Bæjarins besta - 28.09.2005, Qupperneq 9
MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2005 9
Tveir bílar fóru útaf í hálku
Ökumenn tveggja bíla
misstu stjórn á ökutækjum
sínum í umdæmi lögreglunn-
ar á Ísafirði á fimmtudag.
Báðir bílarnir voru vanbúnir
fyrir veturinn. Mildi þykir
að för bíls sem fór útaf Hnífs-
dalsvegi hafi ekki endað í
grýttri fjöru. Enginn slasaðist
í umferðaróhöppunum.
Í fyrra tilfellinu var um að
ræða ökumann sem missti
stjórn á bíl sínum í ís og krapa
á Hnífsdalsvegi við Péturs-
borg. Rann bíllinn stjórnlaust
áfram og endaði hann á hlið
ofan í grunnum skurði ofan
við veginn. Mildi þykir að ekki
fór verr en hinum megin vegar-
ins er grýtt fjara. Ökumaður
var einn í bílnum. Hann sakaði
ekki en bíllinn er talinn nokkuð
skemmdur.
Þá missti ökumaður stjórn
á bíl sínum við bæinn Botn í
Súgandafirði. Bíllinn valt
ekki. Tveir voru í bílnum,
auk ökumanns, og voru þau
farin af vettvangi þegar lög-
reglu bar að. Höfðu þau
fengið far með bíl sem átti
leið um veginn.
– halfdan@bb.is
Rúmlega helmingur fyrir-
tækja í Ísafjarðarbæ skilaði
hagnaði á síðasta ári sam-
kvæmt nýútgefinni atvinnu-
lífskönnun sem atvinnurek-
endur í sveitarfélaginu svör-
uðu. Þá voru 18% fyrirtækja
rekin með tapi og afkoma 31%
þeirra var á núlli. 53% svar-
enda sögðu að velta rekstursins
hefði aukist síðustu tvö ár,
20% að hún hefði minnkað og
27% að veltan hefði haldist
óbreytt.
Miðað við sambærilega
könnun sem gerð var 2003 var
mun hærra hlutfall fyrirtækja
að skila viðunandi eða góðri
rekstrarniðurstöðu á síðasta
ári. 31% svarenda sögðu að
horfur væru á að afkoma fyrir-
tækisins yrði betri á þessu ári
en því síðasta. 16% bjuggust
við að afkoman yrði lakari og
53% að hún yrði svipuð. At-
vinnulífskönnunin var unnin
af Netheimum ehf. í samstarfi
við atvinnumálafulltrúa Ísa-
fjarðarbæjar og Atvinnuþró-
unarfélag Vestfjarða.
Markmiðið með könnuninni
var að safna saman í gagna-
grunn upplýsingum um stöðu
atvinnumála til að geta tekið
með ákveðnari hætti á málum
sem betur mættu fara. Sams-
konar könnun var gerð í fyrra
en í framtíðinni er stefnt að
því að gera slíkar kannanir á
öðru hverju ári til að fylgjast
með breytingum á atvinnu-
mynstri. – thelma@bb.is
Atvinnulífskönnun meðal fyrirtækja í Ísafjarðarbæ
Ríflega helmingur skil-
aði hagnaði á síðasta ári
MYNDMENNTAKENNARI
Vegna forfalla er 70-75% staða mynd-
menntakennara laus til umsóknar.
Umsóknir skal senda sem allra fyrst
til skólastjóra sem veitir frekari upp-
lýsingar.
Skólastjóri.
Ingibjörg Ingadóttir, enskukennari við MÍ er farin í tveggja vikna veikindafrí
„Afleiðing af einelti sem ég hef orð-
ið fyrir af hendi skólameistara“
Ingibjörg Ingadóttir,
enskukennari við Mennta-
skólann á Ísafirði, er farin í
tveggja vikna veikindafrí frá
kennslu. Aðspurð um málið
segist Ingibjörg vera lögð í
einelti á vinnustað og að
henni sé ekki vært í vinnunni
lengur. „Ég hef verið í með-
höndlun hjá lækni að undan-
förnu og hef fengið vottorð
hjá honum upp á veikindi
sem eru afleiðing af einelti
sem ég hef orðið fyrir af
hendi skólameistara undan-
farna mánuði. Þá var ég á
heilsuhæli í Hveragerði í
ágúst vegna þessa eineltis og
afleiðinga þess. Ég verð í
veikindaleyfi í tvær vikur til
að byrja með“, segir Ingi-
björg. Ólína Þorvarðardóttir,
skólameistari Menntaskólans
á Ísafirði, kannast ekki við
að Ingibjörg Ingadóttir
enskukennari hafi tilkynnt
veikindi og fengið leyfi frá
störfum næstu tvær vikur.
