Bæjarins besta - 12.01.2005, Síða 20
Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 250 m/vsk
www.bb.is – daglegar fréttir á netinu
Sigurður G. Þorsteinsson íþrótta-
maður Ísafjarðarbæjar árið 2004
Hinn 16 ára gamli körfu-
knattleiksmaður, Sigurður G.
Þorsteinsson, hlaut nafnbótina
Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar
árið 2004. Útnefningin fór
fram í hófi sem bæjarstjórn
Ísafjarðarbæjar, Héraðssam-
band Vestfirðinga og Afreks-
mannasjóður efndu til og hald-
ið var á efstu hæð Stjórnsýslu-
hússins á Ísafirði á sunnudag.
Sigurður var tilnefndur í fyr-
sta sinn en hann leikur bæði
með drengja- og meistaraflokk
Körfuknattleiksfélags Ísa-
fjarðar og varð Norðurlanda-
meistari með U-16 landsliði
Íslands í sumar. Hann var einn-
ig í byrjunarliði U-16 landsliðs
Íslands sem vann B-riðil Evr-
ópukeppninnar í körfuknatt-
leik, sem er besti árangur sem
unglingalandslið í körfubolta
hefur náð á Íslandi.
Ellefu íþróttamenn voru til-
nefndir og hlutu þeir allir
viðurkenningu. Einnig heiðr-
aði HSV ýmsa íþróttamenn
Ísafjarðarbæjar fyrir afrek
þeirra á liðnu ári. Að sögn
Björns Helgasonar íþrótta- og
æskulýðsfulltrúa Ísafjarðar-
bæjar sóttu 115 manns hófið.
– thelma@bb.is Sigurður G. Þorsteinsson var útnefndur íþróttmaður Ísafjarðarbæjar 2004.
Siggi Björns
festur á filmu
Lýður Árnason, læknir
og kvikmyndagerðarmaður
vinnur nú að gerð heimild-
armyndar um líf farand-
söngvarann Sigga Björns
frá Flateyri. Vann Lýður að
gerð myndarinnar síðastlið-
ið sumar og fóru tökur fram
erlendis m.a. á Borgundar-
hólmi. Þetta kemur fram í
ítarlegu viðtali við Sigga
Björns í ársriti Önfirðinga-
félagsins í Reykjavík sem
kom út fyrir skömmu.
Í viðtalinu er farið yfir
æviferil Sigga og þar er
hann nefndur víðförlasti
Önfirðingur allra tíma.
Hann er um þessar mundir
að flytja frá Berlín til Dres-
den í Þýskalandi.– hj@bb.is
Guggan verður hvít en
ekki gul. Mynd: Grétar
Þór Sæþórsson.
Ný Gugga
komin á flot
Ný Gugga er væntanleg
til Ísafjarðar innan tíðar.
Báturinn er af Cleopötru-
gerð og „aðeins stærri og
hraðskreiðari“ en sú gamla,
eins og Ásgeir Guðbjarts-
son, annar eigenda bátsins
komst að orði þegar rætt
var við hann í október.
„Hún er kominn á flot
núna. Sonur hans Guðbjart-
ur siglir skipinu vestur og
verður skipstjóri á því í
framtíðinni. Aðspurður
segir Ásgeir að Guggan fari
mjög fljótlega til veiða
– halfdan@bb.is
Fjögur skip við Ísafjarðardjúp
Fá úthlutað aflaheim-
ildum í Barentshafi
Júlíus Geirmundsson ÍS-
270 fær mestan afla þeirra
fjögurra skipa frá Vestfjörð-
um sem fá úthlutað aflaheim-
ildum í Barentshafi. Fiski-
stofa hefur tilkynnt um afla-
heimildir íslenskra skipa á
þessum slóðum á þessu ári.
Júlíus Geirmundsson fékk
úthlutað 64 tonnum í norskri
lögsögu og 40 tonnum í rúss-
neskri lögsögu. Páll Pálsson
ÍS-102 fékk úthlutað tæpum
38 tonnum í rússneskri lög-
sögu og 60,7 tonnum í norskri
lögsögu. Þá fékk Stefnir ÍS-
28 úthlutað 7,7 tonnum í nor-
skri lögsögu og 4,8 tonnum í
rússneskri lögsögu. Einnig
fékk Andey ÍS-440 fékk út-
hlutað 17,3 tonnum í rússnesk-
ri lögsögu og 27,6 tonnum í
norskri lögsögu. Allar þessar
aflaheimildir eru í þorski. Júlíus Geirmundsson ÍS-270.
Ákveðið hefur verið að kaupa upp húsin við Árvelli í Hnífsdal
Óvíst hvað gert verður að Hrauni
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í
Ísafjarðarbæ, segir óljóst í hvaða varn-
araðgerðir verður ráðist með bæinn
Hraun í Hnífsdal. Þar komi annað
hvort til greina að verja bæinn með
varnarfleyg eða kaupa hann upp. Ekki
hefur verið ákveðið hvort verður gert.
„Aftur á móti hefur verið ákveðið
að kaupa upp húsin við Árvelli. Þegar
hættuástandi var aflýst og hiti aftur
kominn á húsin var ekkert því til fyrir-
stöðu að þeir íbúar sem það vildu
snéru þangað aftur. Þó er ljóst að þeg-
ar húsin verða keypt upp, verður ekki
búið í þeim áfram“, segir Halldór.
Aðspurður segir Halldór óvíst
hvenær húsin við Árvelli verða keypt
upp, en þau eru í eigu sveitarfélagsins.
„Það var ákveðið að láta ganga fyrir
uppkaup þeirra húsa sem eru í einka-
eigu. En ég mun ganga á eftir upp-
kaupum Ofanflóðasjóðs á þessum
húsum og hefði gert það þó ekki hefði
fallið þarna flóð“, segir Halldór.
– halfdan@bb.is Snjór fór inn í íbúðir á neðri hæð fjölbýlishússins við Árvelli.
02.PM5 6.4.2017, 09:2220