Bæjarins besta


Bæjarins besta - 15.01.2015, Side 11

Bæjarins besta - 15.01.2015, Side 11
FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2015 11 HLÍÐARVEGUR, ENDURGERÐ GATNA, FRÁVEITU- OG VATNSLAGNA Ísafjarðarbær óskar eftir tilboðum í verkið „Gatnagerð á Ísafirði, Hlíðarvegur, endur- nýjun götu, holræsalagna, gangstétta og götulýsingar.“ Verkið felst í að endurgera Hlíðarveg, lagnir, uppúrtekt, fyllingar, neðra- og efra burðarlag, gangstéttir og lýsingu. Í götunni er einfalt holræsakerfi og skal leggja tvö- fallt kerfi. Helstu stærðir eru: Gröftur í götustæði 4.100 m³ Holræsalagnir 1.200 m Vatnslagnir 500 m Hellulögn 600 m² Verkinu skal vera að fullu lokið 1. októ- ber 2015. Útboðsgögn verða til sýnis og sölu á kr. 3.000.- hjá Ísafjarðarbæ, Hafnarstræti 1, 400 Ísafirði frá og með 16. janúar 2015. Tilboðin verða opnuð hjá Ísafjarðarbæ í Stjórnsýsluhúsinu, 2. hæð, 5. febrúar 2015 kl. 11:00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Óskast til leigu SFR - stéttarfélag óskar eftir íbúðum og/eða sumarhúsum til leigu fyrir félagsmenn sína sumarið 2015, á sunnanverðum Vestfjörðum. Einungis fullfrágengið húsnæði í góðu ásig- komulagi kemur til greina, auk þess sem hús- næðið þarf að vera fullbúið húsgögnum og búnaði. Lóðir þurfa einnig að vera fullfrágeng- nar. Áhugasamir sendi upplýsingar til Önnu Dóru Þorgeirsdóttur, verkefnastjóra SFR á netfang- ið dora@sfr.is fyrir 27. janúar nk. Allar almenn- ar upplýsingar verða að koma fram s.s. verð, almennt ástand eignarinnar, staðsetning, stærð, möguleikar á fjölda gesta, aldur eignar, að- staða (heitir pottar og slíkt), lýsing á útivistar- möguleikum og afþreyingu í næsta umhverfi, o.s.frv. auk mynda. Öllum tilboðum verður svarað. Önnu Lilju Sigurðardóttur Aðalstræti 24, Ísafirði Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu Erlingur Tryggvason Reynir Erlingsson Sigurður Jóhann Erlingsson Ragnhildur Einarsdóttir Sólveig Erlingsdóttir Halldór Karl Valsson og barnabörn Þegar flutningabílar eða trillur renna að bryggjunni á Flateyri tekur Janusz Butkiewicz oftar en ekki á móti þeim á lyftara frysti- hússins. Janusz sem er glaðvær og snaggaralegur, tekur á móti öllum með spjalli og bros á vör, og afgreiðir fiskinn hratt og vel. Janusz hefur unnið hjá Artic Odda og fengið uppsagnarbréf þaðan eins og aðrir starfsmenn. Hvað verður í framhaldinu er óvíst en Janusz var þó ekki svart- sýnn þegar bb.is hafði samband við hann, kannski er það honum ekki eðlislægt. „Ég er með þriggja mánaða uppsagnarfrest ólíkt flestum sem eru bara með einn mánuð, svo ég mun vinna út mars. Ég hef unnið í frystihúsinu í rúmlega átta ár, og búið jafnlengi á Flateyri, en kem upphaflega frá Suwalki í Póllandi. Bærinn er um 300 kílómetra frá Varsjá og þar búa um 70-80 þúsund manns,“ segir Janusz og hlær. „Það veit enginn hvert framhaldið verður og við verðum bara að hugsa það þegar þar að kemur. Ætli ég fari ekki og tali við Vinnumálastofnun í apríl. Þeir eru með námskeið sem mig langar á, ef það verður ekki áframhaldandi vinna.“ Janusz á konu og tvö lítil börn og konan hans er nýbyrjuð að vinna á leikskóla á Ísafirði. „Kon- an mín er með samning næsta hálfa árið í nýja starfinu og ef ég verð ekki kominn með vinnu fyrir það förum við hugsa okkar gang. Kannski munum við búa áfram á Flateyri, kannski Ísafirði eða fara til Reykjavíkur því þar er meiri atvinna, jafnvel þó húsnæðisverð þar sé mjög hátt. En við ætlum að búa á á Íslandi, verðum bara að skoða hvar þegar þar að kem- ur,“ segir þessi káti lyftaramaður. – sfg@bb.is „Það veit enginn hvað verður“ Janusz Butkiewicz býr á Flateyri ásamt konu sinni og tveimur börnum. Karl Ingi tekinn við Karl Ingi Vilbergsson tók við embætti lögreglustjóra á Vest- fjörðum á áramótum. Embættið er nýtt af nálinni, og varð til um áramótin þegar ný embætti lögreglustjóra og sýslumanna á Íslandi urðu til. „Starfið leggst bara ljómandi vel í mig,“ segir Karl sem hefur starfað sem að- stoðarsaksóknari hjá lögreglu- stjóranum á höfuðborgarsvæð- inu. Á skrifstofu lögreglustjórans á Vestfjörðum starfa auk Karls löglærður fulltrúi og einn skrif- stofumaður. Hann segir engar breytingar á löggæslumálum fylgja þessu nýja embætti. „Það eru engar breytingar í sjálfu sér í starfi lögreglunnar. Það er verið að færa lögregluna frá sýslumanni og innra skipulag lögreglu verður óbreytt,“ segir hann. Þessa dagana er hann að koma sér fyrir í nýju starfi og í nýju húsi. „Ég er einn til að byrja með og svo kemur fjölskyldan með vorinu,“ segir Karl. Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri á Vestfjörðum.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.