Bæjarins besta


Bæjarins besta - 20.08.2003, Blaðsíða 16

Bæjarins besta - 20.08.2003, Blaðsíða 16
ÓHÁÐ Á V E S T F J Ö R Ð U MFRÉTTABLAÐ Stofnað 14. nóvember 1984• Sími 456 4560 •Fax 456 4564 • Netfang: bb@bb.is • Verð kr. 250 m/vsk Líkkistur grafnar upp vegna framkvæmda við Hólskirkju í Bolungarvík Kemur á óvart hversu vandaðar kisturnar eru Kistur og líkamsleifar komu upp við uppgröft vegna fram- kvæmda við Hólskirkju í Bol- ungarvík í síðustu viku. Garð- ar Guðmundsson, einn þriggja fornleifafræðinga sem komu að uppgreftinum, segir að kist- urnar verði grafnar á ný eftir að þær og líkamsleifarnar hafi verið rannsakaðar. Kirkjan hafði sigið nokkuð og var graf- ið niður með henni til að koma undir hana burðarsúlum. „Það var óhjákvæmilegt annað en að lenda á einhverj- um gröfum. Við urðum að taka upp þrjár barnakistur og tvær í fullri stærð til að koma und- irstöðunum undir kirkjuna. Við slíkar kringumstæður eru beinin rannsökuð og reynt að greina lífaldur viðkomandi, sem er frekar hægur leikur. Hins vegar getum ekki séð aldur beinanna nema með kol- efnis-aldursgreiningu og höf- um ekki hugsað okkur að gera það að þessu sinni“, segir Garðar. Kisturnar sjálfar hafa varð- veist allvel en beinin sem í þeim hvíla eru frekar illa farin. „Kisturnar virðast vera vel smíðaðar úr þykkum rekaviði. Þær eru heillegar og hafa ekki fallið saman en hafa safnað í sig grunnvatni og beinin eru þess vegna lin og morkin. Þykkari bein eins og höfuð- bein og lærleggir hafa haldið sér ágætlega.“ Garðar segir að sér hafi komið á óvart hversu vandaðar kisturnar eru og fjölbreyttar að gerð. „Þær virðast vera mjög vel gerðar. Sumar höfðu til dæmis verið málaðar svartar og verið með gyllta lista. Ann- að athyglisvert er að líkin höfðu mörg hver verið lögð á spónabeð í kistunum og lyng lagt í kringum þau til að fegra og skreyta. Þessar kistur og þeir greftrunarsiðir sem þar birtast eru góð viðbót við þekkingu manna á þeim“, sagði Garðar Guðmundsson. Halldór Eydal, kirkjuvörður í Bolungarvík, telur líklegt að greftrað hafi verið að Hóli um aldir. „Nokkuð víða hér í hóln- um finnast mannvistarleifar. Menn eru að tala um hér hafi verið byggð síðan um 1200.“ Afkoma A- og B- hluta sveitarsjóðs Ísafjarðarbæjar var neikvæð um liðlega 27,5 milljónir króna á árinu 2002. Samkvæmt fjárhagsáætlun ársins var gert ráð fyrir 142 milljóna króna halla á rekstri og er því afkoman ríflega 114 milljónum betri en áætlað var. Ef einungis er litið til A-hluta sveitarsjóðs var 33,2 milljóna króna afgangur af rekstrinum en áætlanir höfðu gert ráð fyrir 120 milljóna króna tapi. Í frétt frá Ísafjarðarbæ segir að aukning tekna hafi verið meiri en aukning útgjalda ef reiknaðir útgjaldaliðir eru dregnir frá. Skatttekjur urðu 1.164 milljónir króna eða 134 milljónum hærri en áætlað var. Launakostnaður varð 883 milljónir sem er 68 milljónum umfram áætlun en 28 milljón- um ef reiknaðar áfallnar líf- eyrisskuldbindingar eru dreg- nar frá. Fjármagnsgjöld og fjár- munatekjur urðu nettó