Bæjarins besta - 23.07.2003, Síða 1
Hættur að
svekkja mig á
gangi mála
– segir „stýrimaðurinn í Dubai“, Flosi
Arnórsson frá Ísafirði. Sjá viðtal í miðopnu
Miðvikudagur 23. júlí 2003 • 29. tbl. • 20. árg.
ÓHÁÐ Á V E S T F J Ö R Ð U MFRÉTTABLAÐ
Stofnað 14. nóvember 1984 • Sími 456 4560 • Veffang: www.bb.is • Netfang: bb@bb.is • Verð kr. 250 m/vsk
Þorskafli dregst minna saman á Vestfjörðum en á landsvísu
Tæp 25 þúsund tonn komin á land
Frá upphafi yfirstandandi
fiskveiðiárs í september til
loka júní var landað 24.909
tonnum af þorski í höfnum
á Vestfjörðum en á sama
tímabili í fyrra hafði verið
landað 26.669 tonnum á svæð-
inu. Á landsvísu minnkar afl-
inn úr 194.096 á sama tíma-
bili í fyrra í 173.770 tonn nú.
Á Vestfjörðum dregst því
þorskaflinn saman um 6,7%
en 10,4% á landsvísu. Í heild-
ina hafa borist á land á Vest-
fjörðum frá upphafi fiskveiði-
ársins til loka júní 49.914 tonn
en á sama tíma fyrir ári hafði
verið landað 60.084 tonnum.
Vegur þar þyngst að engin
loðna barst á land í Bolungar-
vík á vetrarvertíð. Í lok júní
var loðnuaflinn í Bolungar-
vík frá upphafi fiskveiðiárs
866 tonn en var 13.134 tonn
á sama tíma í fyrra.
Ísafjörður
Þrír teknir
fyrir ölvun
við akstur
Lögreglan á Ísafirði
stöðvaði þrjá ökumenn
grunaða um ölvun við akst-
ur aðfaranótt sunnudags.
Einn ökumannanna var
stöðvaður innan bæjar á
Ísafirði, annar var á ferð í
jarðgöngunum milli Ísa-
fjarðar og Suðureyrar og
sá þriðji við Ögur í Ísa-
fjarðardjúpi þar sem hald-
inn var dansleikur í félags-
heimilinu.
Bolungarvík
Minni eignir
Hrein eign Lífeyrissjóðs
Bolungarvíkur minnkaði á
síðasta ári um 87 milljónir
eða 4,2% Hrein eign Líf-
eyrissjóðs Vestfirðinga
minnkaði um 1,9% á sama
tímabili. Í heildina jókst
hrein eign íslenskra lífeyr-
issjóða um rúma 34 millj-
arða eða um 5,3%. Af 51
lífeyrissjóði í samantekt
Fjármálaeftirlitsins rýrnaði
hrein eign 16 þeirra.
29.PM5 18.4.2017, 11:271