Bæjarins besta


Bæjarins besta - 28.09.2005, Page 7

Bæjarins besta - 28.09.2005, Page 7
MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2005 7 Í undirbúningi er að halda íraska daga á Ísafirði í vetur, bæjarhátíð þar sem áhersla verður lögð á íraska matar- gerð og menningu. Aðspurð- ur um málið segir Rúnar Óli Karlsson, áhugamaður um ír- aska menningu og einn þeirra sem vinnur að undirbúningi hátíðarinnar, að meðal þess sem ætlunin er að bjóða upp á megi nefna íraskan mat, diskótek og upplestur úr ír- öskum bókum. „Írak hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu og hefur verið einblínt á þau vandamál sem í landinu eru. Við viljum bæta úr því“, seg- ir Rúnar. Auk Rúnars skipa undirbúningshópinn þeir Eiríkur Örn Norðdahl, Stein- grímur Rúnar Guðmundsson og Hálfdán Bjarki Hálfdáns- son. – thelma@bb.is Íraskir dagar á Ísafirði í vetur? Umferðarkönnun áhugamannafélagsins Vegar á meðal vegfarenda um Óshlíðarveg Um 60% ökumanna fannst þeir öruggir en 35% óöruggir Meirihluta ökumanna sem fóru um Óshlíð þann 13. maí í fyrra fannst þeir vera öruggir á veginum, ef marka má könn- un sem áhugamannafélagið Vegur í Bolungarvík gerði. Um 34% ökumanna fannst þeir oftar en ekki öruggir, 26% fannst þeir alltaf öruggir, 6% voru hlutlausir, 13% fannst þeir sjaldan öruggir og 21% töldu að þeir væru aldrei ör- uggir á ferðum sínum um veg- inn. Könnunin var fram- kvæmd skammt frá Bolungar- vík milli kl. 07:00 og 22:00. Voru upplýsingar um ferðir alls 634 ökutækja sem leið áttu um skráðar og ökumenn þeirra beðnir að svara nokkr- um spurningum. Hvert öku- tæki var þó ekki stöðvað nema einu sinni og því alls um 384 ökutæki stöðvuð og ökumenn þeirra spurðir. Persónuvernd var gert viðvart um þessa könnun og gerði hún ekki við hana athugasemdir. Í könnuninni kom fram að 71% svarenda áttu heima í Bolungarvík en 29% annars staðar. Fjórðungur ferðalanga átti erindi tengt vinnu, en 18% voru í verslunarhugleiðingum. 8% voru á leið í eða úr skóla og 3% voru á ferð vegna íþróttaæfinga- eða keppna. Þá sagðist tíund eiga erindi vegna fjölskyldumála. Yfirgnæfandi meirihluti eða 87% allra öku- tækja voru fólksbílar, 9% voru flutningabílar, 2% fólksflutn- ingabílar og 1% vinnuvélar. Nærri sjö af hverjum tíu öku- mönnum voru karlmenn. Rétt tæplega helmingur svarenda sagðist fara um hlíð- ina 5 sinnum í viku eða oftar. Rúmlega fjórðungur átti erindi 3-5 sinnum í vikur, 16% 1-2 ferðir í viku og 11% sjaldnar. Þegar ökumenn voru spurðir út í afstöðu sína til aukningar hámarkshraða í gegnum Hnífsdal og um Krók á Ísafirði sögðust um 60% vera mjög eða frekar hlynnt þeim hug- myndum. Um 12% voru hlut- laus en fjórðungur var mjög eða frekar mikið á móti. Sæta- nýting ökutækja sem fóru um Óshlíð þennan dag var ekki til fyrirmyndar. Um 60% öku- manna höfðu engan farþega, en 30% höfðu einn farþega í bílnum. – halfdan@bb.is Útsýnið er ekki lélegt af hjallanum. Myndirnar tók Rúnar Óli Karlsson sem kom að sprengingunum. Sprengingum í Gleiðarhjalla lauk degi á undan áætlun Sprengingum í Gleiðarhjalla ofan byggðarinnar á Ísafirði lauk á miðvikudag í síðustu viku þegar sprengt var fyrir ofan Hjallaveg. Aðspurður segir Helgi Mar Friðriksson sprengjustjóri að verkið hafi gengið mjög vel. „Við kláruðum degi á undan áætlun og það varð ekkert tjón. Við boruðum auka- holur til að splundra steinunum betur. Til þess notuðum við rafstöðvar og bora. Flest voru þetta nokkuð stór björg, allt upp í 22 tonn, sem við vorum að mylja í smærri einingar. Ég gerði þetta ekki einn heldur fékk ég hjálp frá fullt af góðu fólki og ég vil koma á framfæri kæru þakklæti til þeirra sem unnu að verkinu með mér“, sagði Helgi. „Nú er búið að taka þessi stóru björg niður sem í sumum giljum stífluðu eðlilegt framrennsli vatns. Þegar þrýstingur fyrir aftan grjótið er orðinn nógu mikill getur skriða farið af stað.“ – halfdan@bb.is Helgi Mar sprengjustjóri við einn steininn sem sprengdur var. Aðstæður í Ós- hyrnu kannaðar Eins og íbúar á norðan- verðum Vestfjörðum hafa tekið áþreifanlega eftir þá hefur grjóthrun úr Óshlíð verið óvenju mikið upp á síðkastið. Nú hefur Jón Rögnvaldsson vegamála- stjóri gefið út um það að farið verði farið upp í Ós- hyrnu á næstunni til að kanna hvort aðstæður til grjóthruns séu að einhverju leyti óeðli- legar. Gísli Eiríksson umdæm- isstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði segir að enn sé ekki ljóst hvernig skoðun þessi verði framkvæmt, eða hve- nær, en líklega þurfi að ráða jarðfræðing til starfans. „En svo geta tíð grjóthrun líka verið tilviljun,“ segir Gísli. „Stundum er mikið um grjóthrun, og stundum lítið. Við sjáum samt ástæðu til að kanna þetta nánar.“ Árekstur tveggja bíla varð á Suðurgötu á Ísafirði á föstu- dagsmorgun, til móts við Vestrahúsið. Eitthvað tjón varð á ökutækjum en ekkert á fólki. Svo virðist sem skyndileg vetrarfærð hafi komið Ísfirðingum í opna skjöldu. Flestir voru enn með sumardekk undir bílum sínum og áttu margir í erfiðleikum vegna hálku. – halfdan@bb.is Vetrarfærðin kom öku- mönnum í opna skjöldu 39.PM5 6.4.2017, 09:497

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.