Bæjarins besta


Bæjarins besta - 20.02.2002, Blaðsíða 1

Bæjarins besta - 20.02.2002, Blaðsíða 1
Ómetanleg reynsla að dvelja í fjarlægu landi og kynnast ólíkri menningu – segir Ingibjörg Vagnsdóttir úr Bolungarvík sem dvalist hefur langdvölum í Kína ásamt fjölskyldu sinni. Sjá viðtal í miðopnu Miðvikudagur 20. febrúar 2002 • 8. tbl. • 19. árg. ÓHÁÐ Á VESTFJÖRÐUMFRÉTTABLAÐ Stofnað 14. nóvember 1984 • Sími 456 4560 • Fax 456 4564 • Netfang: bb@bb.is • Verð kr. 200 m/vsk Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2001 Heiðar Ingi var kjörinn Heiðar Ingi tekur við viðurkenningu úr hendi Guðna G. Jóhannessonar, forseta bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar. Heiðar Ingi Marinósson, sundmaðurinn snjalli úr Sundfélaginu Vestra á Ísa- firði var kjörinn Íþróttamað- ur Ísafjarðarbæjar 2001 í hófi sem haldið var í Stjórn- sýsluhúsinu á Ísafirði á sunnudag. Sjö aðrir íþrótta- menn fengu viðurkenningu frá Héraðssambandi Vest- firðinga og Ísafjarðarbæ fyr- ir góðan árangur á síðasta ári. Það voru þau Ólafur Th. Árnason frá Skíðafélagi Ísfirð- inga, Sara Pálmadóttir frá Körfuboltafélagi Ísafjarðar, Sigþór Snorrason frá BÍ 88, Jens Magnússon frá Skot- íþróttafélagi Ísafjarðarbæjar, Héðinn Ólafsson frá Íþrótta- félaginu Ívari, Auður Björns- dóttir frá Hestamannafélaginu Hendingu og Svala Björk Ein- arsdóttir frá Hestamannafélag- inu Stormi. „Þetta er alveg frábært, mér er mikill heiður sýndur með þessari útnefningu,“ sagði Heiðar Ingi í samtali við blað- ið. Hann segist eiga Inga Þór þjálfara sínum mest að þakka og ljóst væri að hann hefði ekki fengið þessa viðurkenn- ingu hefði hans ekki notið við. Sjá nánar viðtal við Heið- ar Inga íþróttamann Ísafjarð- arbæjar 2001 á bls. 4.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.