Bæjarins besta - 13.03.2002, Qupperneq 8
8 MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2002
Stakkur skrifar
Framboðslisti sjálfstæðismanna Netspurningin
Stakkur hefur ritað vikulega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoðanir hans á mönnum og málefnum hafa oft verið umdeildar og vakið umræður. Þær þurfa alls
ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins. Þrátt fyrir það bera ábyrgðarmenn blaðsins ábyrgð á skrifum Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt.
Netspurningin er birt viku-
lega á bb.is og þar geta
lesendur látið skoðun sína
í ljós. Aðeins er tekið við
einu svari frá hverri tölvu.
Niðurstöðurnar eru síðan
birtar hér.
Spurt var:
Notar þú netið
til að sækja þér
tónlist?
Alls svöruðu 473.
Já sögðu 173 eða 36,58%
Nei sögðu 300 eða 63,42%
Hlutlausir voru
0 eða 0,0%
D-listinn er kominn fram í Ísafjarðarbæ. Sjálfstæðismönnum er óskað til
hamingju með áfangann. Prófkjörsleiðin gekk ekki upp. Hverja sögu verður að
segja eins og hún gerist. Auglýst var eftir frambjóðendum í fyrirhugað prófkjör
í ársbyrjun. Aðeins tveir áhugasamir gáfu sig fram. Um tvær konur mun hafa
verið að ræða, sem báðar munu hafa fengið sæti á listanum þó sennilega ekki
óskasætin því bæjarstjórinn Halldór Halldórsson skipar efsta sætið. Hann var
ekki í hópi áhugasamra um að bjóða sig fram í prófkjöri. Sá leikur hans reyndist
réttur því þar með skákaði hann forystumanni bæjarmálaflokks
D-listans, Birnu Lárusdóttur, sem ýmist hefur verið forseti
bæjarstjórnar eða formaður bæjarráðs, niður í annað sætið.
Í þriðja sæti listans er annar bæjarfulltrúi Ragnheiður Hákon-
ardóttir, sem einnig hefur látið til sín taka á undanförnum árum á vettvangi
Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ og reyndar í Vestfjarðakjördæmi. Í fjórða
sætinu er nýr og áhugaverður frambjóðandi, Ingi Þór Ágústsson hjúkrunarfræð-
ingur og sundþjálfari á Ísafirði. Um er að ræða ungan og efnilegan mann, sem
kemur nú nýr inn á listann og er ástæða til að binda við hann miklar væntingar.
Hann hefur náð góðum árangri með sundfólkið í Vestra og býður af sér góðan
þokka. Það er fyrst í fimmta sæti að frambjóðandi úthverfanna nær inn á list-
ann. Elías Guðmundsson á Suðureyri er ungur og áhugasamur um framgang
Suðureyrar, sem er heimabyggð hans. Í sjötta sætinu er svo Jón Svanberg Hjart-
arson varðstjóri í lögreglunni á Ísafirði, en búsettur á Flateyri.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt fjóra af níu fulltrúum í bæjarstjórn Ísafjarðar-
bæjar. Svo hefur lengst af verið með D-listann, ef frá er skilið kjörtímabilið
1990 til 1994. Þá voru fulltúarnir aðeins þrír en svokallað sjálfstætt framboð,
Í listi, átti tvo fulltrúa, sem töldu sig þó sjálfstæðismenn. En ekki báru þeir tveir
listar gæfu til samvinnu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur áratugum saman átt fjöl-
mennasta framboðsflokkinn í bæjarstjórn á Ísafirði. Nú er von nýrra framboða,
bæði frjálslyndra, sem margir hafa stutt Sjálfstæðisflokkinn
og framboðs á vegum Halldórs Jónssonar, sem hefur lengi
verið skráður félagi í Sjálfstæðisflokknum að því er nokkuð
áreiðanlegar heimildir herma.
