Bæjarins besta


Bæjarins besta - 28.09.2005, Síða 19

Bæjarins besta - 28.09.2005, Síða 19
MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2005 19 ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ Uppáhaldsstaðurinn · Margrét Geirsdóttir, nemi í félagsráðgjöf á Ísafirði Vestfirskar þjóðsögur · Gísli Hjartarson ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ Stuttar fréttir Ekkert er fegurra en kvöld á Nauteyri Kattafár á Ströndum„Það er svo afstætt hvað er fallegt og fallegast. Óhjá- kvæmilegt er að það tengist tilfinningum og því ætla ég að segja að Nauteyri við Ísafjarðardjúp sé uppá- haldsstaðurinn minn. Ekk- ert er eins fallegt og kvöld á Nauteyri þegar sólin skín yst í Djúpinu og slær gulln- um bjarma yfir allt Ísafjarð- ardjúp. Þetta er uppeldis- staður móður minnar. Fjöl- skyldan eigum þar nýjan sumarbústað sem við skipt- umst á að dvelja í yfir sum- arið. Við hittumst svo þar öll hverja Verslunarmanna- helgi, styrkjum fjölskyldu- böndin og eigum þar ómet- anlegar stundir saman, sagði Margrét.“ Brennslan mín · Karl Jónsson, innkaupastjóri hjá Heilbrigðisstofnuninni Ísafjarðarbæ Minningarnar lifa að eilífu Þessi lög sem ég hef valið endurspegla fjölbreyttan tónlistarsmekk minn í gegn- um tíðina. Flest þeirra eru frá níunda áratugnum sem var, þrátt fyrir að allir séu ekki sammála því, ansi frjór tónlistaráraturgur þó hin tý- píska „80’s“ tónlist hafi nú ekki fallið í kramið hjá öll- um. En það frábæra við tón- list er að minningarnar lifa með henni að eilífu. 1. Wonderland – Big Country Big Country var í mjög miklu uppáhaldi hjá mér sér- staklega snemma á 9. ára- tugnum. Frábær rokksveit og gríðarlegur kraftur. Af allmörgum góðum lögum vel ég þetta. Frábær trom- muleikur hjá Mark Brze- zicki. Stuart Adamson aðal- sprauta hljómsveitarinnar lést langt fyrir aldur fram 16. desember 2001 og þar með lagði hljómsveitin upp laupana að mestu. Mikill sorgardagur. 2. Shine on your crazy diamond – Pink Floyd Gæti tínt til mörg lög með þessari frábæru sveit. Fór ekki að fíla þá fyrr en mér áskotn- uðust tónleikar með þeim „Delicate sound of thunder“. Hreint út sagt frábær tónleika- hljómsveit og „sjóið“ gerist ekki stærra og meira. 3. In a lifetime – Clannad Írsk þjóðlagarokksveit sem átti nokkra smelli hér á níunda áratugnum. Í þessu lagi ljær Bono þeim rödd sína. Rosa- lega flott lag sem ég hlusta oft á enn þann dag í dag. 4. Jump – Van Halen Þeir Van Halen bræður og félagar hafa ávallt verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Það var áfall þegar David Lee Roth yfirgaf sveitina í fússi en Sammy Hagar tókst ótrú- lega vel að fylla skóna hans þegar á leið. Auk þess að vera frábær gítarleikari líka. Þeir eru enn að og fóru í „80 borga“ tónleikatúr á síðasta ári. Núna er það Gary Cher- one úr Extreme sem syngur með þeim. En eins og svo margt annað, eru þeir ekki eins góðir og áður fyrr. 5. A brief case – SAGA Kanadískir rokkarar sem áttu alveg frábæra tónleikaplötu sem hét In Transit. Toppspil- arar í öllum stöðum og samspil- ið frábært. Þetta er trommusóló sem trommarinn Steve Negus og söngvarinn Michael Sadler spiluðu. Michael spilað það úr skjalatösku sem í voru ein- hverjir trommupaddar. Þetta var algjör snilld, allavega á þeim tíma. 6. Ást við fyrstu sýn – Frið- rik Ómar og Regína Ósk Lag sem tengir okkur Guð- nýju eiginkonu mína ótrúlega vel saman. Er okkar lag ef svo má segja, enda segir það svo margt sem við upplifðum frá því við kynntumst. 7. Mary’s Prayer – Danny Wilson Þetta lag er mjög ofarlega í mínum huga. Þeir Gary Clark og félagar í hljómsveitinni Danny Wilson slógu rækilega í gegn með þessu lagi, gáfu út að mig minnir fjórar plötur í viðbót sem ekki náðu eins mikilli hylli og sú fyrsta. Gary Clark er núna að sólóast m.a. með Ricky Cross úr Deacon Blue sem einhverjir kannast kannski við. Þetta lag var mik- ið spilað í Herramönnum hér um árið og var valið sem eitt af lögunum í „kombakkinu“ okkar á Players í mars 2003. 8. Leave right now – Will Young Þetta lag var mikið spilað um það leyti sem ég kynntist eiginkonu minni á síðasta ári og minnir um ókomna tíð á þann tíma. Textinn á að vísu alls ekki við um þau kynni, er heldur í hina áttina, en engu að síður vel heppnuð laglína og góð „pródúsering“ á laginu. 