Bæjarins besta - 15.01.2003, Side 13
MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2003 13
NINGIN
Útnefning Íþróttamanns Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2002
Ólafur Th. Árnason
kjörinn í annað sinn
Kristín Gísladóttir, móðir Ólafs Th. Árnasonar, Íþróttamanns Ísafjarðarbæjar 2002 og
Katrín systir hans tóku við viður-kenningunum. Á milli þeirra er Birna Lárusdóttir, forseti
bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.
Íþróttamaður Ísafjarðarbæj-
ar árið 2002 var útnefndur í
hófi sem Afreks- og styrktar-
sjóður Ísafjarbæjar og Hér-
aðssamband Vestfirðinga
héldu í Stjórnsýsluhúsinu á
Ísafirði á laugardag. Að þessu
sinni var valinn Ólafur Th.
Árnason skíðagöngumaður á
Ísafirði en hann átti miklu
gengi að fagna á árinu. Áður
var hann útnefndur íþrótta-
maður Ísafjarðarbæjar árið
1999 en Katrín Árnadóttir,
skíðagöngukona og systir
Ólafs, var útnefnd fyrir árið
2000.
Ellefu íþróttamenn voru til-
nefndir af aðildarfélögum
HSV og hlutu þeir allir viður-
kenningu. Auk þeirra hlaut
Lárus Daníelsson sem keppir
utan félaga viðurkenningu en
hann sigraði á Þrekmeistara-
móti Íslands á síðasta ári.
Auk Ólafs Th. Árnasonar
fengu fjórir íþróttamenn styrk
úr Afreks- og styrktarsjóði Ísa-
fjarðarbæjar og nam hann
100.000 krónum fyrir hvert
þeirra. Skíðamennirnir Ólafur
Th. Árnason, Jakob Einar Jak-
obsson og Markús Þór Björns-
son hlutu styrk en þeir æfa
allir fyrir Vetrarólympíuleik-
ana í Tórínó árið 2006. Heiðar
Ingi Marinósson sundmaður
og Hjördís Erna Ólafsdóttir
júdókona hlutu einnig styrk
en þau hafa verið valin í hóp
þeirra íþróttamanna sem
keppa munu á Ólympíuleik-
unum í Aþenu árið 2004.
Skíðafélag Ísafjarðar fékk 25
þúsund króna styrk úr Afreks-
og styrktarsjóði en venjan er
að það félag sem stendur að
baki Íþróttamanni Ísafjarðar-
bæjar hljóti einnig viðurkenn-
ingu með þeim hætti.
Katrín Árnadóttir, systir Ól-
afs Th. Árnasonar, og Kristín
Gísladóttir, móðir hans, tóku
við útnefningunnni og því
sem henni fylgdi fyrir hans
hönd úr hendi Birnu Lárus-
dóttur forseta bæjarstjórnar.
Ólafur er staddur við æfingar
í Noregi og gat ekki tekið við
viðurkenningunni.
Eftirtalið íþróttafólk hlaut
tilnefningar og viðurkenning-
ar vegna kjörs Íþróttamanns
Ísafjarðarbæjar 2002:
Allan Már Newman (Ksf.
Hörður), Baldur Ingi Jónasson
(KFÍ), Friðrikka Árný Rafns-
dóttir (Hestamannafélagið
Stormur), Indriði E. Hilmars-
son (Hestamannafélagið
Hending), Jónas K. Lyngmo
(Skotíþróttafélag Ísafjarðar-
bæjar), Lárus M.K. Daníels-
son (vegna Þrekmeistaramóts
Íslands), Ólafur Th. Árnason
(Skíðafélag Ísfirðinga), Sig-
urður Fannar Grétarsson
(Golfklúbbur Ísafjarðar),
Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir
(Íþróttafélagið Ívar), Svein-
björn Hrafn Kristjánsson
(Sæfari, félag áhugamanna
um sjósport), Þór Sveinsson
(Sundfélagið Vestri), og Þórð-
ur Rafn Bjarnason (BÍ).
Íþróttamennirnir og fulltrúar þeirra sem tilnefndir voru af félögum innan HSV vegna kjörs Íþróttamanns Ísafjarðarbæjar.
Þessir ungu knattspyrnumenn fengu viðurkenningar frá
Boltafélagi Ísafjarðar fyrir góðan árangur.
Sundfélagið Vestri á Ísafirði heiðraði sitt fólk fyrir góðan árangur á árinu 2002. Á myndinni eru einnig þeir Ingi Þór Ág-
ústsson, þjálfari sundfólksins og Gestur Elíasson, formaður Vestra.
Fjölmenni var við útnefninguna sem haldin var í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.
AUGLÝSING UM DEILISKIPULAG
Í ÍSAFJARÐARBÆ
Deiliskipulag Sætúns og Túngötu á
Suðureyri.
Í samræmi við 25. gr. skipulags- og
byggingarlaga er hér með auglýst til
kynningar á ný, tillaga að deiliskipulagi
Sætúns og Túngötu, með breytingu
frá eldri tillögu.
Deiliskipulagstillagan var samþykkt
á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar
5. desember 2002.
Helstu breytingar frá fyrri tillögu eru
að Sætún og Túngata verða tvístefnu-
akstursgötur. Tillagan verður til sýnis
á bæjarskrifstofu á Ísafirði og Suður-
eyri frá 16. janúar til og með 14. febr-
úar 2003. Skriflegum athugasemdum
við tillöguna skal komið á framfæri
við undirritaðan fyrir 28. febrúar nk.
sem veitir jafnframt allar nánari upp-
lýsingar.
Ísafjarðarbæ, janúar 2003,
Skipulags og bygginarfulltrúi.
02.PM5 18.4.2017, 10:1413