Bæjarins besta


Bæjarins besta - 15.01.2003, Síða 12

Bæjarins besta - 15.01.2003, Síða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2003 Vestfirðingur ársins Stakkur hefur ritað vikulega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoðanir hans á mönnum og málefnum hafa oft verið umdeildar og vakið umræður. Þær þurfa alls ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins. Þrátt fyrir það bera ábyrgðarmenn blaðsins ábyrgð á skrifum Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt. SPURNINGINSTAKKUR SKRIFAR Netspurningin er birt viku- lega á bb.is og þar geta lesendur látið skoðun sína í ljós. Aðeins er tekið við einu svari frá hverri tölvu. Niðurstöðurnar eru síðan birtar hér. Spurt var: Ætlar þú á þorrablót? Alls svöruðu 449. Já sögðu 268 eða 59,69% Nei sögðu 114 eða 25,39% Kannski sögðu 67eða 14,92% bb.is Þar sem púlsinn slær... Jonathan Culver Horton er bandarískur skiptinemi á Ísafirði Svolítið undrandi á snjóleysinu á Íslandi Á hverjum vetri dveljast nokkrir erlendir skiptinem- ar á Ísafirði og í grannbygg- ðum og stunda nám við Menntaskólann á Ísafirði. Nemar þessir koma aðal- lega á vegum tvennra sam- taka, AFS og Rotary. Jonathan Culver Horton er sautján ára Bandaríkja- maður sem dvelst nú á Ísa- firði á vegum síðarnefndu samtakanna. Jonathan er frá Wyoming við rætur Kletta- fjalla, fámennasta fylki Bandaríkjanna. Síðan Jona- than kom til Ísafjarðar hefur hann afrekað það meðal annars að ganga á fjöll og vinna titla með Sundfélag- inu Vestra. Jonathan kom til landsins seint í ágústmánuði. Í vetur hefur hann búið hjá Her- manni Níelssyni, kennara við Menntaskólann á Ísa- firði, og unir hag sínum býsna vel. „Auk hinna dag- legu hluta höfum við gert ýmislegt saman, meðal ann- ars gengið á fjöll í nágrenni Ísafjarðar. Þannig fór ég með Hermanni og nokkrum krökkum úr skólanum í göngu á Snæfjallaströnd.“ Frá jafn- réttisfylkinu Jonathan er eins og áður segir frá Wyoming, fámenn- asta fylki Bandaríkjanna og jafnframt einu því yngsta. Wy- oming er aðallega þekkt sem „kúrekafylkið“ og „jafnréttis- fylkið“. Það skipaði stóran sess í jafnréttisbaráttu kynj- anna og var fyrsta fylki Bandaríkjanna til að veita konum kosningarétt og viður- kenna þær gjaldgengar til opinberra starfa. Þrátt fyrir nokkra mannfæð í Wyoming, en þar býr innan við hálf milljón manna, er fylkið býsna stórt í ferkíló- metrum talið. Það er á sléttum við Klettafjöllin og liggur ekki að sjó. Sankaði að sér upplýsingum Umhverfið þar sem Jona- than ólst upp er harla ólíkt Íslandi, en hvers vegna ákvað hann að koma hingað, af öll- um stöðum? „Það er eiginlega vegna þess hversu ólíkt umhverfið er og vegna þess hversu lítið ég vissi um landið. Það var eiginlega það sem mér þótti mest spennandi. Ég reyndi eftir fremsta megni að bæta úr því hversu lítið ég vissi. Um leið og ég hafði ákveðið að fara til Ís- lands sankaði ég að mér ýms- um upplýsingum um landið. Ég vissi því orðið nokkuð mikið þegar ég kom en átti náttúrlega eftir að upplifa hlut- ina sjálfur.“ – Hvað ætli hafi komið Jonathan mest á óvart við dvölina á Íslandi? „Ég hef verið svolítið undr- andi á snjóleysinu. Ég bjóst við því að það yrði miklu meira af snjó, ég mér heyrist reyndar á flestum að það hafi allir búist við miklu meira af snjó. Þetta er svolítið leiðin- legt, því ég hafði hlakkað til að fara á skíði hérna. Veturinn er samt ekki nema rétt hálfn- aður svo að þetta gæti lagast.“ Syndir með Vestra – En hvað hefur Jonathan helst gert sér til dundurs síðan hann kom? „Ég hef haft nóg að gera. Í Wyoming var ég að æfa sund og hef haldið því áfram eftir að ég kom til Ísafjarðar. Ég komst í sundlið Vestra og hef æft með þeim og keppt fyrir þeirra hönd á mótum og geng- ið ágætlega, rétt eins og liðs- félögum mínum. Við unnum til dæmis bikarmót fyrir stuttu og komumst upp í efstu deild. Þá hef ég líka reynt að taka þátt í alls konar samkomum á vegum skólans, dansleikjum og öðru. Svo reyni ég að sjálf- sögðu að standa mig í nám- inu.