9. Apetite – Prefab Sprout Prefab Sprout var alveg frá- bær hljómsveit að mínu mati. Hún var mjög sérstök og frum- leg og erfitt að skilgreina tón- listina sem þau spiluðu. Paddy McAloon var aðalmaðurinn þarna. Þetta lag er af plötunni Steve McQueen en líklega var From Langley Park to Memphis vinsælasta platan með þeim hérna með lögum eins og Cars and girls og King of rock’n roll. 10. A little time – Beautiful south Slagurinn var harður um tíunda lagið en ég held að þetta hafi vinninginn. Mjög skemmtileg hljómsveit, frumleg á köflum og góðar laglínur sungnar af Paul Heaton að mestu leyti. Karl Jónsson. Fyrir allmörgum árum var svo komið hjá Jósep bónda Rósinkarssyni í Fjarðarhorni í Hrútafirði, að köttum hafði fjölgað mikið á bænum og voru þeir orðnir svo margir að til vandræða horfði. Loksins brá Jósep á það ráð að fá Jón Jónsson bónda á Melum til að hjálpa sér að lóga köttunum. Strákur nokk- ur var í sveit hjá Jósep og var hann settur í það verk að taka gröf fyrir kattahræin. Þegar strákur hafði grafið góða stund kallaði hann: Hvenær er fullgrafið, Jósep? Tveggja alda gamall leikur Drekktu betur kallast spurningaleikur sem hefur átt miklum vin- sældum að fagna í ölhúsum á Ísafirði á undanförnum misserum. Spurt er út úr hagnýtum jafnt sem gagnslausum fróðleik. Tveir og tveir eru saman í liði og þeir sem best svara fá ölkassa að launum. Keppnin styðst við fyrirmynd frá kránni Grand rokk í Reykjavík en þaðan er formið sótt til svokallaðra Pub quiz sem tíðkast víða á Bretlandseyjum. En hvernig kom það til að leikurinn var tekinn upp á Ísafirði? „Pub quiz tveggja alda gamall leikur sem byrjaði á krám á Írlandi. Hann var haldið á föstudagi strax að vinnudegi loknum. Spurningum og svörum var haldið til haga og var það fyrsti vísir að heimsmetabók Guinnes“, segir Páll Ernisson annar stofnandi leiksins á Ísafirði. „Ég og Pétur Magnússon tókum alltaf þátt í keppninni á Grand rokk og höfðum gaman af. Síðan fluttum við báðir til Ísafjarðar og okkur fannst tilvalið að taka upp keppnina þar. Við breyttum því nafninu úr Pub quiz í Drekktu betur sem er gamalt slagorð Mjólkur- samlagsins. Það var tekið ágætlega í þessa hugmynd okkar en fólk vissi eiginlega ekkert hvað þetta var eða út á hvað keppnin gekk. Við reyndum að útskýra fyrir þeim að það væri ekki bara setið og svarað heldur væri öskrað og rifist við dómarann. Við vorum því háværastir á hverju kvöldi í þágu leiksins. Keppnin hefur gengið upp og niður en náð ágætis vinsældum. Fyrst fór hún fram í Sjallanum en við teljum það til bóta að leikurinn var síðan færður yfir á Langa Manga. Það er meira í stíl við leikinn að allir á staðnum geti tekið þátt en ekki bara á afmörkuðum hluta eins og var. Nú er keppnin komin úr höndum okkar Péturs og Guð- rún Sigurðardóttir, Sigríður Ásgeirsdóttir og Eygló Jónsdóttir hafa tekið við. Leikurinn er samt ennþá barnið okkar en eins og svo oft þarf menn til að koma einhverju af stað og svo aðra til að reka það, sagði Páll Ernisson. Páll Ernisson með kaffibollann. Leikhúsið í Herkastalann Kómedíuleikhúsið hefur fengið aðsetur í sal í gamla Herkastalanum á Ísafirði. Leikhúsið samnýtir rýmið með Stúdíó Dan sem kennir jóga í salnum. Að því er fram kemur á vef Kómedíuleikhússins verður salurinn nýttur fyrst og fremst til æfinga og sem geymsla fyrir leikmyndir og aðra muni sem tilheyra leikhúsinu. Þó er ekki ólík- legt að Kómedíuleikhúsið muni sýna leiki sína í saln- um í framtíðinni en salurinn tekur um 40 manns í sæti. Gestakennari frá Danmörku Karin Røholm gestakenn- ari frá Danmörku mun starfa í grunnskólum Ísa- fjarðarbæjar á þessari haustönn. Verkefnið er kostað af danska mennta- málaráðuneytinu til efling- ar tungumálinu á Íslandi og eru tveir kennarar sam- tímis á landinu í einu á mismunandi stöðum. Að því er fram kemur á vef Grunnskólans á Ísafirði er markmiðið að efla áhuga nemenda á dönsku og styðja við bakið á dönsku- kennslunni. Til sölu nagladekk VW ventel. Uppl. í síma 456 4046. Til sölu 3ja herbergja íbúð á Skólastíg 19 neðri hæð Bolungarvík. Uppl. í síma 462 7499 eða 845 7499. 175/80 14” negld vetrardekk á 5 gata felgum undan WV golf. Koppar fylgja. Verðhugmynd 35 þús kr. : 695 3636. Gullarmbandsúr tapaðist sl. föstudag. Finnandi vinsamlega hafi samband við Möggu í síma 456 3432 861 3432. Til sölu er Subaru Legacy station, árg. 1993, ekinn 259.000 km. Nýskoðaður. Góður bíll á góðu verði. Verð 100.000 kr. Uppl. í síma 8921691. Óska eftir kettlingi til sölu. Uppl. í síma 847 0131. Get tekið fellihýsi og tjaldvagn í geymslu í vetur frá 1. október til 15 maí. Upphitað húsnæði. Uppl. í síma 867 2337. MMC Montero (Pajero) árg. 1991 til sölu. Head-pakkning þarnast viðgerðar. Aðalskoðun án athugasemda í sept. 2005. Nánari uppl. í síma 898-6762" Til sölu fjögur nagladekk undir Subaru Legacy. Uppl. í síma 456 4174. Smáauglýsingar 39.PM5 6.4.2017, 09:4919

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.