Bæjarins besta - 15.01.2015, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2015
Tók úrslit kosnin
„Þegar ég er spurður hvaðan
ég sé, þá segi ég stundum í gamni,
að ég sé úr Norðvesturkjördæmi.
Mamma mín átti heima í Borgar-
nesi en skrapp út á Akranes til að
eiga mig. Leikskólaárin mín var
ég í Borgarnesi en grunnskóla-
árin á Hvammstanga. Síðan fór
ég í Skagafjörðinn í framhalds-
skóla og var á þeim tíma mjög
lítið heima á Hvammstanga. En
ef ég á að nefna ákveðið svæði
og ákveðinn stað, þá segist ég
helst vera Húnvetningur og frá
Hvammstanga. Það er hins vegar
ótvírætt að móðir mín er Borg-
firðingur að uppruna,“ segir Jón-
as Þór Birgisson, lyfsali á Ísafirði
og bæjarfulltrúi í Ísafjarðarbæ.
Jónas er búsettur í Hnífsdal
ásamt fjölskyldu sinni. Anna
Katrín Bjarnadóttir eiginkona
hans er úr Dýrafirði, alin upp
framan af í Neðri-Hjarðardal, þar
sem Karl Andrés Bjarnason
bróðir hennar býr núna, og síðan
á Þingeyri. Þau eiga fjögur börn,
tvo stráka og tvær stelpur á aldr-
inum tæplega tíu ára til nítján
ára. Anna Marý er rétt að verða
tíu ára, Bjarni Pétur Marel er á
fimmtánda ári, Magðalena er
sautján ára og Þórólfur Marel er
á tuttugasta aldursári.
Anna Jónasdóttir móðir Jónas-
ar er úr Borgarfirði eins og áður
segir. Birgir Marel Jóhannsson
faðir hans er úr Reykjavík, en
fósturfaðir hans er Vilhjálmur
Pétursson frá Stóru-Borg í Vest-
ur-Húnavatnssýslu.
Frelsið úti á landi
er ómetanlegt
Eftir stúdentspróf frá Fjöl-
brautaskóla Norðurlands vestra
á Sauðárkróki fór Jónas suður til
náms í Háskóla Íslands.
„Þegar ég var búinn með lyfja-
fræðina var ég eitt ár að vinna í
Kópavoginum. Þá hringdi Ás-
björn Sveinsson, sem átti Ísa-
fjarðar apótek, og bauð mér
vinnu. Tengdasonur hans, sem
var fyrrverandi bekkjarbróðir
minn, hafði verið að vinna hjá
honum en vildi komast aftur suð-
ur. Hann sagði Ásbirni að prófa
að heyra í honum Jónasi, hann
væri utan af landi og ætti auk
þess konu að vestan og væri lík-
lega alveg til í að flytja vestur.
Og það varð úr. Við hjónin
höfðum alltaf sagt, að ef okkur
byðist vinna úti á landi, þá mynd-
um við flytja. Reykjavík hefur
margt að bjóða, en frelsið úti á
landi, ekki síst fyrir börnin, er
bara ómetanlegt.“
Þetta var árið 2000 sem þau
komu vestur. Þá var Jónas 28 ára
gamall.
„Fyrsta árið bjuggum við inni
á Ísafirði, en 2001 flytjum við
hingað í dalinn minn og hér
höfum við búið síðan. Það var
svo árið 2003 sem Ásbjörn seldi
Lyfju apótekið á Ísafirði og mig
með,“ segir hann.
Dalurinn, hundurinn,
stjörnurnar og norðurljósin
Fjölskyldan á heima að Bakka-
vegi 39 í Hnífsdal. Það er innsta
húsið við Bakkaveginn og þar
með innsta húsið í Hnífsdals-
þorpi, innsti bærinn í dalnum,
eins og Jónas segir.
„Ég upplifi það eins og við
eigum heima úti í sveit. Flestöll
kvöld fer ég aðeins út í garðinn
minn, bara til að hlusta á kyrrðina.