nei- kvæð sem nemur 5 milljónum króna. Það er 44 milljónum króna hagstæðari niðurstaða en áætlað var. Heildareignir A- og B- hluta sveitarsjóðs voru 5.439 millj- ónir í árslok en heildarskuldir 3.730 milljónir. Eigið fé sveit- arfélagsins var því jákvætt um 1.709 milljónir. Heildartekjur á hvern íbúa sveitarfélagsins námu á árinu 384 þúsundum króna en heildarskuldir á hvern íbúa voru í árslok liðlega 390 þúsund. Ársreikningurinn er í sam- ræmi við nýjar reglur um reikningsskil sveitarfélaga. Rekstrareikningur sveitarfé- lagsins skiptist í A- og B-hluta. Til A-hluta telst starfsemi sveitarsjóðs sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum eða aðalsjóður, eignasjóður og þjónustustöð. Til B-hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki eða stofn- Skatttekjur námu tæpum 1,2 milljörðum Afkoma Ísafjarðarbæjar 114 milljónum króna betri en áætlað var á árinu 2002 anir sem fjármagnaðar eru með þjónustutekjum en þau eru hafnarsjóður, vatnsveita, dvalar- og hjúkrunarheimili, húsnæðisnefnd, fráveita og Funi. – kristinn@bb.is Framkvæmdirnar við kirkj- una hófust seinni hlutann í júlí. „Við gröfum niður á fast til að lagfæra undirstöður og rétta kirkjuna af. Það var búið að reyna að koma í veg fyrir að hún sigi með framkvæmdum við austurgafl hennar árið 1978. Þar áður hafði verið gert við suðurhlið hennar, líklega á sjötta áratug liðinnar aldar“, segir Halldór. Ætlunin er að ráðast í frekari endurnýjun á Hólskirkju og ljúka því verki fyrir 100 ára vígsluafmæli hennar árið 2008. Guðmundur Óli Kristinsson, Jón Steinar Guðmundsson og Halldór Eydal með agnarsmáa líkkistu. Skutulsfjörður Maðka- og lúsaplágur Maðkur hefur lagst á berjalyng í Skutulsfirði, meðal annars á nokkrum stöðum í Engidal og í Selja- landsmúla. Berjalyng í firðinum er þó víða í góðu standi og sultugerð í fullum gangi. Ásthildur Cesil Þórðardóttir, garðyrkju- stjóri Ísafjarðarbæjar, segir maðkinn vera slæman fylgifisk hins milda tíðar- fars sem verið hefur í sumar og vetur. „Allar svona pöddur fær- ast mjög í aukana þegar veðurfarið er þetta gott. Ég hef tekið eftir því að sums staðar er fremur sérkenni- legur litur kominn á lyngið en að auki hefur sitkalúsin verið að gjósa upp um allan bæ og alls konar lúsafar- aldra orðið vart“, segir Ást- hildur. Vágestir af þessu tagi eiga sér þó óvini í nátt- úrunni. „Fólk er alltaf að reyna að eyða býflugum og geit- ungum en þessi dýr lifa á lúsinni. Þess vegna er vara- samt að eyða þeim, fólk getur verið að vinna gegn sjálfu sér með því. Þetta verður bara að hafa sinn gang og jafnar sig vonandi í eðlilegra tíðarfari. Að minnsta kosti eru þetta ekki hryðjuverk af mannavöld- um. Þeir sem vilja geta líka eitrað í görðum.“ Ásthildur segir mikil- vægt að hlúa að gróðrinum þegar hann verður fyrir ásókn meindýra. „Ef plönt- urnar fá góða næringu og vökvun eru þær miklu bet- ur í stakk búnar til að berj- ast við svona dýr.“ – kristinn@bb.is 33.PM5 18.4.2017, 11:3616

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.