Bæjarins besta - 13.03.2002, Side 7
MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2002 7
ngur,
ra-jógi
leiðinlegur. Þá varð allt af vera
fullkomið og í röð og reglu.
Eitt sinn fór hann að hund-
skamma mig fyrir að vera að
tala við fólk þegar hann var
að reyna að sofa og lét ófrið-
lega því ég hafði vogað mér
að skilja eftir einn óhreinan
disk í vaskinum í eldhúsinu.
Ég gerði þau mistök að spurja
hann á móti hvenær hann ætl-
aði eiginlega að gera við
glugga í herberginu mínu,
glugga sem hann hafði kýlt í
gegnum nokkru áður. Þá gekk
hann upp að mér, horfði stíft á
mig og sagði djúpri röddu:
„Ég þekki menn”. Þá stopp-
aði ég svolítið í sporunum,
því ég vissi af eigin reynslu
að hann þekkti mestu skít-
seyði eyjanna, menn sem að
ég kærði mig ekkert um að
kynnast.
Eftir þetta töluðumst við
ekkert við í nokkurn tíma og
ég reyndi að forðast hann. Svo
kom hann að lokum upp að
mér voðalega aumur og bað
mig innilega afsökunar og
sagði að ég ætti ekki að taka
mark á þessu rugli í sér.”
Þoldi stutt við
í íslenskunámi
Eftir að hafa umgengist fær-
eyska ógæfumenn í nokkurn
tíma kom Eiríkur aftur heim
til Íslands. „Þá fannst mér tími
til kominn að fara að mennta
mig. Ég hóf nám í Íslensku í
Háskólanum haustið 2000, en
fór fljótlega að finnast það
leiðinlegt og hætti í nóvember.
Fram að jólum bjó ég í ein-
hverri holu í Reykjavík og
lifði á því að selja smásögur-
nar sem ég hafði skrifað stuttu
áður.
Eftir áramót dundaði ég mér
við að skrifa ljóðabókina
„Heilagt stríð –runnið undan
rifjum drykkjumanna” sem ég
gaf út í mjög takmörkuðu upp-
lagi í maí. Að öðru leyti gerði
ég fátt merkilegt þá um vorið.”
Spilaði á gítar
fyrir smáaura
Síðasta sumar var Eirík
farið að langa aftur til útlanda.
„Tveir vinir mínir, þeir Grímur
og Varði, höfðu fengið þá hug-
mynd að gera heimildamynd
um ferðalag þess síðarnefnda
um Norðurlönd. Ég ákvað að
slást í för með þeim og í júní
var haldið af stað með ferjunni
Norrænu.
Við stoppuðum fyrst í Fær-
eyjum. Þar vorum í nokkra
daga, spiluðum á gítar á göt-
unum fyrir smáaura og sváf-
um úti. Síðan var haldið til
Bergen í Noregi og að lokum
til Þrándheims. Þetta ferðalag
var kvikmyndað og kemur
bráðlega út mynd og geisla-
diskur þar sem ég á tvö lög.
Meðan ég var í Þrándheimi
dundaði ég mér við að þýða
ljóð ameríska skáldsins Allen
Ginsberg. Þær þýðingar eru
nú í skoðun hjá Forlaginu og
verða jafnvel gefnar út á næst-
unni.”
150 krónur á tímann
„Ég þoldi ekki lengi við í
Noregi, því fyrir utan nokkrar
undantekningar eru Norð-
menn leiðinlegasta fólk í
heimi. Ég flúði þess vegna til
Helsinki í Finnlandi og fór að
búa með tantra-jóganum Hall-
dóri. Þar komst ég að því að
Guðjón Bergmann, sá sem sér
um tantra kynlífsþættina á
Skjá einum, veit ekkert um
tantra-jóga. Þess má geta að
tantra-jógar eru skírlífir og líta
alls ekki á kynlíf sem eitthvað
tómstundargaman sem menn
eigi að stunda sér til ánægju.
Fljótlega eftir komuna til
Helsinki fór ég að vinna við
að þrífa ferju sem siglir reglu-
lega milli Helsinki og Stokk-
hólms. Finnar nota ferjuna
ekki til að ferðast, heldur til
að drekka tollfrjálst brennivín.
Þessi vinna var alger hörmung
og engin tilviljun að ég gat
strax fengið vinnu þarna. Ég
fékk sama og ekki neitt fyrir
þessa manndrápsvinnu og
þess má geta að ég var eini
hvíti maðurinn í þessu starfi.
