Bæjarins besta - 20.08.2003, Blaðsíða 10
1 0 MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2003 Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is
Fjármagnstekjur Vest-
firðinga aðeins 74%
Framteljendur í Vestfjarðaumdæmi höfðu að meðaltali
liðlega 148 þúsund krónur í fjármagnstekjur á síðasta
ári. Það eru tæplega 74% af meðaltals fjármagnstekjum
landsmanna sem voru liðlega 201 þúsund krónur á árinu
2002. Mikill munur er á fjármagnstekjum skattgreið-
enda eftir umdæmum. Fjármagnstekjur voru hæstar á
Austurlandi, tæplega 299 þúsund að meðaltali en lægstar
á Norðurlandi vestra, rúmlega 77 þúsund. Meðalfjár-
magnstekjur á Austurlandi eru því nærri 150% af lands-
meðaltali en aðeins 38,5% á N- vestra – kristinn@bb.is
Stærstur hluti innfluttr-
ar rækju til Vestfjarða
Af þeim liðlega 160 þús. tonnum af hráefni til fiskvinn-
slu sem Íslendingar fluttu inn á síðasta ári komu 16.438
tonn til Vestfjarða eða rúmlega 10%. Þar af var megin-
hlutinn eða 11.849 tonn rækja en tæpur þriðjungur
rækjuinnflutnings á síðasta ári var til Vestfjarða. Annað
hráefni sem kom til Vestfjarða eða 4.589 tonn var loðna.
Væntanlega er þar átt við afla erlendra loðnuskipa sem
lögðu upp hjá fiskimjölsverksmiðjunni Gná í Bolungar-
vík. Á landsvísu var stærstur hluti innflutts hráefnis
uppsjávarafli eða liðlega 117 þús. tonn. – kristinn@bb.is
Steinn Vestfirðingur
vikunnar í umferðinni
Steinn Ólafsson á Þingeyri var í síðustu viku útnefndur
Vestfirðingur vikunnar í umferðinni. Júlíus Ólafsson,
umferðarfulltrúi Vestfjarða, segir Stein vera öðrum til
fyrirmyndar í einu og öllu, hvar sem hann á leið um í
umferðinni. Steinn fékk sérstakt viðurkenningarskjal af
þessu tilefni. Að auki hlaut hann í verðlaun vænan
sjúkrakassa í bílinn frá Sjóvá-Almennum sem Torfi
Einarsson útibússtjóri félagsins á Ísafirði afhenti honum.
Júlíus segir áfram vera leitað að Vestfirðingi vikunnar
í umferðinni. – kristinn@bb.is
fólk er að greiða 14-15% vexti
í hálft ár eða einn mánuð.
Þannig er mjög spennandi að
sjá hvað kemur út úr þessu og
gott að fá að byggja nokkur
hús til að fá reynsluna á Ís-
landi.
Ég hef svo sem ekki kannað
það, en ég hef grun um að
þetta verði jafnvel fyrstu húsin
sem byggð eru í langan tíma
sem eru timburhús með sér-
íbúð á annarri hæð. Yfirleitt
eru timburhús byggð þannig
að íbúðin er á fyrstu og annarri
hæð. Það er þá sama íbúðin og
því eitt brunarými eins og
maður kallar það, en þarna
verður sérstakt brunarými á
efri hæð og annað á neðri hæð.
Það verður gaman að takast á
við að brjóta þann múr, því
byggingareglugerðin segir að
ekki megi byggja timburhús
með séríbúð á annarri hæð
nema brunahönnun liggi fyrir.
Þetta þurfum við að leggja
fram. Inngangurinn á aðra
hæðina þarf t.d. að vera utan
frá, brunavarnarloft þarf að
vera á milli hæðanna og utan-
hússklæðning í fyrsta bruna-
varnarflokki. Þess vegna þarf
að hugsa þetta frá byrjun. En
ef vel tekst til er þetta gríðar-
lega spennandi verkefni sem
vonandi skilar jákvæðri niður-
stöðu.
Fyrir verktakafyrirtæki hér
er gríðarlega gott að hafa svona
verkefni fyrir sunnan yfir
vetrartímann til þess að dekka
hugsanlega niðursveiflu á
þeim tíma eins og nánast alltaf
er. Það er alltaf erfiðast að
hafa vinnu fyrir kallana yfir
vetrartímann og þægilegt að
hafa til taks verkefni sem hægt
er að miða við það.“
Ef einingahúsin
ganga vel...
