Bæjarins besta


Bæjarins besta - 20.02.2002, Blaðsíða 7

Bæjarins besta - 20.02.2002, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2002 7 Sýslumaðurinn á Ísafirði Uppboð á lausafjármunum Eftirtaldar bifreiðir og annað lausafé verður boðið upp við gömlu lögreglustöðina, Fjarð- arstræti, Ísafirði, miðvikudaginn 27. febrúar 2002 kl. 17. Bifreiðir: GI-538, IY-603 Toyota 5FBE18 lyftari, JL-3785, Ser. no: 24641, árg. 1998. Uppboðið á sér stað eftir kröfu sýslumanns- ins á Ísafirði og ýmissa lögmanna. Greiðslu verður krafist við hamarshögg. 18. febrúar 2002 Sýslumaðurinn á Ísafirði, Unnur Brá Konráðsdóttir, settur sýslumaður. Eyðibyggðastefna í framkvæmd Guðjón Arnar Kristjánsson, alþingismaður skrifar ,,Engin merki eru um að ríkisstjórnin ætli að gera neitt til að styrkja samkeppnis- stöðu minni sjávarbyggða“ Stærstu byggðir landsins á SV-horninu og við Eyjafjörð munu halda áfram að eflast. Bættar samgöngur frá öðrum landsvæðum sem næst liggja þessum svæðum ráða mestu um hvert þjónustan verður sótt. Smæstu sjávarbyggðirn- ar þurfa forgang að auðlindum sínum og þar með forgang að strandveiðum. Snúa þarf frá þeirri hugsun og framkvæmd að verðmæti landsins og arð- semin vaxi með því að veikja atvinnusvæði sem eru háð sjávarútvegi og landbúnaði. Við þurfum að efla önnur byggðasvæði í stað þess að vinna gegn þeim. Þannig hef- ur þó framkvæmdin í raun verið hvað sem líður fögrum orðum í byggðastefnu og yf- irlýsingum um að fjölga störf- um úti á landi. Nýja byggðaskýrslan Það hefur verið sagt og haft eftir stjórnarþingmönnum í fjölmiðlum að höfundar þessa plaggs séu fullir af sleggju- dómum og fordómum. Höf- undar þessa dæmalausa plaggs hafa ekki aðrar for- sendur frá ráðherra byggða- mála sem fékk samþykki rík- isstjórnar fyrir að kynna ,,rit- ið” en að enn frekari kvóta- setning í hefðbundnum at- vinnugreinum, fiskveiðum og landbúnaði, sé ríkisstjórnar- stefnan. Hvergi hefur verið tekið undir að það skipti máli fyrir íbúa við Breiðafjörð, á Vestfjörðum, NV-landi, eða á NA-horni landsins að þeir þurfi að fá að njóta kosta sinna til sjós og lands og fái til þess forgang. Meðan vegið er að sjávarbyggðum og í engu tek- ið tillit til þess að sum lands- væði eru háð því um langa framtíð að byggja á þessum hefðbundnu atvinnuvegum sem undirstöðu þessara byggða er ekki að undra þó ekki sé gert ráð fyrir því í texta hinnar nýju skýrslu að t.d. Vestfirðir eflist. Texti skýrslunnar um Vestfirði end- urspeglar raunverulega stefnu ríkisstjórnar. Minni sjávar- byggðum er ekki ætlað að vaxa í því kvótakerfisum- hverfi sem er á stefnu ríkis- stjórnarinnar og til þess hefur ríkisstjórnin fengið fullan stuðning þingmanna sinna. Hvað svo sem sagt er nú og síðar um að þeim líki illa byggðaþróunin þá hafa stjórn- arþingmenn á endanum kosið þessa þróun yfir sig með at- kvæðum sínum á Alþingi. Engin merki eru um að ríkisstjórnin ætli að gera neitt til þess að styrkja samkeppn- isstöðu minni sjávarbyggða. Ennþá skilja menn þar á bæ ekki að það þurfi að skipta fiskveiðiflotanum upp í að- greinda útgerðarflokka og skiptir í því sambandi ekki máli hvort veiðum er stýrt með kvótakerfi eða ekki. Ennþá vantar skilning á því að kvótareikningur getur ekki verið sá sami þegar veiddur þorskur á sumum landsvæð- um vestan- og norðanlands er að jafnaði 2-3 kg. en 5-7 kg. á miðum við