Bæjarins besta


Bæjarins besta - 28.09.2005, Page 4

Bæjarins besta - 28.09.2005, Page 4
MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 20054 Fjöldi gesta heimsótti Finnboga Hermannsson í húsakynnum Svæðisútvarps Vestfjarða á afmælisdegi hans. Þeirra á meðal var Kristinn H. Gunnarsson, alþingismaður. Djasstríó Villa Valla lék fyrir afmælisbarnið og gesti. Djasstríó Villa Valla lék fyrir Finnboga sextugan Finnbogi Hermannsson, forstöðumaður Svæðis- útvarps Vestfjarða, fagnaði 60 ára afmæli sínu í síð- ustu viku. Haldin var veisla í húsakynnum út- varpsins þar sem boðið var upp á veitingar og lék Tríó Villa Valla, með þeim Vil- bergi Vilbergssyni, Ólafi Kristjánssyni og Magnús Reyni Guðmundssyni ljúfa djasstóna fyrir afmælis- barnið og gesti. „Fjöldi fólks kíkti í heimsókn og ég fékk tugi símhringinga, skeyti, gjafir og blómahaf. Viðbrögðin við afmælinu voru alveg með ólíkindum. Um kvöldið komu mínir nánustu í heimsókn á heimili mitt í Hnífsdal. Ég er afskaplega ánægður með afmælið enda hefði það ekki geta orðið öllu ánægjulegra“, segir Finn- bogi. Aðspurður hvað taki við á hans sextugasta og fyrsta aldursári segist Finnbogi huga að því að láta fljótlega af störfum eftir tæplega 20 ára feril hjá útvarpinu. „Ég ætla að hætta á næsta ári ef ekkert breytist hjá þessari stofn- un“, sagði Finnbogi. Börn og starfsfólk á Eyrar- skjóli á Ísafirði fögnuðu 20 ára afmæli leikskólans á fimm- tudag. Foreldrum var boðið í morgunkaffi og haldin var af- mælissöngstund í sal skólans. Þar var sungið dátt og haft gaman. Öll börnin báru kórónu í tilefni dagsins. Skólinn hefur fengið margar góðar afmælis- gjafir og meðal þeirra voru Hollow-kubbar frá Ísafjarðar- bæ. Halldór Halldórsson bæj- arstjóri afhenti tveimur afmæl- isbörnum dagsins, þeim Svövu Rún Steingrímsdóttur og Steinari Antoni Björgmunds- syni, gjafabréf fyrir kubbun- um. Einnig gaf foreldrafélag Eyrarskjóls skólanum skóla- peysur og flaggstöng sem not- uð verður framvegis til að flagga fyrir afmælisbörnum leikskólans. Að afmælisstund- inni lokinni var gestum boðið upp á afmæliskaffi. Eyrarskjól var formlega vígt 9. september 1985 og var tekið á móti fyrstu börnunum 17. þess mánaðar. Húsið var reist árið 1979. Leikskólinn Eyrarskjól hef- ur fylgt Hjallastefnunni und- anfarin tvö ár og rúmar 74 börn. – thelma@bb.is Veglegar gjafir í tvítugsaf- mæli leikskólans Eyrarskjóls Tvö leikskólabörn sem eiga afmæli í dag, Svava Rún Steingrímsdóttir og Steinar Anton Björgmundsson, tóku við gjafabréfi frá Halldóri Halldórssyni. 39.PM5 6.4.2017, 09:494

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.