Bæjarins besta - 23.07.2003, Qupperneq 12
1 2 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2003 Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is
Friðun Vestfjarða
Stakkur hefur ritað vikulega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoðanir hans á mönnum og málefnum hafa oft verið umdeildar og vakið umræður. Þær þurfa alls
ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins. Þrátt fyrir það bera ábyrgðarmenn blaðsins ábyrgð á skrifum Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt.
SPURNINGIN
Netspurningin er birt viku-
lega á bb.is og þar geta
lesendur látið skoðun sína
í ljós. Aðeins er tekið við
einu svari frá hverri tölvu.
Niðurstöðurnar eru síðan
birtar hér.
Spurt var:
Ætlar þú í
haustferð til
útlanda?
Alls svöruðu 191.
Já sögðu 59 eða 31%
Nei sögðu 102 eða 53%
Óvíst sögðu
30 eða 16%
bb.is
Þar sem púlsinn slær...
STAKKUR SKRIFAR
Þakkir
Hjartans þakkir til allra sem glöddu mig á
85 ára afmælisdeginum mínum með kveðj-
um, gjöfum og heimsóknum. Sérstakar
þakkir til barna minna, tengdabarna og
barnabarna. Bestu kveðjur.
Sölvey Jósefsdóttir (Eyja).
Góð aðsókn hefur verið að
Byggðasafni Vestfjarða í
Neðstakaupstað á Ísafirði að
sögn Tinnu Hermannsdóttur
starfsmanns safnsins.
„Hér hefur verið mikið
rennirí og saltfiskveislurnar
hafa hlotið góðar undirtektir.
Þetta er ósköp svipuð umferð
og síðasta sumar, heldur meiri
ef eitthvað er“, segir Tinna.
Veitingasala hefur verið í
Tjöruhúsinu frá 20. júní og
verður hún opin til 20. ágúst.
Þar er boðið upp á súpu og
brauð í hádeginu en fram eftir
degi geta gestir safnsins fengið
sér kaffi, kakó, vöfflur og fleira
góðgæti. Jafnt Íslendingar sem
útlendingar heimsækja safnið
en Tinna telur stærri hluta
þeirra vera Frónbúa.
Byggðasafn Vestfjarða í
Neðstakaupstað opnar upp úr
10 á morgnana og lokar um
17 en Tinna segir fólk einnig
skoða sig mikið um í umhverfi
safnsins utan reglulegs opn-
unartíma. „Fólk er mikið að
skoða sig um hérna og kíkja í
fjöruna. Ferðafólkið er ósköp
hrifið af saltfisknum sem við
dreifum út hérna og spyr mikið
út í hann. Þá fær það smá
hluta af sögu staðarins“, sagði
Tinna. – kristinn@bb.is
Byggðasafnið í Neðstakaupstað á Ísafirði
Góð aðsókn í sumar
Móttaka ferðamanna í Neðstakaupstað.
Mikið um að vera
á Siglingadögum
Fjórir hraðbátar sigldu í
hóp um Pollinn á Ísafirði á
laugardag áður en tveir
þeirra héldu saman í
Grunnavík í Jökulfjörðum.
Var uppákoman liður í
hátíðinni Siglingadagar
sem nú stendur yfir á Ísa-
firði. Vonast hafði verið
eftir fleiri bátum, en vegna
anna skipstjóra og bilana
var hópurinn minni en til
stóð. „Þetta var samt frá-
bær ferð. Það var farið í
Grunnavík og gengið að
Staðarkirkju undir leið-
sögn Friðriks Jóhannsson-
ar staðarhaldara. Svo
grilluðum við úti áður en
haldið var á ball í Ögri“,
segir Úlfar Ágústsson, einn
ferðalanganna og starfs-
maður Siglingadaga.
Köfunarkynning sem
vera átti í Sundhöll Ísa-
fjarðar á föstudag féll
niður. „Menn höfðu sýnt
þessu mikinn áhuga og við
höfðum áhyggjur yfir því
að koma ekki öllum fyrir.
En þegar á reyndi mættu
menn ekki og því féll þetta
niður“, segir Úlfar. Meðal
annarra viðburða á Sigl-
ingadögum um liðna helgi
má nefna kajaknámskeið í
Reykjanesi undir stjórn
Halldórs Sveinbjörnssonar
og tveggja daga kajakferð
sem Stefán Dan Óskarsson
stóð fyrir. „Það vakti at-
hygli að konur voru í
meirihluta í þeirri ferð.
Hópurinn fór inn að Fola-
fæti og gisti þar, en endaði
svo á bátaballi í Ögri“, seg-
ir Úlfar Ágústsson. Sigl-
ingadögum verður fram
haldið næstu daga og fram
yfir næstu helgi. Á laugar-
dag verður keppt í kajak-
róðri og fimmtarþraut.
