að prédika og var prédikun hans stutt og
gagnorð eins og hann er kunnur fyrir. Síðan snaraði klerkur
sér úr stólnum og gekk rakleiðis út.
Árni Guðmundsson, ættaður úr Furufirði og kenndur við Ós
í Bolungarvík, fór út litlu seinna til þess að svipast um eftir séra
Baldri. Klerkur stóð þá undir vegg, púandi stóran vindil. Árni
spurði hvers vegna presturinn gengi út í miðri guðsþjónustu til
að reykja. Ekki stóð á svari hjá séra Baldri:
Maður verður nú að þjóna djöflinum líka, góði.
Djöflinum þjónað
Ég hef komið til ótal borga
um allan heim og erfitt er
að velja uppáhald en San
Francisco heillaði mig upp
úr skónum. Hún er evrópsk-
asta borgin í Ameríku.
Borgin er ofboðslega
falleg og ekki er langt að
sækja guðdómlega náttúru,
einungis þarf að fara yfir
Golden Gate brúnna og þá
San Franscisco
er maður kominn í ævin-
týraheim. Í borginni ríkir
skemmtileg stemmning því
svo margt mætist í henni,
bæði straumar og stefnur
og mismunandi fólk.
Sportið í beinni
SkjárEinn:
Laugardagur 15. janúar:
Kl. 12:30 – Enski boltinn:
Liverpool – Man. Utd.
Kl. 15:00 – Enski boltinn:
Tottenham – Chelsea.
Kl. 17:15 – Enski boltinn:
Bolton – Arsenal.
Sunnudagur 16. janúar:
Kl. 14:00 – Enski boltinn:
Middlesbrough – Everton.
Kl. 16:05 – Enski boltinn:
Fulham – WBA
Canal+ Norge:
Laugardagur 15. janúar:
Kl. 12:30– Enski boltinn:
Liverpool – Man. Utd.
Kl. 15:00 – Enski boltinn:
Tottenham – Chelsea.
Kl. 19:30 – Ítalski boltinn:
Reggina – Inter Milan.
Sunnudagur 16. janúar:
Kl. 16:05 – Enski boltinn:
Fulham – WBA
Kl. 19:30 – Ítalski boltinn:
Cagliari – Juventus.
Canal+ Sport:
Laugardagur 15. janúar:
Kl. 15:00 – Enski boltinn:
Newcastle – Southampton
Kl. 17.15 – Enski boltinn:
Bolton – Arsenal.
Sunnudagur 16. janúar:
Kl. 14:00 – Enski boltinn:
Middlesbrough – Everton.
Canal+ Sverige:
Sunnudagur 16. janúar:
Kl. 14:00 – Ítalski boltinn:
AC Milan – Udinese.
Kanal 5 Danmark:
Laugardagur 15. janúar:
Kl. 12:30 – Enski boltinn:
Liverpool – Man. Utd.
Kl. 19:00 – Spænski boltinn:
Getafe – Atlético Madrid
Sunnudagur 16. janúar:
Kl. 18:00 – Spænski boltinn:
Barcelona – R. Sociedad.
Kl. 20:00 – Spænski boltinn:
Real Madrid – Zaragoza.
Brennslan mín · Nein Shiran Þórisson, viðskipta- og markaðsráðgjafi Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða
Kraftmikið og kemur blóðinu af stað
1. Smells like teen
spirit – Nirvana.
Þetta lag var á einum af
fyrstu geisladiskunum sem
ég átti. Kraftmikið lag sem
kemur blóðinu alltaf af stað.
2. Creep – Radiohead.
Fyrsta lagið sem ég heyrði
með þessari frábæru hljóm-
sveit. Lagið og hljómsveitin
alltaf í uppáhaldi.
3. One – U2.
Eitt af þeim lögum sem
lætur manni líða vel og þar
að auki er lagið frá uppáhalds
hljómsveitinni.
4. Losing my religion
– R.E.M.
Grípandi lag sem er eitt af
bestu lögum hljómsveitar-
innar. Lag sem verður aldrei
þreytt og alltaf gaman að
hlusta á..
