Bæjarins besta


Bæjarins besta - 15.01.2003, Síða 9

Bæjarins besta - 15.01.2003, Síða 9
MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2003 9 striki og starfa eftir framhalds- skólalögum. Ég mun jafn- framt leitast við að halda uppi námsframboði sem svarar eft- irspurn og þörfum hér á svæð- inu. Stærstur hluti þess rekstr- arvanda sem blasir við fram- haldsskólunum stafar af ákvörðunum „að ofan“, – bindandi ákvörðunum sem ríkið hefur tekið en skólarnir hafa ekki haft neitt um að segja. Síðustu kjarasamningar eru dæmi um slíka ákvörðun en ég get einnig nefnt samn- inga við Fasteignir ríkisins um leigu og viðhald á húsbygg- ingum skólanna, þjónustu- samninga um nýtt háhraðanet, nýtt bókasafnskerfi og fleira. Samningar af þessu tagi, sem ríkið er að gera fyrir hönd skólanna, fela í sér milljóna útgjöld sem skólarnir verða að fá bætt í formi rekstrarfjár á fjárlögum. Maður hlýtur að gera kröfu til þess að ríkið standi við gerða samninga með því að tryggja það fjár- magn sem fylgir ákvörðunum af þessu tagi. Það sem skólameistararnir sjálfir geta hins vegar, og ég hef til dæmis gert, er að hag- ræða í rekstrinum, skerpa verklagsreglur, ábyrgð og áætlanagerð. Ég hef viljað halda uppi skynsamlegri stefnu gagnvart þeim þætti kjarasamningsins sem er á valdi skólameistara og lýtur að yfirvinnu og úthlutun sér- verkefna. Meðal þess sem ég hef beitt mér fyrir á því sviði er að koma böndum á yfir- vinnu við skólann. Það skiptir meginmáli í þessu að skipu- leggja kennsluna þannig að það náist sem best nýting á kennsluaðstöðu og mannafla, með það markmið að svara eftirspurn eftir námsframboði í skynsamlegum mæli. Allt þetta hefur verið að skila okkur árangri, en mér er engin launung á því, að vitan- lega eru það ákvarðanir fjár- veitingavaldsins sem hafa þyngstu áhrifin á rekstrarskil- yrði framhaldsskólanna. Það er auðvitað sárt, þegar náðst hefur að stórbæta rekstrar- stöðu skólans og rétta af margra ára rekstrarhalla hans, að horfa fram á nýjan rekstr- arvanda sem er beinlínis búinn til hjá fjárveitingavaldinu. En við megum ekki missa móð- inn.“ Góður skóli og fer stöðugt batnandi – Er Menntaskólinn á Ísa- firði eftirsóknarverður vinnu- staður fyrir nemendur og kennara? „Hvort hann er – og fer batnandi. Nemendum er að fjölga og þeir hafa aldrei verið fleiri en í vetur. Það gengur vel að manna lausar stöður og hlutfall réttindakennara hækk- ar stöðugt. Haustið 2001, þegar ég kom til starfa, voru 10 réttindakennarar við skól- ann af u.þ.b. 25 fastráðnum kennurum. Í dag eru þeir 16 og ef svo fer fram sem horfir verða þeir orðnir 20 næsta haust, því að í vetur eru 4 af kennurum skólans í fjarnámi til kennsluréttinda sem þeir verða líklega búnir að fá í sum- ar.“ – Hefur Menntaskólinn á Ísafirði beitt sér fyrir bættri stöðu fólks sem tilheyrir minnihlutahópum, svo sem vegna líkamlegrar fötlunar, er- lends uppruna eða kynhneigð- ar? „Menntaskólinn á Ísafirði er opinn og framsækinn skóli þar sem virðing er borin fyrir fólki af hvaða uppruna og úr hvaða umhverfi sem er. Við leggjum jafn mikla áherslu á bóknám og verknám, bjóðum til dæmis fram bæði starfs- braut og almenna braut, auk hinna hefðbundnu bók- og verknámsnámsbrauta. Í ráði er að koma á fót sérstakri nýbúabraut til þess að svara þörf fyrir framhalds- menntun ungra nýbúa á Vest- fjörðum. Umsókn þar að lút- andi hefur nú verið send ráðu- neytinu, þaðan sem við bíðum einnig svars við eldri umsókn- um vegna ferðamála- og list- náms við skólann. Þessi áform verða vonandi orðin öll að veruleika næsta haust. Í sumar var gert átak í ferlimálum fatlaðra við skólann. Nú er loksins komin lyfta í húsið og búið að tryggja aðgengi fyrir hjólastóla að bæði bóknáms- húsi og heimavist. Þetta er allt til mikilla bóta og var auð- vitað löngu orðið tímabært.“ – Hvar eru vaxtarmöguleik- ar Menntaskólans á Ísafirði? „Þeir liggja fyrst og fremst í samfélagsgerðinni sjálfri hér á Vestfjörðum og því viðhorfi sem þar skapast gagnvart Menntaskólanum. Ef skólinn nýtur þess trausts og þeirrar tiltrúar sem hann þarfnast til að halda uppi metnaðarfullu starfi, þá eru okkur allir vegir færir með þann mannauð sem við höfum í nemendum skól- ans og starfsfólki.