Bæjarins besta - 20.02.2002, Page 9
MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2002 9
þetta smám saman og maður
fer að prófa sig áfram en mat-
urinn er yfir höfuð mjög góð-
ur.
Það verður að segjast eins
og er að ég hef ekki eldað mat
þessa mánuði sem ég hef dval-
ið í Kína. Í hádeginu fáum við
okkur yfirleitt eitthvað létt og
kaupum brauð, álegg, ávexti í
verslununum á hótelinu,
svona sitthvað sem við þekkj-
um hér heima á Íslandi. En á
kvöldin förum við alltaf út að
borða og höfum gert það frá
byrjun enda hefði annars þurft
að kaupa allt til alls sem þarf
til matargerðar og varla að-
staða þarna í íbúðinni til að
elda fyrir fimm eða sex
manns. Ég hugsa að það sé að
mörgu leyti ódýrara heldur en
að kaupa í matinn. Maður get-
ur valið um veitingastaði af
öllum gerðum og verðflokk-
um og þarna eru jafnvel am-
erískir skyndibitastaðir eins
og t.d. MacDonalds, Pizza
Hut og Kentucky Fried Chick-
en sem sýnir hvað landið er
að opnast mikið og vestræn
áhrif að aukast. Ef ég á að
nefna dæmi um verðlag þá
má nefna að einn hamborgari
hjá MacDonalds kostar svona
um hundrað krónur og um tíu
mínútna akstur með leigubíl
kostar um áttatíu krónur.
Það er dálítið skemmtilegt
að segja frá því að síðasta
sumar vorum við Ketill stödd
á austurlenskum veitingastað
í Reykjavík með þessari kín-
versku býr hjá okkur. Þá koma
tveir Kínverjar inn ásamt ein-
um Ísfirðingi og ég segi við
Ketil að mér finnist ég eitthvað
kannast við annan Kínverjann.
Það fannst honum ólíklegt og
benti mér góðfúslega á að
Kínverjar væru 1,3 milljarður
og ég gæti ómögulega þekkt
þá alla þótt ég væri búin að
vera í Kína! Féll málið þar
með niður og við snerum okk-
ur að matseðlinum nema
hvað, stuttu seinna þegar
mennirnir eru sestir verður
mér eitthvað litið á borðið
þeirra og þá stendur sá kunn-
uglegi upp, kemur að borðinu
okkar og heilsar okkur með
handabandi. Þá áttum við að
þekkja hann vegna þess að
við höfðum verið með honum
tvisvar eða þrisvar í boði úti í
Kína. Heimurinn er sem sagt
ekki stærri en þetta“.
Nær eingöngu
atvinnubílstjórar
á götunum
Strætisvagnakerfið þarna
úti er dálítið erfitt fyrir okkur.
Krakkarnir fóru stundum með
strætó á sundæfingar en yfir-
leitt fóru þau þó með leigubíl.
Við vorum að furða okkur á
því eftir að hafa verið þarna í
nokkra mánuði hvað við höfð-
um lítið orðið vör við árekstra
í þessari milljónaborg og
reyndum að gera okkur grein
fyrir ástæðunni. Við komumst
að þeirri niðurstöðu að það
væri vegna þess að á götunum
væru nær eingöngu atvinnu-
bílstjórar. Þetta eru mest
leigubílstjórar, strætisvagna-
bílstjórar og þeir sem keyra
sendibíla og fyrirtækjabíla.
Þeir sem eiga fólksbíla eru
yfirleitt með bílstjóra en allur
almenningur á yfirleitt ekki
bíla og fer sinna ferða gang-
andi, hjólandi eða með strætó.
Í framhaldi af þessu er gam-
an að segja frá því að það er
kínversk stúlka sem dvelur hjá
mér heima í Bolungarvík og
er hún með lítið barn sem hún
eignaðist síðastliðið haust
meðan við vorum úti. Svo
kom að því að hún þurfti að
fara með barnið til læknis.
