Bæjarins besta


Bæjarins besta - 28.09.2005, Page 15

Bæjarins besta - 28.09.2005, Page 15
MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2005 15 Myndlistarkonurnar Anna Hallin og Ósk Vilhjálmsdóttir munu halda sýningu í Slunka- ríki á Ísafirði í nóvember og eru þær nú á leið til bæjarins til að leita að fólki til að taka þátt í fyrirhugaðri sýningu. „Við komum í júní og hitt- um fólk og tókum upp prufur. Við fengum mjög jákvæð við- brögð og erum því á leið aftur til Ísafjarðar til að taka upp meira efni. Við erum að leita eftir fólki sem vill sýna hæfi- leika sína, hvort sem það er leikur, söngur, töfrabrögð eða hvað sem er, til að hitta okkur og taka þátt í Tjáningatorginu og leyfa okkur að taka sig upp með upptökuvél. “, segir Anna Hallin. Anna og Ósk verða á Ísafirði frá 27.-29. sept. Þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í Tjáninga- torginu er bent á að hafa sam- band við Önnu í s: 699-1871 eða Ósk í s: 691-4212. Tvær myndlistarkonur opna sýningu í Slunkaríki Hæfileikar fólks tekn- ir upp á myndband 290 milljónir króna ráðgerðar til ný- eða endurbygginga vegakafla á Vestfjörðum Alls er gert ráð fyrir um 290 milljónum til ný- eða endur- bygginga vegkafla á Vest- fjörðum á árinu 2005 og eru þá ótalin ýmis viðhaldsverk- efni Vegagerðarinnar, svo sem yfirlagnir, viðhald á bundnu slitlagi og viðhald á malarslit- lagi. Með stærstu verkum má nefna nýbyggingu Drangsnes- vegar frá Akranesi að Fiski- nesi, en fjárveiting til þess verks nær yfir árin 2004 og 2005 og hljóðar upp á 102 milljónir króna. Þá má nefna nýja brú yfir Laxá í Króksfirði, en gerð er ráð fyrir 87 milljónum í þá framkvæmd. Reiknað er með 45 milljónum í nýbygginu Djúpvegar um Svansvík, gerð snjóflóðaskápa og aðrar ör- yggisframkvæmdir á Kirkju- bólshlíð í Skutulsfirði fyrir 20 milljónir, færslu Pollgötu á Ísafirði fyrir 9 milljónir og ný- byggingu malarvegar milli Ásmundarness og Kaldbaks- víkur á Ströndum fyrir 26 milljónir. Með öðrum verkum Vega- gerðarinnar sem eiga eftir að létta Vestfirðingum lífið á ferðum sínum má nefna ný- byggingu Vestfjarðavegar um Svínadal á Vesturlandi. Um er að ræða 13,5 kílómetra kafla, en fjárveitingar í þessa framkvæmd eru sameiginlegar með Vestfjarðavegi að Flóka- lundi. Gert er ráð fyrir 100 milljónum til verksins á árinu 2005. Útboð fer fram í þessum mánuði, en áætluð verklok eru haustið 2007. Þá er í Framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar tekin til ný- bygging Djúpvegar frá Kleif- um að Eiði en gert var ráð fyrir 560 milljónum til verks- ins á árunum 2003-2005. Eins og kunnugt er átti því verki að ljúka haustið 2004 en verklok töfðust af ýmsum ástæðum. Ólína Þorvarðar klagar Finnboga Ólína Þorvarðardóttir hefur farið fram á að útvarpsráð fjalli um fréttaflutning Finnboga Hermannssonar, forstöðu- manns Svæðisútvarps Vest- fjarða, um málefni Mennta- skólans á Ísafirði. Í bréfi sínu til útvarpsráðs segir Ólína að Finnbogi hafi „ítrekað farið út fyrir mörk hlutleysis og óhlut- drægni í málflutningi sínum sem oftar en ekki hefur verið beint gegn skólameistara Menntaskólans á Ísafirði. Hefur þetta verið gert án þess að leitað hafi verið réttra upp- lýsinga hjá skólanum, mál bor- in undir skólameistara eða honum gefinn kostur á að tjá sig um það sem fram hefur komið um embættisverk hans eða önnur málefni skólans. Hefur umfjöllun fréttamanns- ins á köflum verið bæði per- sónuleg og ærumeiðandi, auk þess að hafa takmarkað upp- lýsingagildi.“ Frá þessu var greint í Fréttablaðinu. Þá segir Ólína að Finnbogi hafi „fyrirgert öllu trausti skól- ans til að upplýsa hlustendur á málefnalegan hátt um embætt- isfærslu skólameistara eða annað sem skólann varðar“. Með bréfi Ólínu til útvarpsráðs fylgir samantekt Björns Jó- hannessonar, lögfræðings Menntaskólans á Ísafirði í máli sem Ingibjörg Ingadóttir, enskukennari við skólann, höfðaði gegn skólanum. Í sam- antektinni kemur fram hvað í umfjöllun Svæðisútvarps Vestfjarða teljist hlutdrægt og er nefnd umfjöllun um dómsátt í máli Ingibjargar gegn Menn- taskólanum, umfjöllun um auglýsingar á lausum kennara- stöðum við menntaskólann og umfjöllun um ráðningu í stöðu verkefnastjóra forvarna- og fé- lagsmála við menntaskólann. „Þegar ég fjallaði um dóms- málin byggði ég fréttaflutn- inginn á gögnum; eðli málsins samkvæmt. Eins leitaði ég eftir sjónarmiðum hennar meðan hún vildi eitthvað við okkur tala,“ segir Finnbogi Her- mannsson, sem vísar ásökun- um Ólínu á bug. „Annars er þetta ekkert nýtt, hún hefur hótað mér útvarpsráði næstum því eftir hverja frétt og mér er kunnugt um það að hún hafi hótað umsjónarmanni Kast- ljóss líka, svo hún hótar í allar áttir og það var nú kominn tími til að maður væri klagaður fyrir útvarpsráði; sextugur maðurinn og búinn að vinna við þetta í tæp tuttugu ár,“ segir Finnbogi. Ólína Þorvarðardóttir. Finnbogi Hermannsson. Margir hafa eflaust tekið eft- ir nokkuð umfangsmiklum framkvæmdum á Miðfells- svæði í Tungudal í Skutuls- firði, þar sem ný lyfta Skíða- svæðis Ísfirðinga er staðsett. Rifið hefur verið upp grjót og urð svo hægt sé að slétta og móta brautir sem taka snjó fyrr og betur en ella. „Þetta eru einfaldlega aðgerðir til að fanga snjó“, segir Jóhann Tor- fason forstöðumaður Skíða- svæðisins. „Það er búið að móta og slétta svigbrekkur á Miðfells- svæði og gera hryggi um tvær 600 metra langar brautir. Þá hafa nýjar leiðir á göngusvæð- inu verið mótaðar endanlega. Búið er að fjármagna kaup á fræjum og áburði og það verð- ur farið í að sá í sárin um leið og veður leyfir að vori“. Sáð verður fræjum í sárin í Tungudal í vor Sárið eftir framkvæmdirnar er nokkuð áberandi. 39.PM5 6.4.2017, 09:4915

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.