Bæjarins besta


Bæjarins besta - 15.01.2015, Qupperneq 12

Bæjarins besta - 15.01.2015, Qupperneq 12
12 FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2015 Fortíð og framtíð Stakkur hefur ritað viku- lega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoð- anir hans á mönnum og málefnum hafa oft verið umdeildar og vak- ið umræður. Þær þurfa alls ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins. Þrátt fyrir það bera ábyrgðarmenn blaðsins ábyrgð á skrif- um Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt. Stakkur skrifar Það var mikið um dýrðir í Bolungarvík á föstudag þegar blásið var til árlegrar þrettándagleði. Brennan og allt sem henni fylgdi átti að vera 6. janúar en var frestað vegna veðurs, en hver kvartar þegar það er hægt að lengja jólin um örfáa daga. Dagskráin hófst á því að álfadrottning og kóngur riðu inn á íþróttavöllinn Hreggnasa með glæsilegu föruneyti biskiups, trölla og álfa, og kóngafólkið fékk sér síðan sæti til að fylgjast með huldufólki stíga bæði færeyska og íslenska þjóðdans. Grýla og púkarnir fóru um og veltu fyrir sér kjötmagninu í börnunum og hvort eitthvert þeirra ætti skilið að ferðast með þeim aftur til fjalla. Fagurraddaður kór Bolvíkinga söng undir herlegheitun- um á sviði og í lokin bauð Björgunarsveitin Ernir upp á glæsilega flugeldasýningu. – sfg@bb.is Þrettándagleði í Bolungarvík Gleðilegt nýtt ár lesendur góðir. Samfylgdin á liðnu ári er þökkuð og vonandi verður hún við lýði á nýbyrjuðu ári. Á morgun eru liðin tuttugu ár frá snjóflóðinu í Súðavík, sem markaði alla Vestfirðinga. Fjórtán létust og blessuð sé minning þeirra. Hinn 16. janúar 1995 er festur í sögu lands og þjóðar. Öllum var brugðið og margt var reynt í framhaldinu til þess að takst á við snjóflóð og einkum að verjast þeim. Lögum var breytt og margt gert til þess að verja byggðir. En árinu 1995 og hörmungum snjóflóða var engan veginn lokið. Lærdómur- inn sem draga má af þessu hörmungarári á Vestfjörðum er mikill ætla má að enn hafi ekki verið að fullu unnið úr þeirri reynslu sem þar fékkst eða hefði átt að fást. Öllum sem eiga um sárt að binda er vottuð samúð og vonandi er þessi kafli í sögu Vestfjarða liðinn eða verður ekki með sama hætti framvegis vegna þeirra ráðstafana sem gripið hefur verið til og væntanlega höldum við vöku okkar um ókomna tíð. En að nýbyrjuðu ári. Læknaverkföll, sem voru alger nýlunda og óvænt eru að baki í bili. Enn á eftir að greiða atkvæði um samninga sem náðust og yrðu slæm fyrirmynd annarra samn- inga að því leyti að efnahagslífið myndi gefa eftir verði hin enn óupplýsta niðurstaða forsögn um samninga annarra, sem þó eiga vissulega skilið góð laun. En vítahringur launa- hækkanna og vaxandi verðlags verða til þess eins að auka verðbólgu með fyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir lántakendur og neytendur. Gerist það, siglir íslenskt samfélag á gamalkunnar slóðir sem færa okkur aftur til liðinna ára með kreppuein- kennum. Þolinmæði er dyggð, en ekki er hún að öllu leyti gefin Íslendingum, þótt við séum öðrum þjóðum fremri í þeirri list að þrauka af okkur ótrúlegustu eymd og hörmungar þegar þannig ber undir. Við náttúröflin verður lítt ráðið, en mannleg hegðun og ákvarðanir ættu að vera auðveldari viðfangs, þótt oft líti svo út að óbeisluð náttúra ráði för fremur en vit og skynsemi. En við gætum líka tekið upp þann hátt að læra af öðrum þjóðum hið besta sem gefist hefur þeim vel. Á komandi ári er þess óskað þjóðinni til handa að sá hluti almennings sem hellir iðulega úr skálum reiði sinnar á Netinu taki sér tak og umræða um málefni og ekki síður menn verði á vitrænum nótum og mannasiðir verði teknir upp á nýjan leik.

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.