Bæjarins besta - 07.02.2001, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 2001
LEIÐARI
Ríkissjónvarpið ,,heiðrar“ minningu
Ragnars H. Ragnar
Umboðs-
aðilar BB
Eftirtaldir einstaklingar sjá um
sölu og dreifingu á BB á þétt-
býlisstöðum utan Ísafjarðar:
Bolungarvík: Nikólína Þor-
valdsdóttir, Hjallastræti 38,
sími 456 7441. Súðavík: Sindri
V. Gunnarsson, Holtagötu 11,
sími 456 4982. Suðureyri:
Deborah Anne Ólafsson, Aðal-
götu 20, sími 891 7738. Flat-
eyri: Gunnhildur Brynjólfsdótt-
ir, Brimnesvegi 12a, sími 456
7752. Þingeyri: Valdís Bára
Kristjánsdóttir, Hlíðargötu 43,
sími 456 8263.
Frá útgefendum:
Útgefandi: H-prent ehf. Sólgötu 9, 400 Ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564 • Netfang prentsmiðju: hprent@bb.is • Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892 5362, netfang: bb@bb.is
• Ritstjóri netútgáfu: Hlynur Þór Magnússon, símar 456 7322 og 862 1874, netfang: blm@bb.is • Blaðamaður: Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, sími 863 7655, netfang: halfdan@bb.is
• Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125, netfang: halldor@bb.is • Stafræn útgáfa: www.bb.is • Lausasöluverð er kr. 200 eintakið m. vsk. • Áskriftarverð er kr. 170 eintakið
m. vsk. • Veittur er afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti • Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annars efnis er óheimil nema heimildar sé getið.
Fátt er nú ritað og rætt um menningarhúsin fimm sem stjórnvöld hugðust skáka
víða um landið. Vera má að kapphlaupið sem þá hófst milli nokkurra þingmanna
um að fá menningarhús í sitt kjördæmi eigi þátt í þögninni sem nú ríkir um þetta
annars vel meinta mál.
Á síðum þessa blaðs hefur verið haft eftir mætum mönnum að skóli
sé ekki hús og að menning sé ekki hús, heldur fólk. Breytir engu þótt í
skírnarvottorðum steinkassa standi að þeir séu skólar eða menningarhallir
ef ekkert er fólkið.
Það státa ekki margir staðir hérlendis af jafn langri tónlistarhefð og Ísafjörður.
Má það að margra mati rekja til brautryðjendastarfs Jónasar heitins Tómassonar,
tónskálds, með stofnun fyrsta tónlistarskóla á Íslandi árið 1912. Það varð síðan
gæfa ísfirskra tónlistarunnenda, og annara er notið hafa, þegar Ragnar H. Ragnar
og Sigríður eiginkona hans komu til bæjarins og tóku til við að byggja upp þann
Tónlistarskóla Ísafjarðar sem við þekkjum í dag. Frá fyrstu tíð nutu Ragnar og
Sigríður stuðnings og velvilja fólks sem innt hefur ómetanlegt starf af höndum til
að efla og styrkja stöðu skólans í liðlega fimm áratugi. Kannski verður þessari
samheldni best líkt við stóra fjölskyldu.
Það sem vel er gert er ljúft að þakka. Í því skyni hafði Tónlistarskólinn opið hús
í hinum glæsilega tónleikasal skólans á laugardaginn. Þar var m.a. ætlunin að
gleðja þá er litu inn með sýningu á myndbandi þar sem rætt var við hjónin Ragnar
H. og Sigríði J. Ragnar auk þess sem þar var sýnt frá skólastarfinu. Tón-
listarskólinn á eintak af myndbandinu, sem gert var fyrir Ríkissjónvarpið
fyrir rúmum 20 árum.
Skemmst er frá því að segja að Sjónvarp allra landsmanna kom
í veg fyrir að velunnarar Tónlistarskóla Ísafjarðar fengju á þessari síðdegisstund
að njóta ,,návistar Ragnars og Siggu“ í húsakynnum þess skóla, sem þau helguðu
líf sitt og starf öllum stundum frá komu þeirra til Ísafjarðar, með því að krefjast
336.000 króna greiðslu fyrir hverja sýningu á myndbandinu, en ætlunin hafði
verið að renna því í gegn tvisvar til þrisvar þessa dagstund, fólki til ánægju. Þess-
ari forkastanlegu ákvörðun ráðamannna Ríkissjónvarpsins fékk ekkert breytt.