D-listinn á því sennilega erfiðara starf framundan en oft áður og þarf nú eftir
þrjú kjörtímabil að keppa á nýjan leik um atkvæði og stuðning við framboð
fyrrum samherja og stuðningsmanna. Við slíkar aðstæður er kosningabarátta
erfiðust. Samfylking, Framsóknarflokkurinn og Vinstri grænir mega eiga von
á auðveldari slag fyrir vikið. Kröftunum verður beint í átök milli manna sem
áður stóðu saman. Þeim má gjarnan líkja við það er hjón sem eru að skilja eða
hafa nýlega slitið hjúskap sínum takast á. Hitt vekur ekki síður athygli, að
Þorsteinn Jóhannesson yfirlæknir og bæjarfulltrúi síðustu tveggja kjörtímabila
er hvergi á listanum.
Fræðslufundur
á Ísafirði. Fundinum verður
varpað með fjarfundar-
búnaði til Patreksfjarðar
Umsjónarfélag einhverfra heldur fræðslu-
fund á Ísafirði miðvikudaginn 13. mars kl.
20:30.
Fundarefni: Kynning á Umsjónarfélagi
einhverfra og einhverfu. Stutt umfjöllun um
félagshæfnisögur og skynörfun. Fyrirspurnir
og umræður í lokin.
Fundarstaður: Á Ísafirði verður fundurinn
í Þróunarsetri Vestfjarða, Árnagötu 2-4, og
á Patreksfirði í Félagsheimili Patreksfjarðar.
Fundurinn er öllum opinn og aðgangur er
ókeypis. Félagsmenn og áhugafólk um fræð-
slu og kennslu einhverfra eru hvattir til að
mæta.
Stjórnin.
Pétur Bjarnason frá Ísafirði skrifar
,,Ég vona að Ísafjarðarbær
beri gæfu til að sleppa
aldrei eingarhaldi
sínu á Reykjanesi“
Um orkumál og fleira
Orkumál á Vestfjörðum eru
nú töluvert til umræðu á Al-
þingi. Má þar nefna tillögu
Karls V. Matthíassonar um
virkjun Hvalsár á Ströndum
og ennfremur virkjun afrenn-
slis af Glámu sem leitt yrði
um jarðgöng í Hestfjörð. Nú
er til athugunar sjávarfalla
virkjun í sambandi við nýja
brúargerð um Kolgrafarfjörð
á Snæfellsnesi. Þá kemur mér
til hugar hvort ekki ætti að
kanna möguleika á slíkri
virkjun í Mjóafirði í Ísafjarð-
ardjúpi í sambandi við vænt-
anlega vega- og brúargerð um
Hrútey.
Vestasta sundið er breitt og
grunnt þannig að þar kæmi
sennilega garður undir veg
sem myndi auka rennsli í aust-
ara sundinu verulega. Austara
sundið er 10-12 faðma djúpt
og sléttir hamraveggir að því
beggja megin. Þegar ég var
hafnsögumaður á Ísafirði,
leiðbeindi ég oft skipum Haf-
rannsóknarstofnunar og öðr-
um stærri skipum um Djúpið.
Eitt sinn vorum við, við rann-
sóknir á Mjóafirði, á gamla
Hafþóri sem var 300 tonn og
gekk 9 mílur á klst., og höfð-
um ekki tíma til að bíða eftir
fallaskiptum því fiskifræð-
ingarnir þurftu að ná kvöld-
flugi frá Ísafirði.
Komið var hörku aðfall og
stórstreymt að auki. Við létum
vaða í sundið á fullri ferð og
gerðum ekkert meira en að
hafa okkur í gegn á móti
straumnum og sást greinilega
hvað sjávarborðið hækkaði á
meðan skipið var eins og tappi
í flösku í sundinu. Það hlýtur
að vera gífurleg orka í þessu
sundi og full ástæða til þess
að hún verði athuguð sem
virkjunarkostur. Ég hefi áður
bent á, að með nýrri vegagerð,
ætti að brúa Reykjarfjörð. Það
er ekki nema einn kílómetri
úr nesinu og yfir á Laufskála-
eyri á Sveinhúsanesi og mesta
dýpið er þrír metrar. Þá væri
Reykjanes komið í þjóðbraut.
Mér finnst að brúin ætti að
vera sem vestast á garðinum,
því þá myndi garðurinn skýla
sem best fyrir norðaustan
þræsingnum, sem oft leggur
inn fjörðinn. Hagkvæmast
væri að vegurinn kæmi að
landi innanvert við bryggjuna
og tengdist þar gamla vegin-
um yfir Hveravíkina og áfram
enn með nesinu að austan-
verðu. Þá er minnstu raskað.
