Bæjarins besta


Bæjarins besta - 23.07.2003, Side 16

Bæjarins besta - 23.07.2003, Side 16
ÓHÁÐ Á V E S T F J Ö R Ð U MFRÉTTABLAÐ Stofnað 14. nóvember 1984• Sími 456 4560 •Fax 456 4564 • Netfang: bb@bb.is • Verð kr. 250 m/vsk Póls hf. á Ísafirði og bandaríska fyrirtækið FoodCraft Umfangsmikið sam- starf í kjúklingaiðnaði Póls hf. á Ísafirði hefur hafið samstarf við bandaríska fyrir- tækið FoodCraft um markaðs- setningu og dreifingu á tækja- búnaði Póls til kjúklingafram- leiðenda í Norður-Ameríku. Að sögn Harðar Ingólfssonar, stjórnarformanns Póls, er mik- ill áhugi meðal manna í banda- rískum kjúklingaiðnaði á bún- aði sem getur búið til skammta ef meiri nákvæmni en hefur tíðkast. „Hvert prósent skiptir máli þegar framleiðslumagnið er mikið. Sá búnaður sem al- mennt er notaður þykir ekki ná viðunandi árangri og því beinast augu manna að nýjum aðferðum sem geta skilað betri árangri“, segir Hörður. „Nýlega voru lykilstjórn- endur FoodCraft að ganga frá útlitsteikningum á vinnslu- línum fyrir kjúklingaslátur- hús, sem munu byggja á tækni Póls á sviði vigtunar, flokk- unar og skömmtunar. Food- Craft hefur starfað í kjúklinga- iðnaði í Bandaríkjunum í 25 ár og framleiðir meðal annars skurðarvélar fyrir kjúklinga- vinnslur. Póls hefur jafn langa sögu í framleiðslu tækjabún- aðar fyrir fiskiðnað og hefur einkaleyfi í mörgum löndum á þrautreyndri aðferð við að búa til skammta af fastri vigt. Það er álit forsvarsmanna FoodCraft að lausnir Póls á þessu sviði eigi fullt erindi á bandarískan kjúklingamark- að“, segir Hörður. Póls hf. mun þróa og fram- leiða nauðsynlegan búnað, með sérstaka áherslu á vinn- slulínur og skömmtun með þeirri tækni sem fyrirtækið hefur yfir að ráða. Póls hefur um árabil sérhæft sig í gerð svokallaðra samvalsvéla sem vigta og velja saman mismun- andi þunga bita í ákveðna pakkningarvikt. „Samstarf fyrirtækjanna verður á því formi að Food- Craft sér um markaðssetningu og veitir Póls hf. tæknilegar upplýsingar um kjúklingaiðn- aðinn“, segir Hörður. „Það er mat forsvarsmanna Póls að samstarfið við FoodCraft gefi félaginu einstakt færi á að komast inn á þennan stóra markað og að sama skapi muni sú tækni og þær aðferðir sem Póls hf. ræður yfir geta styrkt stöðu FoodCraft verulega á næstu árum. Póls mun leita samstarfs við önnur íslensk fyrirtæki til að tryggja nægi- lega afkastagetu í hönnun og framleiðslu vegna þeirra verk- efna sem eru framundan í tengslum við samstafið við FoodCraft“, segir Hörður Ing- ólfsson, stjórnarformaður Póls hf. halfdan@bb.is Kjúklingabitar vigtaðir með samvalsvél frá Póls. Lífeyrissjóður Vestfirðinga Hrein eign minnk- aði um 245 milljónir Hrein eign Lífeyrissjóð Vestfirðinga til greiðslu líf- eyris minnkaði um 245 milljónir króna á síðasta ári. Í lok árs 2002 var hrein eign sjóðsins 12,9 milljarðar og hafði þá rýrnað um 1,9%. Lífeyrissjóður Vestfirðinga er nú 14. stærsti lífeyrissjóð- ur landsins. Guðrún Guðmannsdóttir framkvæmdastjóri sjóðsins segir rýrnunina skýrast af neikvæðra ávöxtun erlendra verðbréfa og lækkandi gengi dollars. „Lífeyrissjóðurinn á í verðbréfasjóðum erlendis sem fjárfesta bæði í skulda- bréfum og hlutabréfum. Þegar verið er að horfa á raunávöxtun lífeyrissjóða er það gert til lengri tíma. Þess- ar eignir voru að skila okkur 15% ávöxtun á árinu 1999 og að sama skapi eru horfur bjartar fyrir þetta ár“, segir Guðrún. Verðbréfaeign Lífeyris- sjóðs Vestfirðinga var tæp- lega 11,8 milljarðar í lok síðasta árs. Guðrún segir að ef litið er til erlendra lífeyr- issjóða þá séu íslensku sjóð- irnir að ná góðum árangri. „Víða erlendis erum við að sjá allt að 30% neikvæða ávöxtun. Stjórn Lífeyrissjóðs Vest- firðinga hefur markað þá stefnu að horfa til langs tíma og halda í þessar eignir með- an niðursveiflan gengur yfir. Við ætlum að fá hækkunina að fullu inn aftur. Ég hef séð virkilega sorgleg dæmi um að fólk hafi farið á taug- um þegar bréf hafa lækkað. Fólk hefur haldið sig vera að tapa öllu og selt bréf á mjög lágu gengi sem síðan hafa rétt úr kútnum, jafnvel nokkrum mánuðum síðar. Þetta hefur hent mjög marga einstaklinga“, sagði Guðrún Guðmannsdóttir. kristinn@bb.is Kaup RARIK á Hitaveitu Dalabyggðar Komu Orkubúinu í opna skjöldu Kaup RARIK á Hitaveitu Dalabyggðar virðast hafa komið stjórnarmönnum Orkubús Vestfjarða í opna skjöldu samkvæmt fréttum Svæðisútvarps Vestfjarða. Áður hafði verið áformað að selja Orkubúinu hitaveit- una og átti aðeins eftir að ganga frá formsatriðum. Í fréttum útvarps í síðustu viku kom fram að Orkubúið hefði boðið 135 milljónir króna í hitaveituna en á mánudag hafi komið tilboð frá RARIK upp á 140 millj- ónir króna. Bæði Orkubúið og RARIK eru í ríkiseigu. Kristján Haraldsson orku- bússtjóri sagði í samtali við Ríkisútvarpið að tilboð Orkubúsins stæði en fyrir- tækið ætlaði ekki að taka þátt í yfirboðum tveggja rík- isfyrirtækja. Ef kaup RAR- IK á Hitaveitu Dalabyggðar væru til þess fallin að skapa meiri sátt um málið meðal heimamanna þá væri það jákvætt. kristinn@bb.is Höfuðstöðvar Orkubús Vestfjarða á Ísafirði. 29.PM5 18.4.2017, 11:2716

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.