Á sumrin er óviðjafnanlegt að
standa úti í garðinum seint á
kvöldin og heyra fuglasöng og
niðinn í Hnífsdalsánni, en algjöra
kyrrð að öðru leyti. Það er eigin-
lega alveg sama hvað dagurinn
hefur verið erfiður, maður finnur
hvernig batteríin hlaðast. Eftir
að við fengum okkur hund, þá
rölti ég líka með hann inn í dalinn
minn á kvöldin og við horfum á
stjörnurnar og norðurljósin í al-
gerri kyrrð. Mér finnst það dá-
samlegt.
Mér gremst það mjög þegar ég
heyri fólk segja, að ef við ætlum
að efla Ísland í samkeppni við
önnur lönd, þá verðum við að
efla höfuðborgina. Ef ég gæti ekki
búið á stað eins og þeim sem ég
bý á, þá myndi ég bara alls ekki
búa á Íslandi. Ef ég þyrfti að
flytja til Reykjavíkur, þá myndi
ég miklu frekar vilja búa í sam-
bærilegri smáborg á hinum Norð-
urlöndunum, nú eða í alvöruborg
eins og Kaupmannahöfn. Ég held
að við þurfum nefnilega ekki síð-
ur að styrkja byggðirnar úti á
landi ef við ætlum að halda land-
inu í byggð, og jafnvel frekar.
Sem betur fer hugsa ekki allir
eins og ég, en ég spyr mig: Hvað
í ósköpunum getur Reykjavík
boðið upp á sem Kaupmannahöfn
getur ekki gert betur?“
Hnífsdalur er einn af fimm
byggðakjörnum Ísafjarðarbæjar,
þó að undarlega margir haldi að
þeir séu aðeins fjórir.
„Mér finnst þetta fjölkjarna
fyrirkomulag vera eitt af því sem
gerir Ísafjarðarbæ að því sem
hann er. Því finnst mér ótrúlega
sorglegt þegar ég heyri einhvern
tala niður til einhvers af kjörnun-
um okkar.
Hérna viljum við helst vera, hér
líður okkur óskaplega vel. Það er
langt síðan ég fór að líta á mig
sem Hnífsdæling og Vestfirð-
ing,“ segir Jónas.
Umboðsmaður fyrir
allt nema Moggann
– Hvers vegna varð lyfjafræðin
fyrir valinu?
„Ég vissi eiginlega ekki hvað
ég vildi verða þegar ég yrði stór,
eins og ég hef orðað það. Þegar
ég fór í framhaldsskólann á Sauð-
árkróki byrjaði ég á hagfræði-
braut. Ég hef alltaf haft áhuga á
einhverju tengdu bísniss. Þegar
við félagi minn vorum guttar á
Hvammstanga vorum við um-
boðsmenn fyrir Tímann, Þjóð-
viljann, Dag, Dagblaðið og
Alþýðublaðið ...
– Sumsé nánast allt nema
Moggann ...
„Allt nema Moggann! Ég hafði
snemma gaman af einhverju
svona stússi, einhverju rekstrar-
tengdu. Já, ég byrjaði á hagfræði-
braut, en ég hef alltaf verið stærð-
fræðiþenkjandi og fór líka á nátt-
úrufræðibraut, langaði að fara í
eitthvað tengt stærðfræðinni. Svo
vissi ég ekki hvað í veröldinni ég
ætti að gera í framhaldinu, hafði
ekki hugmynd um hvað ég ætti
að læra, og fór þess vegna í áhuga-
sviðspróf hjá námsráðgjöfinni í
Háskóla Íslands.
Það varð til þess að ég skellti
mér í lyfjafræðina, því að þar
skoraði ég hátt. Þar gæti ég hugs-
anlega verið í einhverju rekstrar-
tengdu jafnframt því sem ég væri
í efnafræði og líffræði, auk þess
að vera í samskiptum við fólk.
Þetta sameinaði eiginlega allt
sem ég hafði áhuga á, svo fram-
arlega sem maður er í apóteki en
ekki í lyfjaverksmiðju eða á rann-
sóknastofnun. Lyfjafræðingur í
apóteki er bæði í efnafræðinni
og samskiptum við fólk. Ég hafði
strax mjög gaman af þessu og
hef enn.“
Ísafjörður á gamla
og glæsta sögu
– Þið kona þín voruð búin að
krækja hvort í annað löngu áður
en þú komst vestur.
