Bæjarins besta - 20.08.2003, Side 3
MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2003 3Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is
Maður um sextugt dæmdur fyrir Héraðsdómi Vestfjarða
Þriggja ára fangelsi fyrir gróf kyn-
ferðisbrot gegn barnungri stúlku
Maður um sextugt var á
föstudag dæmdur í fjölskip-
uðum Héraðsdómi Vest-
fjarða í þriggja ára óskilorðs-
bundið fangelsi fyrir kyn-
ferðisbrot gegn barnungri
stúlku. Brotin voru framin á
tímabilinu 1997 til 2001 þeg-
ar stúlkan var á aldrinum sjö
til ellefu ára.
Ákærði var einnig dæmdur
til greiðslu hálfrar milljónar
króna í miskabætur til stúlk-
unnar, sem og til greiðslu alls
sakarkostnaðar. Þar á meðal
eru málsvarnarlaun skipaðs
verjanda hans, Arnar Clausen
hrl., og réttargæslulaun Sifjar
Konráðsdóttur hrl., samtals
hálf milljón króna.
Brot mannsins gegn stúlk-
unni voru mörg og margháttuð
og afar gróf. Í dómnum segir
að maðurinn hafi með hátt-
semi sinni brugðist trausti sem
hann hafði áunnið sér hjá
stúlkunni og henni nákomnu
fólki, þar sem hún dvaldist
og hann var tíður gestur. Brot
hans hafi valdið stúlkunni
miklum þjáningum og erfið-
leikum og hafi ákærði engar
málsbætur. Dóminn kváðu
upp Erlingur Sigtryggsson,
Logi Guðbrandsson og
Sveinn Sigurkarlsson.
Ekki hefur enn verið
lappað upp á kapelluna
svokölluðu í kirkjugarði
Ísfirðinga á Réttarholti
fyrir botni Skutulsfjarðar
eins og til stóð í fyrra-
sumar. Byggingin er í
niðurníðslu og margt farið
að láta á sjá. Þakrennur
eru skældar og skakkar.
Þak og veggir gætu þegið
málningu. Stög í kringum
húsið eru flest laus úr
jörðu. Sitthvað fleira
mætti nefna. Ef litið er inn
um glugga kemur í ljós, að
aldrei hefur verið lagt í
gólfið. Engin klukka er í
klukkuportinu við kapell-
una. Hins vegar er snyrti-
mennska ríkjandi í sjálfum
kirkjugarðinum og þar í
kring. Helga Friðriksdótt-
ir, formaður sóknarnefnd-
ar Ísafjarðarkirkju, segir
málið ekki hafa borið á
góma á fundum nefndar-
innar frá því hún tók við
starfinu í vor. Næsti fundur
verður í næsta mánuði. Í
fyrrasumar sagði þá-
verandi nefndarformaður,
að viðgerðir myndu hefjast
innan fárra daga. Síðan
eru liðnir rúmlega þrettán
mánuðir og húsið orðið
enn laslegra en þá.
Þó svo að hús þetta sé í
daglegu tali nefnt kapella
hefur það aldrei hýst
guðsþjónustur. Það hefur
alltaf verið notað sem
geymsla og var hugsað
fyrir slíka notkun þegar
það var byggt.
– halfdan@bb.is
Ekkert varð af lagfæring-
um og húsið grotnar niður
Kapellan svokallaða í kirkjugarði Ísfirðinga á Réttarholti
„Kapellan“ á Réttarholti er mjög farin að láta á sjá.
Togarinn Kristina Logos,
sem nú liggur og ryðgar niður
í höfninni í Bolungarvík, var
nýlega seldur á uppboði og
nemur tap Byggðastofnunar
vegna þess rúmlega 20 millj-
ónum króna. Kaupandi skips-
ins var Olís sem hyggst selja
það aftur. Lán Byggðastofn-
unar „til fjárhagslegrar endur-
skipulagningar“ var á sínum
tíma samþykkt þrátt fyrir mót-
bárur þáverandi forstjóra
stofnunarinnar, Guðmundar
Malmquist, sem og fleiri aðila.
