Bæjarins besta - 15.01.2003, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2003 5
Stuttar af bb.is
Leikstjóri
ráðinn
Hefð er fyrir því að
nemendur MÍ setji upp
veglega leiksýningu á
Sólrisuhátíð. Leikfélag
skólans hefur nú ráðið
Þröst Guðbjartsson
leikara til að stjórna
uppfærslu á komandi
Sólrisu en hann hefur
leikstýrt víða um land.
Nú síðast stjórnaði hann
leikritinu Gísl eftir Brend-
an Behan á Höfn í
Hornafirði en það verk
var fært upp á Sólrisu
MÍ á nýliðnu ári. Þröstur
var væntanlegur vestur í
þessari viku. Ekki hefur
enn verið ákveðið hvaða
leikrit verður fært upp.
Áætlað er að frumsýn-
ing verði 2. mars.
Beið hjálpar
í klukkutíma
Maður slapp ómeiddur
þegar bíll hans rann til í
hálku við brúna yfir Hey-
dalsá í Mjóafirði í Djúpi í
síðustu viku. Bíllinn
skorðaðist á brúnni og
sat þar fastur. Um
klukkutími leið þangað til
annan vegfaranda bar
að en fyrr gat maðurinn
ekki látið vita af óhapp-
inu. Mikil hálka var á
vegum á þessum slóð-
um. Bíllinn reyndist tals-
vert skemmdur og ekki
ökufær.
Kristján kepp-
ir í Slóveníu
Ólympíuhátíð æskunnar
fer fram í Bled í Slóven-
íu í lok janúar og hefur
Skíðasamband Íslands
tilnefnt tólf ungmenni til
þátttöku fyrir Íslands
hönd. Eini fulltrúi Skíða-
félags Ísfirðinga í þeim
hópi er göngukappinn
Kristján Óskar Ásvalds-
son í Tröð í Önundar-
firði. Alls hafa verið
valdir átta þátttakendur í
alpagreinum og fjórir í
göngu. Kristján mun
keppa tvisvar á hátíð-
inni, fyrst 27. janúar í 10
km göngu með frjálsri
aðferð og síðan daginn
eftir í 7,5 km göngu
með hefðbundinni að-
ferð. Snjóleysi hefur háð
Kristjáni illilega við undir-
búning fyrir mótið en
svipað má væntanlega
segja um fleiri af
íslensku keppendunum.
Héraðsdómur Vestfjarða
Málum fjölgar um-
talsvert ár frá ári
Fluttum málum fyrir Hér-
aðsdómi Vestfjarða á nýliðnu
ári fjölgaði um 20% frá árinu
á undan sem þó var metár í
sögu dómstólsins. Alls voru
flutt 748 mál fyrir dómnum á
árinu 2002. Þar af eru einka-
mál flest eða 346 en þeim
fjölgaði um 29% á milli ára.
Opinber mál höfðuð af lög-
reglustjóra voru 270 og hélst
fjöldi þeirra nær óbreyttur á
milli ára. Opinber mál höfðuð
af ríkissaksóknara voru 10.
Kröfur um gjaldþrotaskipti á
hendur einstaklingum voru 39
en það er 70% fjölgun á milli
ára. Kröfur um gjaldþrota-
skipti á hendur lögaðilum
voru 27 eða um tvöfalt fleiri
en árið áður.
Fjöldi mála í öðrum mála-
flokkum fyrir Héraðsdómi
Vestfjarða var mun minni. Þó
má geta þess að dómnum barst
21 erindi frá lögreglustjórum
um aðgerðir eða heimildir til
aðgerða á rannsóknarstigi,
sem er um 50% aukning milli
ára. Þar á meðal eru skýrslu-
tökur á rannsóknarstigi af 8
meintum brotaþolum og þar
af voru 7 framkvæmdar í
Barnahúsi.
Erlingur Sigtryggsson hér-
aðsdómari segist ekki kunna
neinar sérstakar skýringar á
þessarri fjölgun en hún sé í
samræmi við þróunina annars
staðar á landinu. Bendir hann
á að einna mesta aukningin
sé í gjaldþrotamálum og síðan
í skriflegum einkamálum þar
sem einna mest er fengist við
fjárkröfur. Erlingur segir Hér-
aðsdóm Vestfjarða vel í stakk
búinn til að takast á við aukinn
málafjölda í ljósi mannafla og
bættrar aðstöðu.
Héraðsdómur Vestfjarða hefur nú nýja og góða aðstöðu í Neista á Ísafirði.
Smábátasjómenn á norðanverðum Vestfjörðum
Ósáttir við skyndilokun
á mjög stóru veiðisvæði
Smábátasjómenn á norðan-
verðum Vestfjörðum eru mjög
ósáttir við bann við línuveið-
um úti af Sauðanesi sem tók
gildi á fimmtudag í síðustu
viku og stendur í fjórtán daga.