„Já, löngu áður. Við kynntumst
í fjölbrautaskólanum á Króknum.
Hún var þar í grunnnámi fyrir
gæðastjórn og verkstjórn í frysti-
húsum áður en farið væri í Fisk-
vinnsluskólann sjálfan. Þetta
grunnnám var og er óvíða í boði,
en það var í boði í skólanum fyrir
norðan. Við flytjum svo saman
til Reykjavíkur og höldum þar
bæði áfram í námi.“
Núna vinnur Anna Katrín á
Hlíf á Ísafirði og gegnir þar nokk-
rum ólíkum störfum í sama hús-
inu, eða í mötuneytinu, í verslun-
inni sem er opin klukkutíma á
dag, og í ræstingum. Á sínum
tíma vann hún í Gamla bakaríinu
og hefur síðan gripið þar í af-
leysingar af og til.
„Ísafjörður á gamla og glæsta
sögu og þar er Gamla bakaríið
ekki ómerkast,“ segir Jónas.
Uppalinn á eldrauðu heimili
Í samræmi við úrslit í prófkjöri
skipaði Jónas Þór annað sætið á
lista Sjálfstæðisflokksins við
bæjarstjórnarkosningarnar í Ísa-
fjarðarbæ á liðnu vori, næstur á
eftir Daníel Jakobssyni. Hann er
einn af þremur bæjarfulltrúum
flokksins og einn af fjórum bæj-
arfulltrúum sem skipa minnihlut-
ann, þar af einum frá Framsókn-
arflokki, en Í-listinn fékk fimm
menn kjörna og þar með hreinan
meirihluta.
– Varstu eitthvað búinn að
koma við sögu í pólitíkinni áður?
„Já, ég gekk í Sjálfstæðisflokk-
inn fyrir bæjarstjórnarkosning-
arnar 2002 og var þá í sjötta eða
sjöunda sæti á lista flokksins.
Frá þeim tíma hef ég starfað
nokkuð í grasrótinni, búinn að
vera í stjórn Sjálfstæðisfélags
Ísafjarðar í allmörg ár og for-
maður í nokkur ár, hef setið í
fulltrúaráðinu og eitthvað slíkt.
Ég hef alltaf haft áhuga á póli-
tík. Ég er alinn upp á mjög póli-
tísku heimili, en eldrauðu! Fóst-
urpabbi minn sem ól mig upp er
Húnvetningur og var mikill Al-
þýðubandalagsmaður. Mamma
var nú ekki eins pólitísk. Hún
var fyrst framsóknarkona en var
svo orðin Alþýðubandalags-
manneskja eins og pabbi.
Það var mikið rætt um pólitík
á mínu heimili alveg frá því að
ég man eftir mér. Það er svo
merkilegt, að systkini mín urðu
öll á þessari vinstri línu, en ég
var það aldrei. Hinn pabbi minn,
sá pabbi minn sem bjó mig til,
eins og ég segi, sem ég kynntist
ekki fyrr en ég var kominn undir
tvítugt, hann er aftur á móti sjálf-
stæðismaður. Mér finnst þetta
dálítið sérkennilegt og jafnvel
spaugilegt. Ég ætla nú samt ekki
að halda því fram að pólitískar
skoðanir séu genetískar!“
Fær flakkara
tvisvar í mánuði
Jónas segir að hann hafi verið
búið að hálflanga nokkrum sinn-
um að fara í prófkjör en aldrei
séð fram á að hann hefði tíma í
þetta. „Ég vil ekki fara út í neitt
svona ef ég hef ekki tíma til að
sinna því.“
– En hvað varð þá til þess að
þú gerðir það núna? Var það að
eigin frumkvæði eða var ýtt á þig
að gera það?
„Eiginlega hvort tveggja. Ég
var reyndar hvattur til að fara í
prófkjör. Ég ræddi við stjórn-
endur Lyfju og fékk þá til að
auglýsa eftir lyfjafræðingi með
mér. Þegar ég var búinn að fá
samþykki fyrir því ákvað ég að