Bæjarins besta


Bæjarins besta - 20.08.2003, Qupperneq 4

Bæjarins besta - 20.08.2003, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2003 Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is Fullmannað í skólana í Bolungarvík og Súðavík Allar kennararstöður eru mannaðar réttindafólki í Grunnskólanum í Súðavík. „Ég verð með sama liðið og í fyrra. Þetta er það sem alla skólastjóra dreymir um. Kennararnir koma til starfa þann 18. þessa mánaðar og síðan hefst kennslan í vikunni þar á eftir“, segir Anna Lind Ragnarsdóttir skólastjóri. Í Grunnskólanum í Bol- ungarvík á einungis eftir að ráða í eina kennarastöðu en Anna G. Edvardsdóttir skólastjóri segir það mál í far- vatninu. „Ráðningar hafa gengið ágætlega. Hlutfall réttindakennara er á milli 70% og 80%.“ – kristinn@bb.is Flosi Arnórsson dæmd- ur í 4 mánaða fangelsi Flosi Arnórsson stýrimaður var dæmdur í 4 mánaða fangelsi í Sádí-Arabíu í síðustu viku fyrir að hafa vopn og skotfæri í fórum sínum. Flosi sem hefur verið í far- banni hóf þegar afplánun dómsins. Dómnum hefur verið áfrýjað. Samkvæmt fréttum RÚV var Flosi dæmdur í 2 mánaða fangelsi fyrir að vera með óskráða byssu í fórum sínum á flugvellinum í Dubai. Þá var Flosi einnig dæmd- ur í 2 mánaða fangelsi fyrir að vera með 28 skothylki. Haft var eftir lögmanni Flosa að 40 daga varðhald komi til frádráttar dómnum. –bb@bb.is Ísafjarðarbær velur Vi- gor viðskiptahugbúnað Ísafjarðarbær og Vigor ehf., dótturfyrirtæki Tölvu- Mynda hf. hafa undirritað samkomulag um kaup og inn- leiðingu Vigor viðskiptahugbúnaðar fyrir Ísafjarðarbæ og stofnanir hans. Um er ræða lausn sem samanstendur af: fjárhagsbókhaldi, rafrænu samþykktarkerfi, inn- kaupakerfi, sölu- og vörukerfi, innheimtukerfi, afgreið- slukerfi og fleira. Innleiðing er þegar hafin hjá Fasteign- um Ísafjarðarbæjar ehf. Vigor viðskiptahugbúnaður hefur verið þróaður af starfsmönnum Vigor undanfarin ár í samvinnu við öfluga notendur. – bb@bb.is Landgræðsluflugvélin Páll Sveinsson Kom á fornar slóðir á Ísafirði Landgræðsluflugvélin Páll Sveinsson lenti á Ísa- fjarðarflugvelli í hádeg- inu á miðvikudag í síð- ustu viku. Vélin, sem er svokallaður þristur af gerðinni C-47, á 60 ára afmæli um þessar mund- ir. Hún kom til landsins árið 1943 og sinnti áætl- unarflugi fyrstu þrjá áratugina, en fram að því hafði nær eingöngu verið notast við sjóflugvélar í áætlunarflugi. Í tilefni afmælisins var ákveðið að senda vélina í hringflug um landið með viðkomu á mörgum af hennar gömlu áfangastöðum, meðal annars á Ísafirði og Patr- eksfirði. Ekki var þó hægt að sýna flugvélina á Patr- eksfirði vegna lélegs skyggnis. Var henni því flogið á ný til Reykjavíkur. Flugmenn vélarinnar eru meðlimir í Félagi íslenskra atvinnuflugmanna, en fé- lagið hefur útvegað flug- menn til landgræðslu- flugs. – halfdan@bb.is Páll Sveinsson flaug lágt yfir Ísafjarðarflugvelli áður en hann hélt á brott. Myndir: Þorsteinn J. Tómasson. Áhöfnin rétt áður en haldið var í loftið frá Ísafirði. Hið árlega Hlíðarvegs- púkapartí var haldið á leikskólalóðinni ofan við Hlíðarveg á Ísafirði, laug- ardagskvöldið 9. ágúst. Þar komu saman um 130 gamlir og nýir Hlíðarvegspúkar, sumir langt að komnir m.a. alla leið frá Barcelona á Spáni. Fastur liður er að tónlistarmennirnir Rúnar Þór Pétursson og Örn Jónsson mæti á svæðið og haldi ball í Krúsinni en hiti upp áður með hinum Hlíðarvegspúk- unum. Þykir tilheyra á þess- um samkomum að segja sögur frá því í gamla daga og jafnvel ljóstra upp um rykfallin prakkarastrik. Að lokum var kveikt í varðeldi en þeir sem enn voru í stuði að honum loknum skunduðu á ball í Krúsinni. Að þessu sinni voru útnefndir heiðurs- félagar hjónin Jóhannes Þorsteinsson og Sjöfn Magnúsdóttir en þau hafa búið við Hlíðarveg 4 frá því elstu Hlíðarvegspúkar muna. Driffjöður og verndari samkomunnar er Bjarndís Friðriksdóttir málara- meistari. Meðfylgjandi myndir úr Hlíðarvegs- partíinu tók Hörður Högna- son. Fleiri myndir eru á svipmyndum á bb.is – kristinn@bb.is Líf og fjör hjá Hlíðarvegspúkum 33.PM5 18.4.2017, 11:364

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.