Bæjarins besta - 20.02.2002, Side 13
MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2002 13
Upprisa Stranda-
manna tókst vel
Þorrablót Átthagafé-
lags Strandamanna var
haldið í Félagsheimilinu
Hnífsdal sl. laugardags-
kvöld og var það liður í
endurvakningu félagsins
eftir um sex ára hlé.
Segir Kári Þór Jóhanns-
son, formaður félagsins,
að um 150 manns hafi
mætt á blótið og ekki sé
hægt að segja annað en
að upprisan hafi tekist
mjög vel í alla staði.
Veislustjórn var í
hönd-um hins lands-
þekkta mat-reiðslu- og
skotveiðimanns Sigmars B.
Haukssonar og var
dagskráin með nokkuð
hefðbundu sniði. Fyrst var
sest við trogin og étnar
kræsingar að fornum hætti
en síðan komu skemmti-
atriðin hvert á fætur öðru,
bæði leikþættir og gaman-
vísur. Þá fór Sophus
Magnússon, bílstjóri á
Ísafirði, með gamanmál og
þótti heldur betur fara á
kostum. Fékk hann menn
til að veltast um af hlátri
og sýndi svo ekki varð um
villst að hann er ekki
Strandamaður fyrir ekki
neitt. Þegar skemmtiatr-
iðum var lokið tók hljóm-
sveitin Hjónabandið við
sviðinu og voru margir
fótalúnir sem héldu heim
undir morgun eftir mik-
inn og fjörugan hama-
gang á dansgólfinu.
Fleiri myndir af þorra-
blótinu munu birtast á
svipmyndum á bb.is í
vikunni.