Bæjarins besta


Bæjarins besta - 15.01.2003, Page 10

Bæjarins besta - 15.01.2003, Page 10
10 MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2003 Ársskýrsla Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar 2002 Mikið eignatjón á liðnu ári vegna eldsvoða, slysa og óhappa – sjö létu lífið í tveimur umferðarslys- um og einum eldsvoða Á nýliðnu ári voru 12 útköll vegna elds hjá Slökkviliði Ísa- fjarðarbæjar. Oftast kviknaði í vegna þess að fólk fór frá eldamennsku. Ennig er nokk- uð um að kvikni í þvottavélum og þurrkurum. Útköll vegna umferðarslysa, mengunar- óhappa og ýmiskonar björg- unarstarfa og aðstoðar við al- menning voru 19 á árinu en 2 útköll voru vegna brunakerfa. Auk þessa annaðist Slökkvi- lið Ísafjarðarbæjar 250 sjúkra- flutninga á árinu, þar af 50 neyðarflutninga. Þetta kemur fram í skýrslu Þorbjörns Sveinssonar slökkviliðsstjóra fyrir liðið ár. Slökkviliðsstjóri segir að eignatjón á árinu hafi verið mikið vegna bruna, umferðar- slysa og atvika í höfnum þar sem bátur sökk og annar stór- skemmdist. Fjórir létust á árinu í tveim- ur umferðarslysum á svæði Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar. Í inngangi að skýrslu sinni segir slökkviliðsstjóri að árið hafi ekki byrjað vel, en þá varð hörmulegur stórbruni á Þing- Slökkvistöðin á Ísafirði. eyri þar sem þrír létust. Slökkviliðið gerði átak í því að koma upp reykskynjurum á heimilum þar sem slökkvi- liðsmenn gengu í hús og buðu reykskynjara til kaups og að- stoðuðu við uppsetningu. „Mönnum var alls staðar vel tekið og þjónustan þökkuð“, segir Þorbjörn Sveinsson. Nokkrir slökkviliðsmenn komu sér upp köfunarbúnaði á árinu og nýttist hann að sögn slökkviliðsstjóra vel til björg- unarstarfa. Veðurblíðan virðist farin að rugla fleiri í ríminu en Vestfirðinga Erlendur bakpokamaður tjald- ar á Ísafirði sem hásumar væri Veðurblíðan virðist vera far- in að rugla fleiri í ríminu en Vestfirðinga sjálfa og farfugla himinsins, því að á miðviku- dag í síðustu viku bárust spurnir af erlendum bakpoka- manni, Ralph Wehner frá Sviss sem var búinn að tjalda Efling atvinnulífs í Ísafjarðarbæ Fyrsta skrefið stigið að stofnun eignarhaldsfélags Á nokkrum stöðum á landinu hafa verið stofnuð svæðisbundin eignarhalds- félög til eflingar atvinnulífs, þar sem heimamenn hafa lagt fram 60% af stofnfé gegn 40% mótframlagi Byggðastofnunar. Getur stofnunin veitt allt 120 millj- óna króna framlag til hvers landsfjórðungs vegna slíkra verkefna. Ísafjarðarbær hefur í fjár- hagsáætlun fyrir árið 2003 tekið frá 20 milljónir króna í þessu skyni. „Það má segja að þetta sé fyrsti vísirinn hjá okkur í átt að stofnun eignar- haldsfélags Ísafjarðarbæjar. Næsta skref er að láta reyna á það hvort að við fáum mót- framlag frá Byggðastofn- un“, segir Halldór Halldórs- son bæjarstjóri í Ísafjarðar- bæ. „Þessi vinna er á frum- stigi. Við eigum eftir þróa málið frekar“, segir Elías Guðmundsson, formaður at- vinnumálanefndar. Dæmdur fyrir akstur undir áhrifum lyfja Sektaður og sviptur ökurétti Maður hátt á þrítugsaldri var í síðustu viku dæmdur í Héraðsdómi Vestfjarða til greiðslu 50 þúsund króna sektar, ökuleyfissviptingar í sex mánuði og til greiðslu alls sakarkostnaðar fyrir akstur undir áhrifum lyfja. Maðurinn var ákærður og sakfelldur fyrir að hafa í haust ekið bifreið frá Bolungarvík og sem leið lá inn á Ísafjarð- arflugvöll með verulegt magn amfetamíns í blóði, auk róandi lyfja. Niðurstöður blóðrannsókn- ar leiddu lyfjanotkunina í ljós, auk játningar hins ákærða. Hátterni mannsins við kom- una á Ísafjarðarflugvöll var undarlegt og með þeim hætti, að vitni kallaði lög- reglu á vettvang. Erlingur Sigtryggsson dómstjóri kvað upp dóm- inn. fyrir neðan veg í Króknum á Ísafirði og sat hann í náðum í fjörunni við bóklestur þegar blaðamaður leit til hans. „Ég ætlaði að ganga á skíðum úr Landmannalaugum og yfir Kjöl til Akureyrar en það var enginn snjór“, segir Ralph. Þess vegna afréð hann að ferðast fótgangandi um Vestfirði í staðinn. Ralph seg- ist kunna þessu ferðalagi prýðisvel. Honum þykir gott að vera á ferð þegar fáir aðrir ferðamenn eru á kreiki þó að erfiðara sé um vik þar sem ýmis þjónusta liggur niðri á þessum árstíma. „Ég rek reiðhjólaverkstæði í Sviss og því er ég umkringd- ur fólki og í miklum skarkala stærstan hluta ársins. Á vet- urna er minna að gera og því nota ég þennan tíma til að taka mér frí og hlaða batter- íin“, segir Ralph Wehner. Fyrsti bakpokamaður ársins fyrir utan tjald sitt í Króknum á Ísafirði. Íþróttafélagið Ívar í Ísafjarðarbæ Stofnun borðtennisfélags á Ísafirði í undirbúningi Íþróttafélagið Ívar í Ísa- fjarðarbæ stendur þessa dag- ana fyrir átaki til að kynna borðtennisíþróttina með það að markmiði að stofna opið borðtennisfélag. Harpa Björnsdóttir, formaður Ívars, sem er íþróttafélag fatlaðra, segir margar vanræktar borð- tenniskempur leynast á svæð- inu. Margir hafi spilað borð- tennis í félagsmiðstöðinni en eftir það hafi þá skort vettvang til æfinga og því hætt spili. Í síðustu viku voru í heim- sókn hér vestra þeir Jóhann R. Kristjánsson, sem er í landsliði fatlaðra í borðtennis, og Helgi Þór Gunnarsson landsliðsþjálfari. Á föstudag fóru þeir í heimsóknir í skóla til að kynna íþróttina m.a. í Grunnskólann á Ísafirði og Menntaskólann á Ísafirði. Harpa Björnsdóttir segir ætlunina að setja á stofn borð- tennisfélag sem sé opið öllum, bæði fötluðum og ófötluðum Jóhann R. Kristjánsson á kynningunni í Menntaskólanum á Ísafirði. 02.PM5 18.4.2017, 10:1410

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.