Gagnrýni þeirra beinist helst
að stærð þess svæðis sem lok-
að er en lokunin takmarkar
verulega veiðisvæði línusjó-
manna. Einnig telja sjómenn
að svo íþyngjandi ákvörðun
sé ekki byggð á nægilegum
mælingum. Umrætt svæði
nær 16 mílur út frá Deild og
19 mílur út frá Barða.
„Þetta svæði sem nú er lok-
að er stærra en ég þekki til á
síðustu 25 til 30 árum“, segir
Guðbjartur Ásgeirsson, skip-
stjóri á Guðbjörgu ÍS-46. „Það
er svo sem ekkert hægt að
segja við því að svæði sé lok-
að. Það er hins vegar stærðin
á þessu sem við gerum at-
hugasemdir við.“ Sjómenn
telja einnig varasamt að stefna
smábátum langt á haf út á
þessum árstíma. Jafnframt
bjóði þetta upp á hættu á brott-
kasti.
Hafrannsóknastofnunin
beitir þeim viðmiðunarmörk-
um við skyndilokanir vegna
smáþorsks að 25% af fiskin-
um séu undir 55 cm. Skyndi-
lokun þessi byggir á þremur
mælingum Fiskistofu þar sem
35%, 43% og 45% aflans
reyndist undir 55 cm.
Smábátasjómenn á svæð-
inu gagnrýna að lokanir séu
einungis byggðar á lengdar-
mælingu en taki ekki tillit til
aldurs fisksins. Vísa menn
gjarnan máli sínu til stuðnings
í sögu Þrastar Bjarnasonar
sjómanns frá Hrísey sem fékk
aflétt banni við línuveiðum á
Fljótagrunni. Hann lét aldurs-
greina smáþorsk á svæðinu
og kom í ljós að fiskar sem
voru 46 og 49 cm á lengd
voru fimm ára gamlir og 52
cm fiskar voru sjö ára gamlir.
Fiskistofa staðfesti síðan nið-
urstöðu Þrastar í sínum mæl-
ingum og var lokuninni aflétt.
Kennarar við Grunnskólann á Ísafirði
Heldur færri með kennsluréttindi
Staðan í kennaramálum í
grunnskólum Ísafjarðarbæjar
er allgóð og almennt hefur
gengið vel að manna uppeld-
isstofnanir í sveitarfélaginu,
að sögn Ingibjargar Maríu
Guðmundsdóttur, forstöðu-
manns Skóla- og fjölskyldu-
skrifstofu Ísafjarðarbæjar.
„Við höfum verið að hækka
hlutfall réttindafólks undan-
farin ár en það kom smávegis
bakslag í Grunnskólanum á
Ísafirði í haust“, segir Ingi-
björg. Þá fór hlutfall kennslu-
stunda sem sinnt er af fólki
með kennsluréttindi úr 83% í
74,5%. Ingibjörg segir að
skýringuna á því megi vafa-
laust rekja til nýrra kjarasamn-
inga.
Samkvæmt þeim var sveit-
arfélögunum gert ókleift að
veita starfskjör umfram heim-
ildir samninga eins og tíðkast
hafði lengi víða á landsbyggð-
inni. „Þannig varð nokkur til-
flutningur frá Ísafirði til
Reykjavíkur þar sem kjörin
voru orðin þau sömu“, segir
Ingibjörg María.
Hlutfall réttindafólks í öðr-
um grunnskólum í Ísafjarðar-
bæ er nokkru lægra en í
Grunnskólanum á Ísafirði.
„Ástandið er sæmilegt en
ég hef séð hærra hlutfall rétt-
indafólks hjá mér. Ekki það
að oft höfum við verið með
ágæta leiðbeinendur. Til þess
að ná sem bestum árangri í
skólastarfi er hins vegar
mikilvægt að kennarastöður
skólanna séu skipaðar rétt-
indafólki og að stöðuleiki sé í
starfsmannahaldi. Kröfur á
kennara hafa stóraukist seinni
ár og það gleymist oft í um-
ræðunni þegar rætt er um
hækkuð laun þeirra. Skólarnir
verða að vera eftirsóttir vinnu-
staðir hvar sem er á landinu
og þá ekki síst vegna góðra
launa”, segir Magnús Jóns-
son, skólastjóri Grunnskólans
á Suðureyri.
Eins og áður sagði er hlut-
fall kennslustunda sem er
sinnt af fólki með kennslu-
réttindi 74,5% á Ísafirði. Hlut-
fallið er 52% á Flateyri og
55% á Suðureyri. Á Þingeyri
er 75% bóklegrar kennslu
sinnt af réttindafólki en 50%
af verklegri kennslu.
Grunnskólinn á Ísafirði.
Það borgar sig að vera áskrifandi!
02.PM5 18.4.2017, 10:145