Bæjarins besta


Bæjarins besta - 28.09.2005, Side 13

Bæjarins besta - 28.09.2005, Side 13
MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2005 13 sem hafa þróast í greininni og Íslendingar hafa þannig visst forskot í? „Það er engin vafi á því og það hefur skapast þekking og iðnaður sem annars hefði ekki orðið til. Ég held líka að þetta hafi verið liður í því að búa til betra samkomulag og meiri sátt um sjávarútveginn. Að minnsta kosti fullyrði ég að ef við hefðum ekki búið til þessi úrræði þá hefði ríkt stórstyrj- öld um íslenskan sjávarútveg og guð má vita hvernig það hefði farið. Ég held að það hefði farið mjög illa fyrir greininni að lokum. Ég vil segja við þá sem hafa verið að gagnrýna mig og fleiri fyrir að hafa lagt of mikla áherslu á að auka aflahlutdeild smábáta, að þetta var ein forsenda þess að það skapaðist meiri friður um greinina. Menn hafa stundum verið að velta því fyrir sér hver væri sérstaða Vestfjarða í tengslum við sjávarútvegsmálin. Ég vil segja að það sem er gott fyrir sjávarútveginn á Íslandi er gott fyrir Vestfirði. Hagsmunirnir fara einfaldlega saman.” Vestfirskir ráð- herrar ekki liðin tíð – Gífurlegar breytingar hafa átt sér stað á síðustu 10 árum, að ekki sé talað um síðustu 15 eða 20. Mega menn eiga von á viðlíka umróti í vestfirskum sjávarútvegi á næstu 5 til 10 árum? „Nei, en ég held að við mun- um sjá mjög öra þróun. Þegar maður ræðir við tæknifyrir- tækin í greininni og kaupendur á alþjóðlegum markaði þá eru flestir sammála um að við eig- um eftir að sjá miklar tækni- byltingar á vinnsluhliðinni. Vélmennatækni mun leiða það af sér að vélrænni og einhæfari störfin munu hverfa en þá er það stóra verkefnið hvað ann- að komi í staðinn? Þannig held ég að sjávarútvegurinn eigi eftir að breytast mjög mikið á næstunni. Hvort það verður á 3 árum eða 5 árum skal ég ekki segja um en ég held að breytingin sé óumflýjanleg.” – Ráðherrar hafa talsvert aðra aðkomu að málum en þingmenn. Nú verður þú í inn- sta hring stjórnunar landsins, þar sem frumkvæðið er, ef svo má segja. Mun þetta hafa í för með sér aukin pólitísk áhrif fyrir Vestfirði og Norðvestur- kjördæmi? „Ég vona það svo sannar- lega og finn það sjálfur á þeim kveðjum sem ég hef verið að fá frá Vestfjörðum og úr mínu kjördæmi að skipan mín hefur vakið mjög jákvæð viðbrögð, ég var t.d. mjög þakklátur bæj- arstjórnum Ísafjarðarbæjar og Vesturbyggðar fyrir að senda mér hlýjar kveðjur í tilefni tíð- indanna – ég er ákaflega þakk- látur fyrir góðar kveðjur sem ég hef verið að fá víða að sím- leiðis, í tölvupósti og smá- skilaboðum. Menn hafa sagt við mig að þetta sé viss viður- kenning á stöðu Vestfjarða. Sú umræða hafði verið heil- mikið í gangi að nú væru tímar þeirra stjórnmálamanna liðnir sem væru skipað í fremstu röð í ríkisstjórn frá Vestfjörðum. Þessi ákvörðun um að ég verði sjávarútvegsráðherra hefur auðvitað sýnt að þetta er rangt og ég vona að þetta geti orðið liður í því að efla sjálfstraust manna og hvetja til að dáða – að þingmaður kjördæmisins hafi notið stuðnings, trúnaðar og trausts til að takast á við þetta mikilvæga embætti. Við vitum að víða í þjóðfélaginu hafa verið efasemdir um skyn- semi þess að Vestfirðingur sæti í stóli sjávarútvegsráð- herra af ýmsum ástæðum en nú hefur minn flokkur a.m.k. sýnt það í verki að hann treystir mér til þess og þær hlýju óskir sem ég hef verið að fá frá fólki í öðrum stjórnmálaflokkum benda til þess að menn hafi fulla trú á því að Vestfirðingur geti gegnt þessu starfi.” – Þurfa Vestfirðingar að sanna sig, jafnt í pólitískum skilningi og eins að það sé þess virði að fjárfesta í framtíð svæðisins? „Ég held að þetta sé ein sönnun þess að menn hafi mikla trú á því sem við erum að gera á Vestfjörðum og von- andi einhver viðurkenning á þeim málstað sem við höfum verið að berjast fyrir – að reyna að nota sjávarútveginn til að treysta sjávarbyggðirnar