“ – Hvernig skóli verður MÍ eftir fimm ár? „Vonandi verður hann jafn framsækinn skóli og hann er nú og kominn í hóp eftirsókn- arverðustu menntaskóla landsins – skóli sem stendur undir nafni sem helsta menntastofnun fjórðungsins og Vestfirðingar geta verið stoltir af.“ Áskrifendur athugið! Enn eiga nokkrir áskrifendur BB eftir að gera skil á áskriftargjöldum vegna mánað- ana júlí-ágúst 2002 og september-október 2002. Vinsamlegast gerið skil hið fyrsta. Útgefendur. Það var föngulegur hópur íþróttafólks sem fékk viðurkenningar í hófinu í Bolungarvík. Íþróttamaður ársins 2002 í Bolungarvík Sveinbjörn Hrafn vann öll mót á landinu á liðnu ári Kajakræðarinn Svein- björn Hrafn Kristjánsson var útnefndur íþróttamaður árs- ins 2002 í Bolungarvík í hófi sem haldið var í Víkurbæ á sunnudag. Sveinbjörn er vel að titlinum kominn en hann vann öll þau mót sem stóðu kajakræðurum á Íslandi til boða á síðasta ári. Meðal þeirra móta sem Sveinbjörn vann á liðnu ári var Hvammsvíkurmaraþonið sem hann vann með yfir- burðum annað árið í röð. Sveinbjörn er aðeins 19 ára gamall og er í allra frem- stu röð kajakræðara á land- inu um þessar mundir. Það er Bolungarvíkurkaupstaður sem útnefnir íþróttamann ársins í Bolungarvík og kom það í hlut Einars Pétursson- ar, bæjarstjóra, að afhenda Sveinbirni veglegan bikar sem fylgir sæmdarheitinu íþróttamaður ársins. Auk þess að útnefna íþróttamann ársins var 30 íþróttamönnum veitt viður- kenning fyrir ástundun, áhuga og góðan árangur í sínum íþróttagreinum. Knattspyrnumenn úr 5. flokki drengja hjá UMFB fengu viðurkenningu fyrir að hafa orðið landsmótsmeist- arar á Unglingalandsmóti UMFÍ í Stykkishólmi sl. sumar. Þeir eru: Andri Rúnar Bjarnason, Bragi Helgason, Daníel Örn Antonsson, Davíð Örn Kristjánsson, Elías Jónsson, Guðbjörn Veigarsson, Haf- steinn Þór Jóhannsson, Paul Lúkas Smelt, Ragnar Högni Guðmundsson, Sigurður Páll Ólafsson, Vagn Margeir Smelt og Þorgeir Egilsson. Þrjár stúlkur hlutu viður- kenningu fyrir að hafa verið í sameiginlegu liði HSB og HSV í knattspyrnu sem lenti í öðru sæti á Unglingalands- móti UMFÍ sl. sumar. Þær eru Helga Guðrún Magnús- dóttir, Ingibjörg Þórdís Jóns- dóttir og Lóa Júlía Antons- dóttir. Aðrir íþróttamenn sem fengu viðurkenningu í Bol- ungarvík voru: Arna Kristín Arnarsdóttir fékk viðurkenningu fyrir ástundun, áhuga og framfarir í sundi. Bjarni Pétur Jónsson fékk viðurkenningu fyrir ástundun, árangur og framfarir í golfi. Guðrún Kristín Bjarnadóttir fékk viðurkenningu fyrir ástundun, áhuga og framfarir í sundi. Gunnar Már Elíasson fékk viðurkenningu fyrir góða ástundun og árangur með meistaraflokki UMFB í knatt- spyrnu. Ingólfur Ívar Hallgrímsson fékk viðurkenningu fyrir góð- an árangur í körfuknattleik. Kristrún Ósk Ágústsdóttir fékk viðurkenningu fyrir ástundun, áhuga og framfarir í sundi. Rögnvaldur Ingólfsson fékk viðurkenningu fyrir mikið og óeigingjarnt framlag til æskunnar í hestamannafé- laginu Gný Salóme Halldórsdóttir fékk viðurkenningu fyrir ástundun, áhuga og framfarir í sundi. Sigurður Þorsteinn Stef- ánsson fékk viðurkenningu fyrir dugnað og elju með körfuknattleiksdeild UMFB Stefán Örn Karlsson fékk viðurkenningu fyrir góða ástundun og framfarir með meistaraflokki UMFB í sumar. Sturla Stígsson fékk við- urkenningu fyrir mikinn stuðning við körfuknatt- leiksdeild UMFB. Svala Sif Sigurgeirsdóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í sundi. Sveinbjörn Hrafn Krist- jánsson fékk viðurkenningu fyrir mikinn áhuga og góðan árangur í kajakróðri. Unnsteinn Sigurjónsson fékk viðurkenningu fyrir ár- angur og framfarir í golfi. Weera Khiansanthia fékk viðurkenningu fyrir ástund- un, árangur og framfarir í golfi. Sveinbjörn Hrafn Kristjánsson, íþróttamaður ársins 2002 í Bolungarvík. 02.PM5 18.4.2017, 10:149

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.