Klæddi hún það í föt, vafði
inn í teppi og labbaði með
það í fanginu á heilsugæslu-
stöðina sem var svo sem allt í
lagi enda ekki langt að fara.
Var þetta sjálfsagt mál í hennar
augum en bakaleiðinni stopp-
ar hana kona alveg í öngum
sínum og keyrir hana heim.
Fannst henni alveg ómögulegt
að hún færi svona um með
barnið í fanginu og bauðst til
að lána henni regnhlífakerru
sem hún átti heima.
Skömmu eftir að ég kem
heim, þá á stúlkan erindi í
bankann og leggur af stað með
barnið í regnhlífakerrunni.
Hún er varla komin út um
dyrnar þegar í mig hringir
kona og segir: „Guð minn al-
máttugur, vantar þessa kín-
versku barnavagn? Ég er með
barnavagn í bílskúrnum sem
mig vantar að losna við“. Ég
þáði það auðvitað með þökk-
um fyrir hönd þeirrar kín-
versku en þegar ég fór að
hugsa málið þá mundi ég ekki
til þess að hafa séð barnavagn
í Kína. Svo ég fór ég að spyrja
hana og þá kom í ljós að að
slíkt er bara ekki notað þar“.
Minnir um margt
á Bandaríkin
Inga segist viðurkenna að
aðstæður þarna úti séu allt
öðruvísi en hún hafði ímynd-
að sér áður en hún fór utan.
„Ég hafði áður farið Pól-
lands og sá fyrir mér að Kína
væri eflaust ekki ólíkt því,
svona dæmigert kommúnískt
ríki, en raunin er allt önnur.
Dalien minnir t.d. miklu meira
á Bandaríkin, það er nóg af
öllu og verslanirnar alveg
ótrúlegar, þú getur nánast
fengið allt þarna. Ég hélt líka
að lögreglan væri meira áber-
andi þarna en maður verður
ekki mikið var við hana.
Kunningi sem býr hjá okkur
varð þó fyrir því þegar hann
reyndi að leigja sér íbúð úti í
bæ, að eftir viku á nýja staðn-
um bankaði lögreglan upp á
hjá honum og spurði hvað
hann væri að gera þarna enda
var hann þá ennþá skráður til
heimilis hjá okkur. Þannig að
það virðist vera mjög virkt
eftirlit, annað hvort hjá hinu
opinbera eða nágrönnunum,
án þess þó að maður verði var
við það. Svo þarf auðvitað
alltaf að sækja um vegabréfs-
áritun ef eitthvað á að fara og
meira að segja Kínverjar sjálf-
ir. Þannig varð ég mest hissa
á því að við gátum ekki tekið
túlkinn okkar með í stutta ferð
til Hong Kong núna fyrr í vet-
ur. Við ákváðum að fara með
um tveggja daga fyrirvara og
túlkurinn gat ekki komið með
vegna þess hann hefði fyrst
Það eru mörg skemmtileg útivistarsvæði í borginni Dalian og eitt þeirra er skammt frá hótelinu þar sem Inga og fjölskylda
búa. Hóteið sést hér fremst fyrir miðri mynd.
Hér er Inga í heimsókn hjá nudd- og nálastungulækninum sínum.
þurft að sækja um vegabréfs-
áritun og það hefði tekið um
hálfan mánuð að fá það af-
greitt.
