Bæjarins besta


Bæjarins besta - 20.08.2003, Qupperneq 5

Bæjarins besta - 20.08.2003, Qupperneq 5
MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2003 5Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is Valtýr Gíslason tölvufræðingur hefur stofnað fyrirtækið .is á Ísafirði. Fyrirtækið rekur hann frá heimili sínu á Hlíðarvegi. „Ég er með það góða aðstöðu á neðri hæðinni heima að ég get vel rekið fyrirtækið þaðan“, segir Valtýr. „Ég býð upp á alhliða þjónustu, tölvu- viðgerðir, tölvuþjónustu og krefisviðhald fyrir fyrirtæki og einstaklinga og fleira.“ Valtýr er menntaður í Svíþjóð og er með MCP gráðu (Microsoft certified professional). – halfdan@bb.is Ný tölvuþjónusta tekin til starfa á Ísafirði Villiköttum á Ísafirði fækkað á næstu dögum Valur Richter meindýraeyðir fer á næstu dögum í átak í eyðingu villikatta á Ísafirði að beiðni heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. Aðspurður segir Valur að töluvert hafi orðið vart við villiketti á Ísafirði að undanförnu en mikið hafi verið af þeim síðustu ár. Þar spili m.a. inn í milt veðurfar. „Þessi dýr eru flest mjög horuð. Oftast gjóta læðurnar í kjöllurum eða einhverjum skotum og síðan leitar þetta út og reynir að bjarga sér í ruslinu“, segir Valur. Í flestum tilvikum eru kettirnir fangaðir í búr en Valur segir að í einstaka tilfellum séu þeir skotnir. – kristinn@bb.is Tekjur Vestfirðinga 95% af meðaltekjum Framteljendur í Vestfjarðaumdæmi höfðu að meðaltali ríflega 1.943 þúsund krónur í tekjur á síðasta ári en á landsvísu var meðaltalið 2.037.000 krónur. Meðaltekjur Vestfirðinga námu því 95% af meðaltekjum landsmanna á síðasta ári ef skoðaðar eru staðtölur skatta sem ríkis- skattstjóri hefur birt. Meðaltekjur er hæstar í umdæmi skattstjórans í Vestmannaeyjum eða 110% af landsmeð- altali. Þá koma skatttgreiðendur á Reykjanesi með tæp- lega 106% af meðaltali. Reykvíkingar eru einu prósentu- stigi yfir landsmeðaltali. – kristinn@bb.is 305 skip á Vestfjörðum með 6,4 milljarða króna aflaverðmæti árið 2002 Togarar Hraðfrystihússins-Gunnvarar hf. með 30% af heildaraflaverðmætinu Flaggskip Vestfirðinga, frystitogarinn Júlíus Geirmundsson ÍS 270. Á síðasta ári voru 305 fiski- skip skráð á Vestfjörðum. Samanlagður afli þeirra var tæp 53 þúsund tonn og afla- verðmætið liðlega 6,4 millj- ónir króna. Þetta kemur fram í Útvegi 2002, ársriti Hagstof- unnar um sjávarútveg, sem stofnunin birti á heimasíðu sinni í morgun. Flest skipanna voru smábátar í krókaaflahá- markskerfinu eða 130. Afli þeirra var 17.521 tonn að verð- mæti 1.948 milljónir króna. Smábátar með sóknardaga voru 82 en afli þeirra var 9.797 tonn að verðmæti 483 milljón- ir króna. Smábátar með afla- mark voru 44 og veiddu 2.501 tonn að verðmæti 274 millj- ónir króna. Skip með aflamark voru jafnmörg og var afli þeirra 14.654 tonn að verð- mæti 1.775 milljónir króna. Fimm togarar voru skráðir á Vestfjörðum á síðasta á ári, allir gerðir út af Hraðfrysti- húsinu-Gunnvöru hf. í Hnífs- dal. Afli þeirra var 14.473 tonn að verðmæti 1.945 milljóna króna. Júlíus Geirmundsson ÍS 270, frystitogari Hraðfrysti- hússins-Gunnvarar í Hnífsdal, skilaði mestu aflaverðmæti ís- lenskra bolfisktogara á síðasta ári eða 1.082 milljónum króna. Heildarafli Júlíusar á síðasta ári var um 6.400 tonn. Athygli vekur að aflaverð- mæti togara og krókaaflahá- marksbáta á Vestfjörðum er nánast það sama eða um 30% af heildaraflaverðmæti fjórð- ungsins í hvorum flokki. Bát- arnir lönduðu hins vegar um þrjú þúsund tonnum meiri afla. Skip með aflamark skaffa litlu minna en fyrrnefndir út- gerðarflokkar eða 27% afla- verðmætisins en veiða álíka magn og togararnir. Samtals skaffa þessir þrír útgerðar- flokkar 88% aflaverðmætis vestfirskra skipa. Af einstökum landshlutum voru fæstir togarar gerðir út frá Vestfjörðum eða 5 eins og áður sagði, en langflestir frá Norðurlandi eystra eða 24. Á landinu öllu voru gerð út 1.606 skip á síðasta ári og lönduðu þau 2,1 milljón tonna afla að verðmæti liðlega 77 milljarðar króna. Tæplega fimmti hver bátur á landinu var skráður á Vest- fjörðum á síðasta ári. Öfluðu þeir tæplega 2,5% af heildar- afla landsmanna en færðu á land tæplega 8,4% aflaverð- mætisins. Það er næstminnsta aflaverðmætið af fjórðungum landsins. Norðurland vestra rekur lestina með tæplega 4,5% en langmestu aflaverð- mæti er skilað á land á Norður- landi eystra, 16,7 milljörðum króna. – kristinn@bb.is Eins hreyfils sjóflugvél vakti athygli er hún lenti á Ísafjarðarflugvelli á laugar- dag. Vélin er af gerðinni Cess- na 208 Caravan og kemur frá Mainefylki í Bandaríkjunum. Hún var í leiguflugi og hafði skutlað vísindamönnum til móts við snekkju sem stödd var á Bíldudal. Vélin lenti á Bíldudalsvogi en heimamenn telja að sjóflugvél hafi ekki lent þar í liðlega fjörutíu ár. Flugmaðurinn kom síðan við á Ísafirði en lenti á flugvell- inum en ekki á Pollinum þar sem erindið var að taka elds- neyti. Flugmaður vélarinnar hafði næturdvöl á Ísafirði. Síðan flaug hann til Constable Point á Grænlandi til að bíða þar eftir snekkjunni og vísinda- mönnunum. Liðið mun hátt í hálfa öld frá því að sjóflug- vélar voru algeng sjón á Ísa- firði. Á sínum tíma notaði Flugfélagið Catalina-flugbáta til milli Vestfjarða og Reykja- víkur. – halfdan@bb.is Sjóflugvél átti við- komu á Vestfjörðum Sjaldséðir hvítir hrafnar á síðari árum Sjóflugvélin á Ísafjarðarflugvelli. 33.PM5 18.4.2017, 11:365

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.