Maður mætti í vinnuna klukk-
an tíu að morgni og hitti þá
fyrir haugadrukkna farþega
sem höfðu tínt hinu og þessu
um borð og þurfti ég yfirleitt
að byrja á því að leita fyrir þá
áður en hægt var að þrífa. Einn
morguninn hitti ég farþega
sem hafði tínt öðrum skónum
sínum. Eftir mikla leit fann ég
skóinn undir dýnu í einhverri
káetu þar sem búið var að
hella tíu lítrum af bjór í rusla-
tunnu og æla svo duglega of-
aní allt saman. Þetta þurfti ég
svo að þrífa.
Það tók mig alltaf klukku-
tíma að labba í vinnuna og
annan klukkutíma að labba úr
henni. Svo þurftum við um
það bil annan hvern dag að
fara í tímafreka yfirheyrslu í
tollinum. Fyrir þann tíma
fengum við ekkert borgað.
Einn daginn þegar ég var á
leið til vinnu fór ég að reikna
þessar tafir allar inn í launin
og komst að því að ég var
með um það bil 150 krónur á
tímann. Þá snéri ég við í spor-
inu og sá þessa ferju aldrei
aftur.
Halldór vinur minn reddaði
mér þá vinnu í eldhúsinu á
tantra-leikskóla, sem var í
engu frábrugðinn venjulegum
leikskóla nema fyrir það að
ekkert kjöt var á boðstólnum
fyrir börnin. Ég fór svo heim
til Íslands í jólafríinu og ætlaði
alltaf að fara aftur út til Finn-
lands, en komst svo að því að
skuldastaðan var orðin það
slæm að ég varð eiginlega að
flytja aftur á Hótel mömmu.”
Bandarískar
bókmenntir í Berlín?
Í augnablikinu er Eiríkur að
vinna sem þúsundþjalasmiður
í Grunnskólanum á Ísafirði.
„Þar vinn ég við heimanáms-
aðstoð, frímínútnagæslu og
eldhússtörf svo fátt eitt sé
nefnt. Ég er ekkert að kenna í
bekkjum, en hef reyndar áður
unnið við afleysingakennslu.
Ég kem til með að vinna
þarna fram á sumar og þarf
svo að ákveða hvað mig lang-
ar að gera. Ég hef verið að spá
í að læra um bandarískar bók-
menntir í John F. Kennedy
institute í Berlín, en hvað úr
því verður á eftir að koma í
ljós.”
Snjóflóðavarnir í Bol-
ungarvík - Traðarhyrna
Mat á umhverfisáhrifum – athugun
Skipulagsstofnunar
Tillaga að ofangreindri framkvæmd og
skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar
liggur frammi til kynningar frá 13. mars til
24. apríl 2002 á eftirtöldum stöðum: Á
skrifstofu Bolungarvíkurkaupstaðar og á
bókasafni Bolungarvíkur. Einnig liggur skýrsl-
an frammi í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipu-
lagsstofnun í Reykjavík. Matsskýrslan er að-
gengileg á heimasíðu Náttúrustofu Vest-
fjarða: http://www.snerpa.is/nv/.
Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmd-
ina og leggja fram athugasemdir. Athuga-
semdir skulu vera skriflegar og berast eigi
síðar en 24. apríl 2002 til Skipulagsstofn-
unar, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þar
fást ennfremur nánari upplýsingar um mat
á umhverfisáhrifum.
Birt samkvæmt lögum um mat á umhverfis-
áhrifum nr. 106/2000.
Skipulagsstofnun.
Loftstokkahreinsun
Hreinsum öll loftræstikerfi. Verðum á Ísa-
firði og nágrenni næstu daga, frá 13. mars.
Uppl. í símum 893 3397 og 567 0882
Almennir
stjórnmálafundir
Sjálfstæðisflokksins
á Vestfjörðum
Fyrirhugað er að halda almenna stjórn-
málafundi þingmanna og kjördæmisráðs
Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi
á næstu dögum og vikum. Á Vestfjörðum
verða fundir haldnir á Patreksfirði, Ísafirði,
Bolungarvík og á Hólmavík. Fundurinn á
Ísafirði verður haldinn miðvikudaginn 20.
mars kl. 20 á Hótel Ísafirði. Framsögumenn
verða Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra
og Guðjón Guðmundsson, alþingismaður.
Í Bolungarvík verður haldinn fundur
fimmtudaginn 21. mars. Framsögumenn
þar verða alþingismennirnir Vilhjálmur
Egilsson og Guðjón Guðmundsson. Fimmtu-
daginn 4. apríl verður síðan fundað á
Patreksfirði. Þar verða framsögumenn þeir
Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra og
Vilhjálmur Egilsson, alþingismaður. Þessi
fundur var fyrirhugaður 7. mars, en var
frestað. Á Hólmavík verður síðan fundað
miðvikudaginn 13. mars kl. 20 í Café Riis.
Framsögu þar hafa alþingismennirnir Guðjón
Guðmundsson og Vilhjálmur Egilsson.