Við höfum ferðast aðeins
um Kína og fórum m.a. sjávar-
útvegssýningu í Qingdao síð-
asta haust. Þar sá maður mjög
mikla uppbyggingu vegna
þess að þar verður allt sjó-
sportið fyrir Olympíuleikana
árið 2008 en Kínverjar eru
farnir að búa sig undir þá og
binda við þá miklar vonir. Eins
höfum við farið til Shanghai
sem er heimsborg á alþjóð-
legan mælikvarða, mjög falleg
og skemmtileg borg sem gam-
an er að koma til. Við höfum
einnig farið til Changsha sem
er heimaborg Maós formanns
og þar sáum við mikið af
gömlum minjum, skoðuðum
gömul hof og gamla staði. Þar
sá maður hins vegar strax
muninn á Dalian og Changsha
því þótt hún sé stórborg, þá er
hún svona ósnyrtilegri öll og
síður spennandi. Það var samt
gaman að koma þarna og
borgin er kannski líkari því
sem ég hafði ímyndað mér
um Kína áður en ég kom þang-
að. Við höfum líka farið aðeins
út í sveit og ókum þá í eina
þrjá tíma frá Dalian upp tang-
ann og fórum með foreldrum
túlksins okkar í heimsókn til
ættingja sem bjuggu þarna í
sveitinni. Það var mjög sér-
stakt að koma þar og í raun
var þetta eins og hálfgert sam-
yrkjubú. Þarna var eitt hús
sem í bjuggu fjórar fjölskyldur
og hafði hver þeirra í rauninni
bara eitt herbergi og svefnloft
til umráða. Allt var mjög ein-
falt og lítið lagt í hlutina“.
Gera aðrar
kröfur til lífsins
Inga segir að mánaðarlaun-
in séu ekki há þarna úti, með-
allaunin séu í kringum tíu þús-
und krónur, en samt sé fólk að
leggja fyrir.
„Fólkið þarna lifir allt öðru-
vísi lífi heldur en við og gerir
aðrar kröfur til lífsins. Okkur
hefur oft verið boðið í heima-
hús og sjáum þá að fólk býr
misjafnlega. Yngra fólkið er
greinilega farið að gera meiri
kröfur heldur en það eldra.
Við komum á tvö mismunandi
heimili vinafólks túlksins
okkar og það var bara svipað
því sem við þekkjum, - mjög
huggulegar, meðalstórar, ný-
legar íbúðir. En stundum undr-
ar maður sig á hvað fólk sættir
sig við að búa við og á sumrin
hef ég orðið vör við að fólk er
að viða að sér alls konar pappa
fyrir veturinn sem það notar
sjálfsagt bæði til að kveikja
upp og eins til að einangra en
húsin þarna eru yfirleitt illa
einangruð. Allir eru með sjón-
varp en þessar tvær kínversku
sem hafa verið hjá okkur í
Bolungarvík furðuðu sig í
byrjun á því að við hefðum
vélar til að gera allt en Kín-
verjar nýta handaflið miklu
meira.
Þarna fer fólk jafnan
snemma í háttinn þar sem
vinnudagurinn er frekar lang-
ur og þykir tíu tíma vinnu-
dagur ekkert tiltökumál. Það
er jafnvel eins fólk sækist eftir
vinna fram á kvöld og um
helgar. En Kínverjar fara líka
snemma á fætur og maður sér
að á milli klukkan fimm og
sex á morgnanna eru torgin
og þessir stóru garðar fullir af
fólki sem mætir þarna áður
en það fer til vinnu og gerir
æfingar, dansar og gengur um.
Og ef maður labbar um garð-
ana á daginn þá er mjög áber-
andi að það er mikið af eldra
fólki sem kemur þangað til að
hreyfa sig og teygja á skrokk-
num. Þannig virðist félaglífið
mikið til vera bundið við þessa
staði þar sem fólk hittist til að
spjalla, hreyfa sig eða leika
sér.
Vegna hins langa vinnudags
er nánast ekkert næturlíf þarna
og það er ekki að sjá að glæpir
séu vandamál. Við getum leyft
börnunum að vera einum úti,
sent þau út í búð eða ein með
leigubíl. Ef eitthvað gleymist,
t.d. úti í búð, þá er öruggt að
þú getur gengið að því vísu
síðar. Við verðum heldur ekki
mikið vör við fátækt, sáum
það reyndar aðeins í Shang-
hai, en í borginni okkar er
slíkt undantekning og betlarar
sjást varla á götunum. Það er
þá aðallega fólk sem er mikið
fatlað en ekki ölmusufólk eins
og er áberandi víða annars
staðar í heiminum“.