Bæjarins besta


Bæjarins besta - 20.02.2002, Síða 6

Bæjarins besta - 20.02.2002, Síða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2002 Þorrinn blótaður í Súðavík Þorrablót Súðvíkinga var haldið sl. laugar- dagskvöld og fór fram í íþróttahúsinu í Súðavík, en að borðhaldi loknu var dansleikur í félagsheim- ilinu þar sem hljómsveitin Gabríel frá Ísafirði lék fyrir dansi. Að þessu sinni hafði Slysavarnadeild Súðavíkur veg og vanda af blótinu sem var vel sótt. Er áætlað að um 140 manns hafi mætt til fagnaðarins, gætt sér á þjóðlegum mat úr trogum og horft á heimatilbúin skemmtiatriði þar sem Súðvíkingar gerðu stólpa- grín af sjálfum sér. Var allt það markverðasta sem gerst hafði liðnu ári í hreppnum fært í leikrænan búning og fengu ýmsir væna ádrepu því auðvitað var ekki hikað við að færa ríflega í stílinn. Þá var farið með gamanmál og sungið eins og tíðkast á vestfirskum þorrablótum. Nokkuð var um brottflutta Súðvíkinga á blótinu og sömuleiðis voru margir Ísfirðingar og aðrir nærsveit- ungar meðal gesta. Fleiri myndir munu birtast á svip- myndum á bb.is. Framboðsmál Ágætu samborgarar! Í vor verður kosið til sveitastjórnar í bænum okkar. Fólk er byrjað að huga að framboði víða um bæinn og verið er að huga því að velja fólk á lista. Í samtöl- um mínum við fólk hef ég æ oftar orðið var við að helst vildi fólk velja menn, en ekki lista í svona kosningum því flokks- eða óánægjuframboð er ekki það sem við þurfum. Við eigum aðeins eitt mark- mið og það er að skapa okkur þau skilyrði að geta búið hér áfram. Vegurinn að því mark- miði er ekki svo greiðfær að hægt sé að fara hann á mörg- Henrý Bæringsson á Ísafirði skrifar ,,Við eigum aðeins eitt markmið og það er að skapa okkur þau skilyrði að geta búið hér áfram“ um smáum farartækjum. Því varpa ég hér með fram hug- mynd sem ég tel vel fram- kvæmanlega. Boðað verði til fundar þar sem allir væru velkomnir. Þar fengi fólk í hendur lista og setti á hann nöfn þeirra fimm manna sem þeir vilja sjá í sveitastjórn á næsta kjörtíma- bili. Að afloknu þessu „próf- kjöri“ yrði talið úr listunum og yrði þá til listi með nöfnun þeirra tíu einstaklinga sem flest atkvæði fengu. Þá yrði rætt við þessa einstaklinga um hvort þeir væru tilbúnir til að taka sæti á listanum. Ég tel miklar líkur á að sá einstakl- ingur sem fær góðan stuðning, skorist ekki undan því að taka sæti. Allir geta náttúrulega neitað, en með þessu fyrir- komulagi yrði til listi yfir fólk sem íbúarnir vilja sjá í sveitar- stjórn. Eftir að listinn er tilbúinn verði boðað til fundar þar sem hann yrði kynntur og með- mælendum safnað. Þeir sem sæti taka á listanum skuld- binda sig til aðeins eins, og það er að vinna að vexti og viðgangi sveitarfélagsins, styðja allar góðar hugmyndir og tillögur, sama hvaðan þær koma og koma fram með sín viðhorf, sína sýn og hug- myndir. Ekki yrði farið í neina kosningabaráttu, aðeins kynn- ingu á frambjóðendum ásamt smá pistli um hvern og einn, og því eina sem yrði lofað er að vinna heiðarlega og styðja öll góð mál. Kostirnir eru eftirfarandi: Við höfum eitthvað með upp- stillinguna að gera. Við getum valið fólk sama hvar í flokki það stendur eða skoðanir það hefur. Við veljum það fólk sem við viljum sjá í bæjarstjórn og við treystum. Ég tel þetta vera lýðræði eins og það ætti að vera og hér á Ísafirði. Við eigum nánast orðið bara eitt baráttumál og það er að lifa af og mín tillaga að slagorði fyrir kosningarnar er „Hér ætlum við að búa“. Ég sé fullt af hæfileikaríku fólki í kringum mig sem ég treysti, fólki sem sér sig ekki í einhverjum flokki eða langar í einhvern leðjuslag við aðra bæjarfulltrúa, eingöngu vegna einhverra flokkspólitískra hagsmuna. Ég er meira en fús til þess að vinna að framgangi þessa framboðs því mér finnst flokkspólitík hefta góða stjórnun á þessu bæjarfélagi. Og því bið ég ykkur að senda mér línu eða hringja í mig og láta skoðun ykkar í ljós ann- aðhvort á netfangið jonab@snerpa.is eða hringja í síma 456 3052 og mæta síð- an á fundinn ef af verður, og taka þátt í þessari lýðræðistil- raun hérna í Ísafjarðarbæ. Ef ekki næst þokkalega breið samstaða um svona framboð finnst mér engin ástæða til þess að fara af stað með það. Ég vil vinna þetta mál fljótt svo öllum geti verið ljósir valkostirnir fyrir kosn- ingarnar sem fyrst. Henry Bæringsson. Hið árlega Kúttmaga- kvöld Lionsklúbbs Ísafjarð- ar verður haldið á Hótel Ísa- firði föstudaginn 22. febrúar nk. og hefst kl. 19:30. „Auk hins þekkta sjávar- réttahlaðborðs SKG-Veit- inga verða ýmis skemmti- atriði höfð í frammi er hæfa samkomu sem þessari. Kútt- magakvöldið er opið öllum fullþroskuðum karlmönn- um. Þar gefst kærkomið tæki- færi til þess að ræða reynslu- heim karlmannsins og þær ógnanir og tækifæri sem steðja að hinu sterkara kyni um þessar mundir. Er því tilvalið fyrir karl- peninginn að fjölmenna og opna hug sinn án utanað- komandi áreitis og styrkja um leið það líknarstarf sem Lionsklúbbur Ísafjarðar vinnur að,“ segir í fréttatil- kynningu frá klúbbnum. Kúttmagakvöld

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.