í landinu.” Stóra verkefnið að tengja saman byggðir – Fyrir skemmstu urðu mikil tíðindi í samgöngumálum og það er sérstaklega merkilegt að menn horfa fram á að Djúpvegi verði lokið árið 2008 og á sama ári verði lokið nýj- um vegi um Arnkötludal og Gautsdal. Hvað sérðu fyrir þér framundan, hvað verða næstu baráttumál? „Núna er það að gerast að við erum að kasta aftur fyrir okkur og ljúka málum sem hefur verið glímt við ansi lengi. Þannig verður ástatt 2008 að við verðum búin að tengja norðanverða Vestfirði og Strandasýslu við aðal þjóðvegakerfi landsins. Þetta eru auðvitað ótrúlegar fréttir og einstaklega ánægjulegar, m.a. fyrir mig persónulega því ég hef haft Arnkötludal og Gautsdal sem eitt af mínum stóru áhersluefnum í stjórn- málum. Þetta eru mikil gleði- tíðindi og ekki síður hitt að með því að setja svona mikla peninga jafnframt í vegagerð í gömlu Gufudalssveitinni í Austur-Barðastrandarsýslu þá verður staðan sú þar að frá og með síðari hluta næsta árs verðum við með nægjanlegt fjármagn til að halda uppi full- um dampi við vegagerð á þessu svæði. Þegar núverandi vegaáætlun lýkur árið 2008 verða búin risaskref í vega- málum á þessu svæði og staða Vestur-Barðastrandarsýslu í samgöngulegu tilliti verður orðin gjörbreytt. Þetta þýðir hins vegar ekki að öllum okkar verkefnum verði lokið. Ég vil nefna tvennt. Stóra málið er að ljúka vegtengingu milli norðan- verðra og sunnanverðra Vest- fjarða með jarðgöngum, hitt er að ljúka uppbyggingu veg- anna frá Súðavík um Ísafjörð til Bolungarvíkur svo sú leið verði líkust því að um innan- bæjarleið sé að ræða. Þannig verði þessi kjarni, þ.e. Ísafjarð- arbær, Súðavík og Bolungar- vík fullkomlega eitt atvinnu- og þjónustusvæði svo menn geti farið til vinnu á milli þess- ara staða áfalla og vandræða- laust. Þetta held ég að yrði til þess að styrkja fyrir alvöru í sessi svæðið á norðanverðum Vestfjörðum.” – Er um álíka mikilvægt verkefni að ræða og Vest- fjarðagöngin voru á sínum tíma? Íbúafjöldinn í Bolungar- vík og Súðavík er áþekkur og í Ísafjarðarbæ vestan heiða. „Þetta er alveg örugglega hárrétt og við munum vel hvað gerðist þegar jarðgöngin komu. Auðvitað er ekki að öllu leyti líku saman að jafna, vegasamgöngurnar milli Ísa- fjarðar, Bolungarvíkur og Súðavíkur eru náttúrlega margfalt betri en voru þegar menn þurftu að fara yfir Breiðadals- og Botnsheiðar og fyrir Dýrafjörð. Engu að síður er það þannig að sú uppbygg- ing sem við höfum þrátt fyrir allt unnið á þessum vegum er ekki fullnægjandi. Þar að auki virðist sem aðstæður séu að versna á Óshlíðinni og þá verða menn að bregðast við því. Þetta er óhefðbundin vegagerð í þeim skilningi að fyrst og fremst er verið að bregðast við öryggissjónar- miðum þó vegurinn sjálfur sé góður.” – Má líkja þessu við tvö- földun Reykjanesbrautar, þar sem það var ekki umferðar- magnið sem krafðist tvöföld- unar heldur öryggið? „Ég held að á margan hátt sé þetta dæmi um það og undir stjórn núverandi samgöngu- ráðherra Sturlu Böðvarssonar hefur sem betur fer verið lögð mikil áhersla á umferðarör- yggismálin og þetta er mjög í þeim anda.” Höfuðborgin ekki án skyldna – Fyrir utan óregluleg fram- lög til vegamála eins og nú við sölu Símans og átak í vega- málum á Vestfjörðum sem kynnt var vorið 2003 þá fer ekki mikið fé til uppbyggingar vegakerfisins miðað við önnur útgjöld. Í grófum dráttum fara 15 milljarðar til málaflokksins samgöngumála en til beinnar uppbyggingar á vegum á land- inu öllu fara um 6 milljarðar, er þetta nóg til að hægt sé að mæta frum uppbyggingunni eins og hér á Vestfjörðum á sama tíma og endurnýja þarf veigamikil samgöngumann- virki syðra vegna aukinnar umferðar? Er þetta ekki allt of lítið? „Ég held að það sé mikið til í því að við þyrftum ennþá meiri peninga í vegagerð. Mér hefur aftur á móti verið bent á að sem hlutfall af landsfram- leiðslu séum við að leggja meira til