suður og vestur- land en kvótakílóið kostar óveitt 150 kr. sama hvaðan sem gert er út. Þorskfiskstærð- in á Vestfjarða- og norður- og norðausturmiðum hefur verið 2-3 kg. sl. 100 ár og verður það áfram hvaða verð sem menn neyðast til að borga til sægreifanna. Ennþá vantar skilning á því að tryggja fjárhagslegan að- skilnað veiða og vinnslu og hagkvæmni þess. Ennþá vantar skilning á því að verðlagningu aflans á fisk- markaði fylgir mikill virðis- auki fyrir fólkið í landinu. Óbreytt framkvæmd eyðibyggðastefnunnar Meðan atvinna af fiskveið- um og landbúnaði fer minnk- andi á þeim landsvæðum NV- lands og NA-lands sem eru mest háð þessum atvinnu- greinum og enginn vilji er hjá ríkisstjórn að breyta lögum aftur á þann veg að þessi svæði geti eflst, er ekki við því að búast að breyting verði í búsetumálum á þessum land- svæðum. Þingmenn stjórnar- flokkanna geta haft uppi ,,yfir- borðskennt snakk” og sagt að í byggðaáætlun ríkisstjórnar- innar felist ,,fordómar, slegg- judómar og textanum hafi verið breytt af ríkisstjórn”. Því verður hins vegar ekki á móti mælt að þessari stefnu fylgja stjórnarþingmenn af þeim landsvæðum sem harðast hef- ur verið vegið að. Nægir í því sambandi að benda á að í ályktun Eldingar, félags smá- bátaeigenda í Ísafjarðarsýslu í sl. viku segir að línuútgerð sé nú ekki nema svipur hjá sjón miðað við undanfarin ár. Erfiðleikar einstakra útgerða og þjónustuaðila hafa fylgt í kjölfarið samfara atvinnuleysi hjá verkafólki og sjómönnum. Þarna tala þeir sem best þekkja til áhrifa nýsettra laga stjórnarþingmanna á atvinnu og búsetumál á Vestfjörðum. Er nema von að eftirskrift byggðaráðherrans, sem birtist í nýrri skýrslu um ,,byggða- stefnu”, og sýnir hennar fram- tíðarsýn til hinna dreifðu byggða þar sem gert er ráð fyrir frekari fækkun fólks á Vestfjörðum, sé í samræmi við stefnu ykkar stjórnarþing- manna í verki? – Guðjón A. Kristjánsson. Starfsfólk Flugfélags Ís- lands og Flugmálastjórnar á Ísafirði hélt árshátíð sína í flugstöðinni á Ísafirði sl. laugardagskvöld. Til fagn- aðarins var einnig boðið öllum þeim sem á einhvern hátt tengjast starfseminni, t.d. starfsfólki bílaleiga, ferðaskrifstofa og umboða flugfélagsins sem og heiðursgesti kvöldsins Birgir Valdimarssyni, fyrrum flugumferðar- stjóra á Ísafirði. Í tilefni dagsins var flugstöðin skreytt í hólf og gólf og sett í sitt fínasta púss. Stólar, borð og leirtau var sótt eftir þörfum annað en síðan slegið upp mikilli veislu sem um 80 manns sátu. Boðið var upp á hlaðborð þar sem blandað var saman gömlum og nýjum matarhefðum, þ.e. þorra- mati og framandi pottrétt- um, en síðan tók við viða- mikil dagskrá heima- tilbúinna skemmtiatriða sem stóð í einar tvær klukkustundir. Þar var margvíslegt glens og grín haft um hönd og óhætt að segja að allir hafi skemmt sér konunglega. Að borðhaldi loknu var slegið upp balli í flug- stöðinni en því var hins vegar lokið nokkru áður en morgunvélin sveif inn til lendingar á sunnudags- morgun. Höfðu þá ein- hverjir árrisulir starfs- menn tekið daginn snemma og afmáð öll ummerki um gleðskapinn áður en hið daglega amstur hófst að nýju. Ljósmyndari blaðsins kom við á árshátíðinni og tók þar meðfylgjandi myndir. Fleiri myndir munu birtast á svipmyndum á bb.is Glaumur og gleði í flug- stöðinni fram á nótt

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.