– Má kannski segja að hugs-
anagangurinn í þessu verkefni
sé þýðingarmikill fyrir fólk
sem býr úti á landsbyggðinni
en er ekki inni í hringiðu höf-
uðborgarsvæðisins? Að leita
út fyrir sinn heimamarkað,
ekki bara innanlands heldur
jafnvel til útlanda líka?
„Já, það má kannski segja.
Ég hef ferðast töluvert mikið,
ekki í neinum sérstökum til-
gangi endilega heldur meira
til að skemmta mér í útskriftar-
ferðum og öðru. Þá áttar mað-
ur sig á að maður þarf ekkert
að hugsa staðbundið í sjálfu
sér. Ég sé engan mun á því
hvort ég er að byggja 24 íbúðir
í Norðlingaholti í Reykjavík
eða hvort Íslenskir aðalverk-
takar eru að byggja 26 íbúðir
á Reyðarfirði. Þar á er enginn
munur. Aðalspurningin er
hvort aðrir hafi trú á því og
sem betur fer ætlar Sparisjóð-
urinn í Bolungarvík að styðja
við bakið á okkur við að koma
þessum húsum upp. Þeir eru
tilbúnir að koma í þetta verk-
efni með okkur og líta það
sömu augum og við – að það
skipti ekki máli hvort við séum
að byggja þar eða Reykvík-
ingar úti í landi.
Húsin koma að utan til hafn-
ar í Reykjavík og fara þaðan
upp á Holt. Þá skiptir ekki
máli hvort ég flýg suður og
tek á móti húsunum eða hvort
einhver annar gerir það, þar er
enginn munur á. Þarna er fyrir-
tæki í Bolungarvík að styðja
við fyrirtæki í Ísafjarðarbæ og
ég segi að það sé akkúrat svona
sem við eigum að vinna sam-
an.
Síðan er náttúrlega ekkert
því til fyrirstöðu að fara með
þessi hús annað. Sem dæmi er
konan uppalin á Eskifirði og
því þekki ég ágætlega til þar.
Þannig er ekkert því til fyrir-
stöðu að reisa þessi hús þar.
Við fáum reynsluna fyrir sunn-
an, sem er besti markaðurinn
til að byrja á því húsnæðis-
verðið er hæst þar. Þá sjáum
við hver byggingarkostnaður-
inn er og sjáum hvað við get-
um selt þau á annars staðar.
Staðsetningin skiptir ekki máli
því húsið kemur í gámi og
síðan er hægt að keyra með
það hvert á land sem er.“
– Má ekki segja að það séu
spennandi tímar framundan
hjá þér?
„Jú, það er draumur fyrir
mig að komast í þetta. Bæði
að fá hugmyndina úti að geta
flutt þessi hús inn og síðan að
hafa þennan markað hérna
heima sem er Ísland. Við horf-
um fram á að fyrir austan er
að fara í gang gríðarleg upp-
bygging sem mun taka stóran
hluta af byggingageiranum.
Það mun þýða að færri smiðir
verða til taks á höfuðborgar-
svæðinu til að byggja nýbygg-
ingar. Þannig er þetta jákvætt
skref ef maður nær að halda
markaðinum að einhverju leyti
mettum og geta þannig haml-
að sprengingu á fasteigna-
verði. Ekki að maður ætli að
vera eitthvað pólítískur en á
vissan hátt kemur þetta verk-
efni á hentugum tíma.“
– Sem þá viðbragð við
þessum aðstæðum.
„Maður getur í rauninni litið
á það þannig, ef maður ætlar
að vera mjög hámæltur. Þetta
verkefni getur komið inn á
tíma þar sem hreinlega verður
skortur á iðnaðarmönnum til
þess að byggja húsnæði. Þá
getur maður leyst málið með
þessum einingahúsum. En í
þessu verkefni eins og mörgu
öðru er maður gríðarlega háð-
ur genginu. Við kaupum húsin
í evrum. Óneitanlega væri ör-
uggara ef maður væri í mynt-
bandalagi innan evrunnar.
Þetta á allt eftir að koma í
ljós. Við vinnum úr því ef
gengið fer eitthvað að sveifl-
ast. Í rauninni er það lang-
tímamarkmið að koma sér
fyrir sem verktaki hérna.