Rök Guðmundar voru þau að
lánið bryti í bága við reglur
stofnunarinnar, meðal annars
vegna þess að tryggingar væru
ófullnægjandi, ómögulegt
væri að ganga að veðinu þar
sem togarinn væri skráður er-
lendis og að áhætta færi yfir
50%, sem var hámark áhættu
sem Byggðastofnun tók á
þeim tíma.
Lánið var engu að síður
samþykkt af stjórn sjóðsins
en Guðmundur ákvað í sam-
ráði við Ríkisendurskoðun að
greiða einungis 10 milljónir í
stað þeirra 20 sem áður hafði
verið samþykkt að greiða.
Skömmu síðar tók Kristinn H.
Gunnarsson við stól stjórnar-
formanns í Byggðastofnun og
stuttu seinna var allt lánið, alls
20 milljónir, afgreitt til Ísrúss
ehf., fyrirtækis í eigu Magnús-
ar Reynis Guðmundssonar á
Ísafirði
Togarinn var sleginn Olís á
uppboði í júní fyrir 30 millj-
ónir á fyrsta veðrétti. „Þetta
staðfestir það sem maður hefur
ímyndað sér, að þessi krafa sé
töpuð“, sagði Aðalsteinn Þor-
steinsson, núverandi forstjóri
Byggðastofnunar. „Reyndar
getur verið að útgerðin eigi
einhverjar eignir upp í skuldir
en það eru aðrir veðhafar með
70 milljónir á undan okkur og
mjög ólíklegt að eitthvað fáist
upp í kröfur.“ Hjá Olís fengust
þær upplýsingar að kaupin á
skipinu hefðu eingöngu verið
til þess fallin að vernda hags-
muni Olís og til standi að selja
skipið aftur sem fyrst.
„Það var búið að ákveða
þetta þegar ég kom að þessu
starfi“, sagði Kristinn H.
Gunnarsson, en hann tók við
stjórnarformennsku þegar
málið var í afgreiðslu hjá
Byggðastofnun. „Það er einn
aðili sem ber ábyrgð á lánaaf-
greiðslum sjóðsins og það er
forstjórinn sjálfur. Stjórnar-
menn bera enga fjárhagslega
ábyrgð og hafa aldrei gert.“
Kristinn segir að menn verði
að gera sér grein fyrir því að
flestar lánveitingar Byggða-
stofnunar séu áhættufjárfest-
ing. „Ég kom hvergi að málum
þegar stjórnin ákvað að veita
lánið og forstjórinn tók
ákvörðun um að greiða það
svo út. Minn þáttur var ein-
göngu sá að gera forstjóra ljóst
að lánið þyrfti að greiða út
vegna þess að öllum skilyrð-
um hafði verið fullnægt.“
„Það var búið að liggja fyrir
lengi að þetta yrðu endalok
þessa máls og kemur mér ekki
á óvart“, sagði Guðmundur
Malmquist, fyrrverandi for-
stjóri Byggðastofnunar, um
mál togarans Kristina Logos.
„Þetta reyndist eigendum tog-
arans erfið útgerð, sérstaklega
eftir að vélin fór skömmu eftir
að veiðar hófust. Þá má segja
að þetta hafi verið búið þar
sem slíkt er afar kostnaðarsamt
fyrir litla útgerð.“ Guðmundur
segir að lög um Byggðasjóð
hafi breyst á meðan þetta mál
var til skoðunar hjá stofnun-
inni. „Völd og ábyrgð mín sem
forstjóra breyttust og eftir að
hafa ráðfært mig við Ríkis-
endurskoðanda taldi ég mér
ekki fært annað en að greiða
þetta lán út.“
– albert@frettabladid.is /
hlynur@bb.is
Vafasöm lánveiting Byggðastofnunar?
Kristina Logos ryðgar niður í Bolungarvíkurhöfn. Mynd: Roland Smelt.
Togarinn Kristina Logos grotnar niður í Bolungarvíkurhöfn
bb.is – hinn einisanni fyrirvestan!
33.PM5 18.4.2017, 11:363