Bæjarins besta


Bæjarins besta - 20.08.2003, Blaðsíða 13

Bæjarins besta - 20.08.2003, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2003 13Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is NINGIN Arsenalaðdáendur fyrir utan Sjallann á Ísafirði. Arsenalaðdáendur komu saman í Sjallanum Hátt í fjörutíu aðdáend- ur enska knattspyrnuliðs- ins Arsenal komu saman í Sjallanum á Ísafirði sunnudaginn 10. ágúst og fylgdust þar með sínum mönnum kljást við erki- fjendurna Manchester United. Boðað varð til samkomunnar af Arsenal- klúbbnum á Íslandi en í honum eru um 200 félags- menn á Vestfjörðum. Kjartan Björnsson hjá Arsenalklúbbnum syðra segir vel hafa tekist til. „Frá upphafi hefur það verið markmið klúbbsins fara um landið og heim- sækja aðdáendur Arsenal. Liður í því er að koma saman og horfa á útsend- ingar til að hrista liðið saman. Ég hætti sem for- maður í fyrra eftir tuttugu ára starf en ætlaði mér í huganum að hætta ekki fyrr en ég væri búinn að koma vestur og nú hefur það tekist“, segir Kjartan. Í leiknum var keppt um Góðgerðaskjöldinn (Char- ity Shield) en í þeim leik mætast jafnan bikarmeist- arar og Englandsmeistarar síðustu leiktíðar. Að þessu sinni þurfti Arsenal að lúta í lægra haldi fyrir United eftir vítaspyrnukeppni. „Leikurinn fór í jafntefli 1- 1 þrátt fyrir að Arsenal hafi verið sterkari aðilinn á vellinum. Síðan töpum við mjög óverðskuldað í víta- spyrnukeppninni“, segir Kjartan. Franska knatt- spyrnukempan Thierry Henry skoraði mark Arsenal í venjulegum leik- tíma. „Síðan var búið að taka Henry út af og því gat hann ekki tekið víti sem varð náttúrlega til þess að Arsenal vann ekki.“ Á næstu dögum kemur út afmælisbók Arsenal- klúbbsins sem spannar 20 ára sögu hans. Kjartan segir að meðal annars hafi margir Vestfirðingar tekið virkan þátt í starfi hans. Í nýrri stjórn Arsenal- klúbbsins er einn stjórnar- maður frá Vestfjörðum, Jóhann Ævarsson í Bol- ungarvík. „Þetta var virki- lega skemmtilegur dagur hjá okkur. Myndin var tekin eftir leikinn og þrátt fyrir tapið mátti sjá gleð- ina skína úr hverju and- liti“, sagði Kjartan. – kristinn@bb.is Arsenalaðdáendurnir fylgj- ast með leik sinna manna gegn Manchester United um Góðgerðarskjöldinn. 33.PM5 18.4.2017, 11:3613

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.