Bæjarins besta - 24.01.2001, Blaðsíða 1
Vélsmiður og
boltamaður
Miðvikudagur 24. janúar 2001 • 4. tbl. • 18. árg.
ÓHÁÐ Á VESTFJÖRÐUMFRÉTTABLAÐ
Stofnað 14. nóvember 1984 • Sími 456 4560 • Fax 456 4564 • Netfang: bb@bb.is • Verð kr. 200 m/vsk
– sjá spjall við Óla Reyni Ingimarsson
í Vélsmiðjunni Þristi á Ísafirði á bls. 10
Átján ára unglingur handtekinn um helgina
Talinn hafa átt þátt í fjórum
líkamsárásum sama kvöldið
Þrjár kærur hafa verið
lagðar fram á hendur tveim-
ur mönnum vegna meintra
líkamsárása á Ísafirði á
föstudagskvöldið. Átján ára
unglingur sat inni hjá lög-
reglunni á Ísafirði aðfaranótt
laugardagsins, sakaður um
að hafa ráðist á eða tekið
þátt í að ráðast á fjóra ein-
staklinga. Ekki mun þó hafa
verið ráðist á þá alla í hóp
heldur hvern í sínu lagi með
stuttu millibili og eru þetta
aðskilin mál.
Ekki munu meiðsli þeirra
sem fyrir árásunum urðu vera
alvarleg. Helst er að þeir séu
bláir og marðir en einn varð
þó að láta lækni sauma sár í
andliti. Sá áverki varð af hendi
annars manns sem átti þátt í
einni árásinni og telst upp-
hafsmaður hennar og hefur
einnig verið kærður.
Að öðru leyti var síðasta
helgi róleg hjá lögreglunni
á Ísafirði. Ekki var vitað
um nein slys eða alvarleg
óhöpp.
Íslensk miðlun Vestfjörðum
Þrjár stöðvar
þegar seldar
Búið er að selja þrjár af
fjórum starfsstöðvum þrota-
bús Íslenskrar miðlunar Vest-
fjörðum ehf. Í síðustu viku
keypti fyrirtækið Vestmark á
Ísafirði stöðina á Ísafirði og
Netver ehf. á Raufarhöfn stöð-
ina í Bolungarvík. Fyrr í vetur
var gengið frá sölu stöðvar-
innar á Suðureyri til nýstofn-
aðs fyrirtækis, Fjarvinnslunn-
ar Suðureyri ehf.
Að sögn Björns Jóhannes-
sonar, skiptastjóra þrotabús-
ins, fékkst viðunandi verð fyr-
ir stöðvarnar. Nú á einungis
eftir að selja fjórðu starfstöð-
ina sem er á Þingeyri. Að sögn
Björns hefur ekkert viðunandi
tilboð borist í hana.
04.PM5 19.4.2017, 09:091