5. Take five – Dave Brubeck.
Var að kynnast jazztónlist
þegar ég heyrði þetta lag.
Lagið er allþekktur jazzslag-
ari sem hefur verið færður í
allskyns útgáfur.
6. Clocks – Coldplay.
Eftir að hafa séð hljómsveit-
ina á tónleikum eru mörg lög
þeirra í uppáhaldi hjá mér, en
þetta grípandi lag er þó sérstak-
lega í uppáhaldi.
7. Under the bridge –
Red hot chili peppers.
Frábært lag sem minnir mig
á gagnfræðaskólann og allt sem
honum fylgdi.
8. Polyesterday – Gus Gus.
Eitursvalt og grúví raftón-
listarlag frá fjöllistahópnum
Gus Gus. Vildi að þetta væri
mitt „Theme song“.
9. Get Up (I Feel Like
Being A) Sex Machine –
James brown .
Sígilt stuðlag frá funk goð-
inu James brown, við áheyrn
langar manni oftast til að dansa
og dilla sér.
10. Murmur – Mugison:
Nýja plata Mugison kom
mér svakalega á óvart og þetta
lag festist í manni frá fyrstu
áheyrn og er eitt af bestu
lögum sem ég hef heyrt í
langan tíma.
Starfið mitt · Þorlákur Ragnarsson, vaktstjóri hjá Flugfélagi Íslands á Ísafirði
„Ég er vaktstjóri hjá Flug-
félagi Íslands á Ísafirði. Þar
hef ég unnið alveg frá því að
innanlandsflug var gefið frjálst
eða í rúm 7 ár. Í mínu daglega
starfi sinni ég símsvörun, af-
greiðslu véla sem í felst hleð-
sla, afhleðsla, innritun, upp-
gjör, útkeyrsla á pökkum og
svo sérverkefni frá Flugfélag-
inu sem eru unnin á Ísafirði.
Það skemmtilegasta við
starfið er fjölbreytnin og svo
starfsfélagarnir, þar er jafnt
skipt 50% Bolvíkingar á móti
50% Ísfirðingum. Ástæðan
fyrir því að ég fór að vinna
hjá FÍ á Ísafirði var einfald-
lega sú að ég var að vinna í
Bakka í Bolungavík en bjó á
Ísafirði og vildi fá vinnu nær
heimilinu. Einnig fannst mér
kominn tími til að breyta til
þannig að ég hringdi inn á flug-
völl og spurðist fyrir um vinnu.
Á endanum réð Arnór Jóna-
tansson umdæmisstjóri mig en
hann hefur mikið dálæti á Bol-
víkingum og vill helst ekki án
þeirra vera.
Eftir að hafa verið farþegi í
nokkrum flugvélum og skoðað
aðrar þá er Fokkerinn sennilega
uppáhalds vélin mín. Hún er
a.m.k. búin að sanna sig frá
því að hún var tekin í notkun í
innanlandsflugi 1965.
Fólki finnst Flugfélagið
oft ekki veita nógu góða þjón-
ustu þegar það hefur verið
ófært í 1-2 daga, að geta ekki
sent eina til þrjár flugvélar á
sama tíma. Þá vil ég minna á
að við erum að fljúga til ann-
arra staða en bara til Ísafjarðar
með svo og svo margar flug-
áhafnir. Hér er ein myndlík-
ing sem dæmi: Það eru fullt
af kirkjum í Ísafjarðarprófast-
dæmi en ekki nógu margir
prestar til þess að sinna messu
í hverri einustu kirkju kl.14,“
segir Þorlákur Ragnarsson,
vaktstjóri hjá Flugfélagi Ís-
lands á Ísafirði.
Fokkerinn uppáhalds flugvélin
Sölubörn óskast til
afleysinga í hin ýmsu
hverfi á Ísafirði.
Nánari upplýsingar
gefur Sigurjón í síma
456 4560.
Sölubörn!
02.PM5 6.4.2017, 09:2219