„Ingibjörg hefur ekki gert
mér grein fyrir veikindum og
hefur ekki beðið um leyfi frá
störfum. Þar af leiðandi hafa
engar ráðstafanir verið gerð-
ar vegna hennar nemenda
næstu tvær vikurnar. Það er
afar óvenjuleg aðferð að
tilkynna um veikindi í gegn-
um fjölmiðla og þetta kemur
mér mjög á óvart“, segir
Ólína. – halfdan@bb.is
Ingibjörg Ingadóttir.
Ólína Þorvarðardóttir.
Hæstiréttur staðfesti í síð-
ustu viku dóm yfir manni á
þrítugsaldri sem sakfelldur var
á sínum tíma í Héraðsdómi
Vestfjarða fyrir líkamsárás
gegn stúlku með því að hafa
veist að henni aftursæti bif-
reiðar og „hrist hana og slegið
ítrekað í öxl hennar þegar bif-
reiðin var á ferð sem leið lá út
Hafnarstrætið og upp Poll-
götu, hótað henni og fjöl-
skyldu hennar lífláti og fylgt
því eftir með ógnandi tilburð-
um og loks hrint A út úr bif-
reiðinni sem þá var á um það
bil 10 km ferð við hringtorgið
að gatnamótum Pollgötu og
Hafnarstrætis á Ísafirði, með
þeim afleiðingum að hún togn-
aði í baki, marðist lítillega á
framhandlegg og bólgnaði yfir
vinstra kinnbeini“, eins og
sagði í ákæru mannsins.
Ríkissaksóknari skaut mál-
inu til Hæstaréttar 1. febrúar
2005 í samræmi við yfirlýs-
ingu ákærða um áfrýjun, en
jafnframt af hálfu ákæruvalds-
ins sem krafðist þyngingar á
refsingu. Ákærði krafðist
sýknu. Var manninum gert að
greiða allan sakarkostnað
málsins, bæði í héraði og fyrir
hæstarétti, alls ríflega hálfa
milljón króna. Jón Steinar
Gunnlaugsson hæstaréttadóm-
ari skilaði sératkvæði. Hann
var sammála staðfestingu
dómsins, en vildi að vararefs-
ing yrði lækkuð úr 5 daga fang-
elsisvist í 4. – halfdan@bb.is
Staðfestir dóm yfir manni sem
sakfelldur var fyrir líkamsárás
Hæstiréttur Íslands
Starfsmenn verktakafyrir-
tækisins KNH unnu að því í
síðustu viku að grafa fyrir
tveimur olíutönkum á Skeiði
í Skutulsfirði fyrir olíufélag-
ið Orkuna, en til stendur að
reisa bensínsjálfsafgreiðslu-
stöð á lóð Ljónsins á næst-
unni.
Sævar Hjörvarsson hjá
KNH verktökum segir að
verkið hafi sóst illa sökum
mikils vatns í jarðveginum
og það flæði sífellt sjór í
holuna. Er ástandið svo
slæmt að slökkviliðið hefur
verið kallað til aðstoðar við
að þurrka jarðveginn. Sævar
segist búast við því að verk-
inu verði lokið í kvöld, en
KNH verktakar sjá einungis
um að grafa olíutankana nið-
ur. Aðrir taka við frágangi
að því loknu. Ekki eru
ákveðin verklok á bensín-
stöð Orkunnar á Skeiði.
Grafa fyrir
olíutönkum
Mikið vatn er í jarðvegi á Skeiði.
Jarðgöng milli Bolung-
arvíkur og Ísafjarðar?
Á bæjarstjórnarfundi á fimm-
tudag lagði Birna Lárusdóttir
forseti bæjarstjórnar Ísafjarðar-
bæjar fram tillögu að ályktun
f.h. bæjarstjórnar þar sem skorað
var á samgönguyfirvöld að
„kanna til hlítar möguleika á
gerð jarðganga milli Bolungar-
víkur og Ísafjarðar með hliðsjón
af þeirri hættu sem steðjar að
vegfarendum á Óshlíð.“
Í tillögunni var vísað til fyrri
ályktana sveitarstjórna við Ísa-
fjarðardjúp um sama efni auk
samgönguályktunar Fjórð-
ungsþings Vestfirðinga frá því
fyrr í mánuðinum. Tekið var í
tillögunni undir áhyggjur bæj-
aryfirvalda í Bolungarvík
vegna „viðvarandi hættu af
grjóthruni á veginn um Óshlíð“,
en oft hefur mátt litlu muna að
illa færi á Óshlíð uppá síð-
kastið. Tillagan var samþykkt
einróma. Eins og fram hefur
komið óttast margir að keyra
Óshlíðina, en 35 prósentum
ökumanna finnst þeir ekki
öruggir á leið sinni um veginn,
samkvæmt könnun sem áhuga-
mannafélagið Vegur í Bol-
ungarvík gerði þann 13. maí í
fyrra. Telja má öruggt að óhöpp
sumarsins hafi ekki aukið traust
vegfarenda á hlíðinni.
– eirikur@bb.is
Mikið hefur verið um grjóthrun úr Óshlíð upp á síðkastið.
39.PM5 6.4.2017, 09:499