Bæjarins besta - 24.01.2001, Page 16
ÓHÁÐ Á VESTFJÖRÐUMFRÉTTABLAÐ
Stofnað 14. nóvember 1984• Sími 456 4560 •Fax 456 4564 • Netfang: bb@bb.is • Verð kr. 200 m/vsk
Rakir vorvindar blása á golfara
Þorramót haldið ef
svo heldur sem horfir
Meðan skíðamenn gráta
snjóleysið kætast golfarar.
Þeir hafa undanfarið getað
leikið íþrótt sína á golfvelli
Golfklúbbs Ísfirðinga í
Tungudal en slíkt er sjaldgæft
á þessum tíma árs. Reyndar
hefur eitthvað verið spilað á
vellinum í hverri viku í allan
vetur, að sögn Finns Magnús-
sonar golfara. Hann segir
menn grínast með það hvort
hægt verði að hafa orðið „ár-
legur“ framan við „aðventu-
mót“ eða „þorramót“ í fram-
tíðinni.
„Við höfum oft áður getað
leikið á vellinum á Þingeyri á
þessum tíma en sjaldan í
Tungudal“, sagði Óli Reynir
Ingimarsson. „Þetta hefur ver-
ið alveg yndisleg tíð fyrir okk-
ur og þá sérstaklega á laugar-
daginn. Þá var vorblíða og
yfir 20 manns léku á vellin-
um.“
Haldi sumarvindar áfram að
blása hér vestra er vissulega
ætlunin að halda þorramót í
golfi. „Slíkt hefur aldrei verið
gert“, segir Óli. „Miðað við
hvernig veðrið er núna eigum
við að geta spilað í Tungudal
eða á Þingeyri allar helgar.
Dagurinn er reyndar heldur
stuttur, en ef vel viðrar þegar
dagur lengist verður líklega
haldið mót.“
Þessir kappar voru ásamt mörgum öðrum á golfvellinum í Tungudal á laugardaginn. Frá
vinstri: Finnur Magnússon, Sigurður Dagbjartsson, Jón H. Jóhannesson, Gunnar Pétur
Ólason og Sigurjón Guðmundsson.
helgistundarinnar á Ísafirði á
sunnudag en að henni komu
flest trúfélög hér vestra og
einstaklingar úr ólíkum áttum.
Sérstakur gestur var Toshiki
Rætur, félag áhugafólks um menningarfjölbreytni
Frá helgistundinni í Ísafjarðarkirkju. Sr. Magnús Erlingsson og Bryndís Friðgeirsdóttir
flytja tónlist en til hægri er táknrænn veggur, sem merkti þann múr sem oft er milli ein-
staklinga, þjóða og trúarbragða. Einn þáttur helgistundarinnar var að taka vegginn niður.
Fjölþjóðleg helgistund
Fjölþjóðleg helgistund var
haldin í Ísafjarðarkirkju á
sunnudaginn í tilefni af al-
þjóðatrúarbragðadeginum.
Það eru Rætur, hið nýstofnaða
félag áhugafólks um menn-
ingarfjölbreytni, sem höfðu
frumkvæði að því að haldið
yrði upp á daginn að þessu
sinni. Samkoma af þessu tagi
í Ísafjarðarkirkju árið 1992 er
talin marka upphafið að fjöl-
þjóðlegu menningarlegu starfi
á Vestfjörðum.
Séra Magnús Erlingsson
sóknarprestur var gestgjafi
Toma, prestur innflytjenda hjá
Þjóðkirkjunni. Farið var með
bænir, lesið upp, sungið og
tónlist leikin og léttar veitingar
voru á borðum.
Þessar nunnur, önnur frá Filippseyjum og hin frá Póllandi,
ganga frá kössum sem notaðir voru í vegginn milli fólks.
Sveit skipuð þeim Bryn-
jólfi Óla Árnasyni, Ástu Ás-
valdsdóttur og Heimi Hans-
syni sigraði á fyrsta skíða-
göngumóti vetrarins á Ísa-
firði, sem fram fór á Selja-
landsdal á laugardag. Keppt
var í boðgöngu í flokkum 9
ára og eldri en allir aldurs-
hópar og bæði kyn kepptu
saman. Í hverri sveit var
eitt barn, einn unglingur og
einn fullorðinn. Vegna ald-
ursdreifingar í hópi þátttak-
enda þurfti þó að gera tvær
eða þrjár undantekningar
frá þeirri reglu. Alls tóku
níu sveitir þátt í mótinu.
Í öðru sæti urðu Konráð
Eggertsson, Sindri Gunnar
Bjarnason og Sigurður
Gunnarsson. Í þriðja sæti
urðu Borgar Björgvinsson,
Halldór Margeirsson og
Guðmundur Rafn Krist-
jánsson.
Skíðafæri var ágætt á
Seljalandsdalnum. Starfs-
menn skíðasvæðisins hafa
verið staðið sig einkar vel í
„ótíðinni“ sem dunið hefur
á skíðafólki í vetur og hafa
þeir troðið göngubrautir
nánast daglega. Ástæða er
til að hvetja áhugafólk um
hreyfingu og útivist til að
nýta sér brautirnar og lýs-
inguna sem komin er upp.
Ágætt skíðafæri
þrátt fyrir rigningu
Fyrsta skíðagöngumótið
04.PM5 19.4.2017, 09:0916