“ íslensku en náði prófum í ensku, stærðfræði og sögu. Tungumálaerfiðleikarnir voru ekki miklir, sérstaklega ekki í fyrstnefndu áföngunum.“ – Það er kannski böl að vera enskumælandi, þú lærir varla mikla íslensku ef allir tala við þig á ensku, eða hvað? „Nei, og ég skammast mín eiginlega svolítið fyrir að vera ekki búinn að læra neitt, eða sama og ekki neitt, í tungu- málinu. Ég vona þó og trúi að þetta skáni eftir áramót, en ég lít á það sem skyldu mína að læra eitthvað í ís- lensku. Það væri agalegt að fara aftur til Bandaríkjanna engu bættur og án þess að hafa lært neitt í málinu,“ sagði Jonathan Culver Hor- ton í samtali við blaðið. Skammast sín fyrir íslensku- kunnáttuna – Og hvernig hefur þér sóst námið? „Það hefur gengið ágæt- lega. Ég var í prófum núna fyrir jólin og gekk vel, náði öllum þeim áföngum sem ég var í. Reyndar tók ég ekki Bæjarins besta hefur tekið upp þann ágæta hátt að veita lesendum sínum kost á því að velja Vestfirðing ársins. Þá líta veljendur yfir farinn veg og skoða hvað það er sem þeim þykir hafa staðið upp úr í verkum og framkomu Vestfirðinga og veita svo þeim brautargengi, sem að lokinni skoðun hvers og eins verður efstur á blaði. Þessi siður er góður og skemmtilegur og gefur óneitanlega vísbendingar. En þess er óskað að hver sem velur gefi skýringu á vali sínu. Engin skilyrði eru þó sett um það hvað þurfi til þess að maður komi til greina sem Vestfirðingur ársins. Slík skilyrði kynnu meðal annars að vera á þá lund, að viðkomandi hefði ná sérstökum árangri í starfi eða öðrum viðfangsefnum til þess að koma til greina. Ef svo væri mætti setja spurningar um ýmsa þá er komust á lista. En vel tókst til að þessu sinni. Hlynur Snorrason hefur verið óþreytandi að sinna forvarnarverkefninu VáVest sem er byggt upp af þátttöku margra einstaklinga og félaga. Hann hefur hlotið til þess stuðning yfirmanna sinna í lögreglunni á Ísafirði og sinnt þessu áhugamáli sínu er jafnframt tengist starfinu af óþrjótandi elju um margra ára skeið. Öllum má vera ljóst að miklu varðar að koma í veg fyrir óholla tómstundaiðju barna og unglinga. Reykingar og áfengisnautn eru slæmur kostur fyrir ungmenni og fáir munu hafa leiðst út í neyslu sterkari fíkniefna og ólöglegra án þess að hafa reynt þessi tvö löglegu fyrst. Hér er ekki verið að mæla gegn hóflegri neyslu áfengis, sem vissulega getur veitt þeim sem með kann að fara gleði og ánægju, en skaðað hinn al- veg skelfilega sem ekki hefur tökin á því hvernig með er farið. Almennt er talið að hvert ár sem tekst að halda unglingum frá því að hefja brúkun áfengis sé stórt skref í þá veruna að koma í veg fyrir ofnautn. Um reykingar og aðra tóbaksnotkun þarf vart að ræða. Afleiðingar þeirra eru jafnan skaðlegar fyrir utan óþrifnað og óþægindi margra þeirra sem ekki taka þátt í neyslunni. Hin ólöglegu fíkniefni – eiturlyf – eru skelfileg og hafa farið illa með margt ungmennið. Sum þeirra losna eftir miklar hremmingar, meira og minnna skemmd af afleiðingunum, bæði á líkama og sál. Önnur deyja af völdum hörmunganna og eru þá ótaldar af- leiðingar og óhamingja þeirra sem næstir standa, foreldra, maka og barna. Það er því verðugt verkefni að velja sér að berjast gegn þeim vágesti sem fíkiefnin eru. Þeim tengjast einnig afbrot margs konar sem leiða oft til alvarlegrar glæpastarfsemi. Það má því segja að það hafi verið vel valið að óþreytandi baráttumaður hafi hlotið þennan heiðurstitil. Breytir þar engu um þótt náin tengsl séu við starfið. Það er nefnilega svo, að miklu skiptir hvernig menn sinna störfum sínum. Sá sem það gerir af kostgæfni og áhuga á alltaf hrós skilið. Lesendur völdu vel að þessu sinni. 02.PM5 18.4.2017, 10:1412

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.