Bæjarins besta


Bæjarins besta - 20.02.2002, Blaðsíða 3

Bæjarins besta - 20.02.2002, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2002 3 Nemendur! Getum bætt við nokkrum nemendum á harmóníku og píanó. Höfum harmóníkur til útláns fyrir nemendur. Hafið samband við skrifstofu skólans, sem er opin virka daga frá kl. 13-16. Síminn er 456 3926. Skólastjóri. Ísafjörður Páll Rósin- krans syngur í kirkjunni Söngvarinn góðkunni Páll Rósinkrans mun syngja á fjáröflunartón- leikum KFÍ í Ísafjarðar- kirkju á sunnudag. Á tón- leikunum, sem hefjast kl. 20:00, ætlar Páll með að- stoð undirleikara að syngja blandaða dagskrá með gospelívafi þar sem hann tekur jafnt eigin lög sem og lög úr ýmsum átt- um sem hann hefur verið þekktur fyrir að syngja. Miðaverð á tónleikana er kr. 1500. KFÍ hyggst á næstu dögum og mánuðum verða með allar klær úti til að fjármagna starfsemi félagsins. Ber þar hæst tónleikana með Páli Rós- inkrans. Guðjón Þor- steinsson, framkvæmda- stjóri KFÍ, býst við hús- fylli í Ísafjarðarkirkju á sunnudaginn, enda átti Páll söluhæstu íslensku plötuna fyrir síðustu jól. „Svo erum við með fullt af öðrum hlutum í skoð- un. Hinir nýverðlaunuðu XXX-Rottweilerhundar hafa verið í sambandi við okkur varðandi tónleika- hald og hugmyndir eru uppi um að setja upp leik- rit í samstarfi við Litla Leikklúbbinn. Næstu helgi verður „Dagur tónlistarskólanna“ haldinn há- tíðlegur um land allt til að vekja athygli almennings og stjórnvalda á því mikla starfi sem fram fer í tónlistarskólum landsins. Á Ísafirði verður samkvæmt hefðinni boðið til ,,Tónlistarhátíðar æskunnar”, en miðsvetrartónleikar hafa verið haldnir í Tónlistarskóla Ísafjarðar svo lengi sem elstu menn muna. Að þessu sinni verða þrenn- ir tónleikar með afar fjöl- breyttri dagskrá þar sem að- aláherslan er lögð að nem- endur komi fram í samleik. Er um afar viðamikla tónleika að ræða með þremur mismun- andi efnisskrám og koma hátt á annað hundrað nemendur fram á tónleikunum. Er þar um ýmsa hljóðfærahópa að ræða, - dúó, tríó, kvartetta og stærri hópa, m.a. strengjasveit skólans sem flytur La Folia eftir Vivaldi. Tveir kórar munu syngja; Litli kórinn, sem skip- aður er 6-8 ára börnum, og Stúlknakór skólans, sem er skipaður tíu stúlkum á aldrin- um 14-19 ára með úrvals söngraddir. Laugardaginn 23. febrúar verða tvennir tónleikar í Hömrum, kl. 15 og aftur kl. 17, en tónleikarnir á sunnu- deginum hefjast kl. 17. Að- gangur að þeim er ókeypis og öllum heimill enda ekki hvað síst haldnir til kynningar á starfi skólans fyrir foreldra og aðra velunnara. Rétt er að geta þess að Styrktarsjóður skólans mun selja léttar veitingar í tón- leikahléum. Tónlistarskóla Ísafjarðar Tónlistarhátíð æskunn- ar haldin næstu helgi Sýslumannsembættið á Ísafirði Sigríður Björk tekur við 15. apríl Sigríður Björk Guðjóns- dóttir, nýskipaður sýslu- maður á Ísafirði, hefur feng- ið frest á að mæta til starfa til 15. apríl nk. Unnur Brá Konráðsdóttir, settur sýslu- maður á Ísafirði, mun því áfram að gegna stöðu sýslu- manns til 15. apríl. Unnur Brá segir ekkert athugavert við að nýskip- aður sýslumaður taki sér tíma til þess að ganga frá sínum málum, enda hafi ekki verið gengið frá ráðn- ingunni fyrr en rúmri viku áður en hún átti að taka við embættinu. Unnur segir jafnframt gott og hvetjandi að finna til þess að starfs- mönnum sýslumannsem- bættisins sé treyst til þess að fara með stjórn þess í svo langan tíma. Knattspyrnuvöllurinn á Skeiði á Ísafirði Skautasvell útbúið í næsta frostakafla Að undanförnu hafa verið uppi hugmyndir hjá forráða- mönnum Ísafjarðarbæjar þess efnis að komið verði upp skautasvelli á Skeiði á Ísafirði. Að sögn Björns Helgasonar, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, hefur hugmynd þessi verið á borðinu um skeið og verður stefnt að því að útbúa skauta- svellið í næsta frostkafla. „Ísafjarðarbær hefur marg- oft staðið fyrir gerð skauta- svella með misjöfnun vin- sældum. Síðast gerðum við skautasvell á Skeiði fyrir 4-5 árum. Þá var hálfur völlurinn skafinn og vatni dælt ofan í rásina með aðstoð slökkvi- liðsins. Það gekk mætavel en síðan slökkviliðið fór að krefj- ast greiðslu fyrir að dæla vatn- inu, hafa hugmyndir um skautasvell ekki á jafn mikið upp á pallborðið,“ segir Björn Helgason, íþrótta- og æsku- lýðsfulltrúi.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.