Með tilkomu þessa garðs
myndi skapast hin besta að-
staða fyrir allskonar sjósport,
fyrir kajaka og smærri segl-
báta. Á firðinum og á vestur-
strönd Reykjaness er fullt af
víkum og vogum þar sem góð
aðstaða er fyrir sjó- og sólböð,
og á Seleyrum er góð aðstaða
til þess að byggja geymslur
og annað sem til þarf.
Ég kom fyrst í Reykjanes
til að læra sund þegar ég var
tólf ára. Sumarið á eftir fór ég
til sjós með Agnari Guð-
mundssyni á Mumma og af
sex manna áhöfn var ég sá
eini sem var syndur. Svo var
um fleiri skip, örfári eða jafn-
vel engir gátu synt. Þegar Ísa-
fjarðarbátarnir komu heim af
síldinni, var oft lítið að gera
því róðrarnir hófust ekki fyrr
en eftir áramót. Þá gekkst bæj-
arstjórn ásamt sjómannafélag-
inu og verkalýðsfélaginu fyrir
að að haldin voru svokölluð
sjómannanámskeið í Reykja-
nesi. Þá fylltust gömlu skálar-
nir af körlum og konum sem
sóttu þessi námskeið og við í
yngri kantinum fengum að
fljóta með eftir því sem pláss
leyfði.
Þessi námskeið stóðu yfir-
leitt í hálfan mánuð og þar
lærði margt fullorðið fólk að
synda í fyrsta sinn. Ég man
sérstaklega eftir Samvinnufé-
lags skipstjórunum, Rögn-
valdi Jónssyni, Haraldi Guð-
mundssyni og Halldóri Sig-
urðssyni og konum þeirra,
sem öll voru að læra sund.
Sumir komust þversum yfir
laugina en aðrir langsum eftir
tímann. Kennarar voru Viggó
Nathanelsson frá Þingeyri og
Jakob frá Hallsstöðum. Þessi
námskeið voru endurtekin í
nokkur ár.
Ég vona að Ísafjarðarbær
beri gæfu til að sleppa aldrei
eignarhaldi sínu á Reykjanesi
og helst ætti bærinn að eignast
byggingarnar líka svo byggja
megi þar upp góða heilsurækt-
arstöð og afþreyingaraðstðu
fyrir unga sem aldna.
Pétur Bjarnason.
Æðruleysismessa
í Ísafjarðarkirkju
Æðruleysismessa verður í Ísafjarðarkirkju
laugardaginn 16. mars kl. 20:30 til 21:30.
Dagskrá:
1. Stjórnandi býður alla velkomna. 2. AA-
maður fer með signingu og æðruleysisbæn.
3. Tónlistaratriði. 4. Vitnisburður AA-manns.
5. Tónlistaratriði. 6. AA-maður fer með ritn-
ingarlestur. 7. Tónlistaratriði. 8. Hugleiðing
AA-manns. 9. Tónlistaratriði. 10. Faðir vor
og blessun.
Prestur og AA-maður fara með fyrirbæn
fyrir þá sem vilja. Á meðan er leikin tónlist.
Þeir sem vilja fyrirbæn, koma upp að grátun-
um þar og prestur leggur hendur á axlir
þeirra.
Molakaffi og spjall á eftir.
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Frumflytur
píanókonsert eftir
Jónas Tómasson
Aðspurður um hvort vænta
mætti þess að fleiri verk eftir
hann yrðu frumflutt á næst-
unni, þá sagði Jónas slíkt vera
í bígerð án þess að hann vildi
tiltaka nokkuð sérstaklega.
Hann væri á starfslaunum en
það gerði honum kleift að
helga sig tónsmíðunum og
segja mætti að hann væri alltaf
að.
Að sögn Jónasar er ekki fyr-
irhugað að flytja verkið aftur í
bili en hins vegar verður það
tekið upp í hljóðveri Ríkis-
útvarpsins í maí nk. með sömu
flytjendum. Hann segist ekki
vita hvort hljómsveitin muni
þá nota tækifærið og koma
vestur á firði með verkið en
óneitanlega væri gaman ef
Vestfirðingar fengju tækifæri
til að hlýða á konsertinn.