Bæjarins besta - 20.08.2003, Qupperneq 1
Miðvikudagur 20. ágúst 2003 • 33. tbl. • 20. árg.
ÓHÁÐ Á V E S T F J Ö R Ð U MFRÉTTABLAÐ
Stofnað 14. nóvember 1984 • Sími 456 4560 • Veffang: www.bb.is • Netfang: bb@bb.is • Verð kr. 250 m/vsk
Stærstum hluta afla sem
landað var á Vestfjörðum á
síðasta ári, eða tæplega 86%,
var ráðstafað innan fjórðungs-
ins. Þetta kemur fram í Útvegi
2002, ársriti Hagstofunnar um
sjávarútvegsmál. Af 83.486
tonna afla sem landað var á
Vestfjörðum keyptu aðilar inn-
an fjórðungsins 71.554 tonn.
Allur uppsjávarafli sem kom
til löndunar á Vestfjörðum var
unninn innan fjórðungsins en
hann var 26.326 tonn.
Fiskkaupendur á Vestfjörð-
um tóku við liðlega 76% af
botnfiskafla sem landað var á
svæðinu eða 35.250 tonnum
af alls 46.110 tonnum. Næst-
mest fór til höfuðborgarsvæð-
isins en þar keyptu menn 5.330
tonn af botnfiski frá Vestfjörð-
um. Suðurnesjamenn keyptu
3.934 tonn af svæðinu. Mun
minni afli var keyptur til ann-
arra fjórðunga.
Nær allan skel- og krabba-
dýraafla sem kom til löndunar
á Vestfjörðum keyptu aðilar
innan fjórðungsins. Alls komu
7.942 tonn á land en 7.815
tonn fóru til vinnslu á svæðinu.
Afganginn, um 127 tonn,
keyptu aðilar á Norðurlandi.
Rúmlega 73% flatfiskafla
sem landað var á Vestfjörðum
fóru til vinnslu á svæðinu eða
2.266 tonn af 3.099 tonna
heildarafla.
– kristinn@bb.is
Fjórðungur botnfiskafla á Vestfjörðum seldur aðilum utan svæðis
Meira en tíu þúsund tonn flutt burt til vinnslu
Einkahlutafélögum í Bolungarvík hefur fjölgað gríðarlega frá ársbyrjun 2001
Hefur í för með sér verulegt
tekjutap fyrir bæjarfélagið
Einkahlutafélögum hefur
fjölgað um 58% í Bolungarvík
frá ársbyrjun 2001 eða úr 59 í
93, samkvæmt tölum Hag-
stofu Íslands. Fjölgun á land-
inu öllu á sama tímabili er
aðeins um 30%. Einar Péturs-
son, bæjarstjóri í Bolungarvík,
segir að þessi fjölgun einka-
hlutafélaga hafi í för með sér
verulegt tekjutap fyrir sveitar-
félagið þar sem stærsti tekju-
stofn þess sé útsvar og það
lækki af þessum völdum.
Eftir að tekjuskattur fyrir-
tækja lækkaði hafa margir
sjálfstæðir atvinnurekendur
stofnað einkahlutafélög í
kringum rekstur sinn, en það
getur haft umtalsverð áhrif á
tekjur minni sveitarfélaga. Í
Bolungarvík hafa margir
trillukarlar stofnað einkahluta-
félög í kringum starfsemi sína.
„Hér er stór hluti íbúanna
sjálfstæðir atvinnurekendur.
Þegar þeir stofna einkahluta-
félög utan um sinn rekstur
lækka þeir hugsanlega launin
sín og greiða því lægra út-
svar“, segir Einar Pétursson,
bæjarstjóri í Bolungarvík, og
bendir á að þá geti einstakling-
ar tekið hagnaðinn út sem arð
og greitt fjármagnstekjuskatt
í staðinn. Einar segist halda
að þetta verði verulegt tekjutap
fyrir bæjarfélagið.
Frá höfninni í Bolungarvík. Margir trillukarlar hafa stofnað einkahlutafélög um reksturinn og greiða því lægra útsvar.
33.PM5 18.4.2017, 11:361