„Þó nokkrar skráningar
eru komnar, en það er
mjög mikilvægt að áhuga-
samir skrái sig sem allra
fyrst. Það auðveldar allan
undirbúning“, segir Úlfar
Ágústsson, starfsmaður
Siglingadaga. –halfdan@bb.is
Fjórir hraðbátar sigldu í hóp um Pollinn. Myndir: Þorsteinn J. Tómasson.
Frá setningu Siglingadaga á Silfurtorgi á föstudag.
Það hefur vakið sérstaka athygli þjóðarinnar hve mikið er um að vera í menn-
ingarlífi Vestfirðinga það sem af er ári. Hæst ber að sjálfsögðu Söngvaseið, sem
hlaut mikið lof og var sýndur nokkrum sinnum í Þjóðleikhúsinu við góðar
undirtektir. Safnhúsið á Eyrartúni var opnað á þjóðhátíðardaginn og var sér-
stakt gleðiefni. Sæluhelgi á Suðureyri er að baki og grænlenskir dagar á Flat-
eyri. Hátíðin Bíldudals grænar... þótti heppnast vel. Siglingadagar stóðu á Ísa-
firði síðustu helgi, Ögurballið heppnaðist vel, óvenju margir þáðu rabbarbara-
grautinn, og loks bíður unglingalandsmót UMFÍ um verslunarmannahelgina.
Þá verður mikið um að vera á Ísafirði. Mót og hátíðir sumarsins sýna þann kraft
sem býr í Vestfirðingum og hvers þeir eru megnugir þegar saman er staðið og
menn eru reiðubúnir að leggja sig fram og leggja mikið á sig. Samt fækkar
Vestfirðingum.
Hvernig á að snúa þróun byggðarinnar við og fjölga íbúum á ný? Svarið eða
svörin öllu heldur eru ekki auðsæ. Af gamansemi má rifja upp í því sambandi,
að refurinn á Hornströndum var friðaður fyrir nokkru og er nú að taka yfir dýr-
heima. Varp bjargfugla er með minnsta móti þetta árið. Sumarhúsaeigendur á
Hornströndum kvarta undan því að mófuglinn láti í minni pokann og honum
fækki ár frá ári, því refurinn éti eggin. Bændur, sem enn búa í Ísafjarðardjúpi
kvarta undan ágangi refs og mikilli fjölgun hans. Sama sagan er reyndar af öllu
landinu. Friðun refs kynni því að vera athyglisvert fordæmi. Skyldi duga að
friða Vestfirðinginn til þess að hann fjölgaði sér? Hann á þó sameiginlegt með
refnum að leita um allt land og fjölga sér annars staðar. Þessi þróun er kannski
hafin með stækkun Hornstrandafriðlands og væntanlegum nýjum þjóðgarði í
fyrrum Rauðasandshreppi, nú Vesturbyggð. Látrabjarg og Rauðisandur verða
þá í nýjum þjóðgarði. Hornstrandafriðlandið mun ná í mitt Kaldalón og nýtt
friðland vegna gróðurs verður á Austurströndum. Í friðlandinu býr enginn
Vestfirðingur, refurinn situr að því í skjóli friðunar sinnar. Spurningin verður
því hvort friða eigi Rauðsendinga innan þjóðgarðsins nýja, sem að vísu verð-
ur ekki stofnsettur fyrr en landeigendur hafa veitt samþykki sitt.
Fólk er víst sjaldan friðað og mun það ekki hafa verið gert á Íslandi. En um
er að ræða spendýr sem líkt og refurinn þarf sitt rými, land og aðstæður til
þess að þrífast og dafna. Vestfirðingar hafa verið til frá upphafi Íslandsbyggðar
og víst er að flestum landsmönnum finnst þeir skera sig frá meirihlutanum
vegna dugnaðar og þrautseigju. Þeir láta ekkert tækifæri ónotað til þess að
segja sína skoðun umbúðalaust, bæði á mönnum og málefnum. Forseti Ís-
lands er Vestfirðingur, líkt og Sveinn Björnsson fyrsti forseti lýðveldisins.
Héðan hafa komið margir af drýgstu stjórnmála- og athafnamönnum þjóðar-
innar um aldir og hörðustu embættismennirnir allt fram á síðustu öld. Hvergi
voru fleiri brenndir fyrir galdara. Það er því ástæða til friðunar stofnsins áður
en hann blandast um of. Ekki sakar ef stofninn fjölgaði sér í kjölfarið.
29.PM5 18.4.2017, 11:2712