samgöngumála en aðrar þjóðir. Það helgast auð- vitað af því að við búum í strjálbýlu landi og það er dýrt að leggja vegi t.d. um fjöll og undir fjöll. Hins vegar sjáum við þar sem farið er út í vega- gerð, eins og t.d. í tilviki jarð- ganganna á norðanverðum Vestfjörðum, þá er eins og leysist úr læðingi heilmikill kraftur sem enginn getur almennilega skýrt. Það verður eitthvað til sem ekki var áður. Það sem hefur breyst mest í byggðamálunum á Íslandi undanfarin fáein ár er þessi uppbygging í samgöngumál- um og við sjáum þar sem það búnir að gjalda fyrir það ein- hverju verði.” – Gjarnan er það mjög áber- andi fólk og í góðum tengslum við fjölmiðla sem hefur beitt sér fyrir brottflutningi flug- vallarins. Stundum fær maður á tilfinninguna að fólk þurfi ekki að standa reikningsskil orða sinna í þessari umræðu – það virðist enginn vera krafinn um neina arðsemisútreikn- inga, kostnaðarútreikninga, eða neitt í þá veruna. Eru menn að berjast í ójafnri aðstöðu? „Maður tekur auðvitað eftir því að í þessum spjallþáttum útvarpsstöðvanna er ótrúlega stór hópur fólks sem hefur það að markmiði í sinni krossför að berjast gegn Reykjavíkur- flugvelli og það sýnir ekki síst hversu þröngt sjónarhorn verð- ur til við míkrófónana hjá út- varpsstöðvunum. Það hefur al- gjörlega skort á að menn svari grundvallarspurningum eins og um kostnað – hver verður hann og hver á að bera hann? Og svo gleyma menn einu. Við erum að setja fleiri millj- arða í ráðstefnuhús í Reykja- vík. Þangað ætlum við að flytja marga ferðamenn frá útlönd- um. Fari flugvöllurinn af Reykjavíkursvæðinu er verið að girða fyrir að þessir ferða- menn fari út á land. Og svo erum við að leggja milljarða- tugi í nýtt hátæknisjúkrahús fyrir alla landsmenn. Á sama tíma er verið að hóta okkur því að rýra aðgengi almenn- ings á landsbyggðinni að þess- ari nýju fullkomnu þjónustu. Þetta er alveg óskapleg ósvíf- ni. Ég veit satt að segja ekki hvað á að segja um fólk sem talar af svona skeytingarleysi og fantaskap gagnvart lands- byggðinni. Annað hvort er þekkingarleysið svona mikið eða innrætið ekki skárra” – Stjórnmálafólk á Suður- nesjum mynduðu nýverið samtök um að flytja innan- hefur tekist vel til eins og á Suðurlandsundirlendinu og í Borgarfirði þá er byggða- vandamálunum útrýmt – sam- göngurnar sjá um það.” – Þá komum við að öðru veigamiklu máli í samgöngun- um sem er í uppnámi um þess- ar mundir – það er framtíð Reykjavíkurflugvallar. Bæjar- stjórinn í Ísafjarðarbæ lýsti því yfir fyrir skemmstu að nú væri kominn tími til að menn færu að tala sig saman í þessu, hafa menn verið sofandi gagnvart málinu? „Nei, það hefur náttúrlega verið ofsaleg harka í málinu vegna þess að þeir sem hafa verið að djöflast gegn Reykja- víkurflugvelli hafa gert það með ósanngjörnum hætti og ekkert viljað hlusta á röksemd- ir okkar sem hafa viljað að Reykjavíkurflugvöllur yrði áfram á sínum stað. Mér finnst Sturla Böðvarsson, samgöng- uráðherra, hafa leitt þetta mál vel og sýnt forystu í að velta upp öllum hugsanlegum flöt- um svo hægt verði að komast að einhverri niðurstöðu í þess- um efnum. Það sem er auðvit- að kraftaverkið er að þeir sem hafa hingað til talað fyrir því að flugvöllurinn ætti að hverfa, eru núna farnir að sjá að það væri stórháskalegt fyrir Reyk- javík sem höfuðborg og sem þjónustumiðstöð að flugvöll- urinn færi langt frá borginni. Ég hef ekkert nema gott um það að segja að menn séu að leita að einhverjum nýjum stöðum fyrir flugvöllinn og geri þá líka ráð fyrir að þeir sem telji sig hafa mestan ávinning af því að flugvöllur- inn hverfi taki þátt í að greiða þann flutning, ekki erum það við skattborgarar á lands- byggðinni sem erum að biðja um Reykjavíkurflugvöllur fari úr Vatnsmýrinni, það eru ein- hverir aðrir að biðja um það og þeir hljóta þá að vera til 39.PM5 6.4.2017, 09:4913

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.