Byggingin á einingahúsinum
er eitthvað sem kannski geng-
ur og kannski ekki. Ef það
gengur vel, þá byggir maður
ofan á það. Þetta vinnst allt
með tímanum og kemur í ljós“,
segir Björgmundur Örn sem
þegar er kominn á fullt. Búinn
að panta teikningar af húsun-
um og bíður óþreyjufullur eftir
að geta hafist handa við að
reisa sökklana í Norðlinga-
holti í Reykjavík.
– kristinn@bb.is
Vasa-skíðagangan í Svíþjóð
Hópur Ísfirðinga hefur
þegar skráð sig til leiks
Nú þegar hafa 36 Íslend-
ingar, þar af 9 Ísfirðingar,
skráð sig til leiks í Vasa-
gönguskíðakeppninni sem
fram fer í Svíþjóð í mars á
næsta ári.
Ísfirðingarnir í hópnum
eru þau Marzellíus Svein-
björnsson, Kristbjörn Sigur-
jónsson, Árni Aðalbjarnar-
son, Kristján Rafn Guð-
mundsson, Guðmundur
Rafn Kristjánsson, Elías
Sveinsson, Margrét Geirs-
dóttir, Rannveig Halldórs-
dóttir og Rósa Þorsteins-
dóttir. Þá hyggjast tveir Ís-
firðingar, þeir Heimir G.
Hansson og Einar Yngvason,
að fara vestur um haf á febr-
úar og keppa á göngumótum
í Kanada og Bandaríkjunum.
Lánist það hafa þeir félag-
ar lokið fjórum mótum í
Worldloppet-mótaröðinni
(Heimshlaupið). Ljúki skíða-
maður tíu slíkum mótum í
tveimur heimsálfum er hann
sagður Worldloppet-meist-
ari.
– halfdan@bb.is
Skíðagöngugarpurinn Heimir G. Hansson er á meðal
þeirra Ísfirðinga sem ætla taka þátt í næstu Vasa-göngu.
Útibocciabraut við Hótel Ísafjörð
Ný viðbót í tómstunda-
flóru Ísfirðinga
Íþróttafélagið Ívar á norð-
anverðum Vestfjörðum not-
aði tækifærið á Unglinga-
landsmóti UMFÍ og kynnti
útiboccia. Í því skyni var
komið upp bocciabraut á
grasflötinni við Hótel Ísa-
fjörð. „Við höfum áhuga á
að láta brautina vera þarna
fram á haust og leyfa fólki
að prófa. Það gæti skapað
skemmtilega stemmingu í
bænum á góðviðrisdögum
og kvöldum að spila boccia.
Einnig er sniðugt hjá vinnu-
stöðum eða félögum að
halda keppni“, segir Harpa
Björnsdóttir, formaður Ívars.
Bocciakynningin hófst
með því að Héðinn Ólafsson,
sem nýkominn var af Ólym-
píuleikum fatlaðra í Dyfl-
inni, skoraði á Halldór Hall-
dórsson bæjarstjóra í Ísa-
fjarðarbæ til keppni. Um
hundrað manns fylgdust með
leiknum og var stemmningin
góð en Héðinn sigraði ör-
ugglega eins og vænta mátti.
Einnig skoruðu þau Héð-
inn og Anna Elín Hjálmars-
dóttir á þingmenn kjördæm-
isins en aðeins einn gaf kost
á sér, Anna Kristín Gunnars-
dóttir, þingmaður Samfylk-
ingarinnar. Þær Anna Elín og
Anna Kristín voru nokkuð
jafnar í byrjun en svo fór að sú
fyrrnefnda sigraði með tals-
verðum yfirburðum.
Að þessum leikjum loknum
var áhorfendum boðið að spila
og voru margir sem spreyttu
sig. Daginn eftir voru félagar
úr Ívari mættir til leiks á ný og
leyfðu fólki að prófa og var
spilað stanslaust í nokkra
klukkutíma. Þeir sem voru
að reyna þennan leik í fyrsta
sinn höfðu á orði að þetta
væri ótrúlega skemmtilegt.
Þeir sem hafa áhuga á því
að leika útiboccia á Ísafirði
á næstunni geta haft sam-
band við Hörpu Björnsdótt-
ur í síma 456 4342 eða 863
1618. – hlynur@bb.is
Djúpmennirnir og bocciabræðurnir Halldór Halldórsson
og Héðinn Ólafsson. Mynd: Þorsteinn J. Tómasson.
33.PM5 18.4.2017, 11:3610