Yfir þá afstöðu Ríkissjónvarpsins að meina virtri menningarstofnun á
landsbyggðinni að sýna velgjörðarfólki sínu gamalt myndband, og heiðra á þann
veg minningu Ragnars H. Ragnar og konu hans Sigríðar, nema fyrir kæmi greið-
sla allt að einni milljón, ná engin orð. s.h.
Júlíus Geirmundsson fer í slipp í Reykjavík
Spilið bilaði
með látum
Júlíus Geirmundsson ÍS 270 kom til hafnar á Ísafirði
á sunnudag með 328 tonn að verðmæti um 81 milljón
króna. Daginn eftir kom Páll Pállsson ÍS 102 til með
rúm 90 tonn. Uppistaðan í aflanum var þoskur. Stuttu á
eftir Páli kom norski togarinn Remöyfjord til að fá við-
gerð auk þess sem kostur var tekinn. Eftir löndun fer
Júlíus til Reykjavíkur í slipp, en spil togarans bilaði með
látum í túrnum. Á meðfylgjandi mynd eru starfsmenn
Löndunarþjónustu Magnúsar Haukssonar að landa úr
togaranum.
Heilbrigðisstofnunin Ísafjarðarbæ
Sex sóttu um stöðu
framkvæmdastjóra
Sex umsóknir bárust um
stöðu framkvæmdastjóra
Heilbrigðisstofnunarinnar
Ísafjarðarbæ, en umsóknar-
frestur rann út í síðustu viku.
Umsækjendur eru: Gísli
Halldór Halldórsson, við-
skiptafræðingur, Ísafirði, Ól-
afur Als, rekstrarfræðingur,
Reykjavík, Sigurður J. Haf-
berg, útgerðartæknir, Flateyri,
Tómas Ibsen, forstöðumaður,
Ísafirði, Vignir Þór Jónsson,
B.Sc., verkstjóri, Súðavík, og
Þröstur Óskarsson, fjármála-
stjóri, Akureyri.
Umsóknirnar fara nú til sér-
stakrar hæfnisnefndar sem
skilar heilbrigðisráðherra og
stjórn stofnunarinnar áliti
sínu. Ráðherra skipar síðan í
stöðuna til fimm ára að fengnu
áliti og tillögu stjórnar stofn-
unarinnar.
Heilbrigðisstofnunin Ísafjarðarbæ.
Dökkt útlit hjá meistaraflokki karla hjá KFÍ eftir tap í síðustu viku gegn Valsmönnum
Fátt getur bjargað falli í 1. deild
Enn syrtir í álinn hjá karla-
liði KFÍ. Á fimmtudag í síð-
ustu viku tapaði liðið gegn
Val með 78 stigum gegn 82
og er þar með orðið langneðst
á stigatöflunni með aðeins 4
stig. Fátt getur því bjargað lið-
inu frá falli í 1. deild.
,,Síðasti leikur var ekki góð-
ur. Hrafn Kristjánsson var
meiddur og Gestur Már Sæv-
arsson var frá en þetta eru
leikmenn sem við máttum
ekki missa. Við náðum tvisvar
þægilegu forskoti í leiknum,
en tókst ekki að halda því út
leiktímann og því fór sem fór,“
sagði Karl Jónsson, þjálfari
KFÍ í samtali við blaðið.
,,Vissulega er staðan ekki
góð en meðan sjö leikir eru
enn eftir er alltaf möguleiki
fyrir hendi. Við erum ekkert
að fara að gefast upp og ætlum
að mæta grimmir í hvern ein-
asta leik. Það er mín tilfinning
að við þurfum að vinna fimm
af þessum sjö leikjum til að
tryggja okkur í deildinni, en á
það ber að líta að þarna eru
erfiðir útileikir gegn Njarð-
vík, Keflavík, Haukum og
Tindastóli,“ sagði Karl. Þótt
allt bendi til að félagið leiki
ekki í úrvalsdeild á næsta vetri
segir Karl félagið ekki þurfa
að kvíða framtíðinni. ,,Ef við
föllum, er það mín tilfinning
að liðið verði aftur komið upp
fyrir árið 2005,“ sagði Karl.
Bræðurnir Pétur og Eggert
Jónssynir og Pálmi Stefáns-
son taka á móti Staðarvík
við komuna til Ísafjarðar.
Ísafjörður
Ísfirðingur
ehf. leigir bát
Fiskvinnslan Ísfirðingur
ehf. á Ísafirði hefur tekið á
leigu 5,9 tonna plastbát frá
Keflavík, Staðarvík GK 107.
Báturinn kom til Ísafjarðar um
helgina með einu af skipum
Eimskipafélags Íslands.
„Báturinn er af gerðinni
Gáski 900 og er einn sex báta
sem eru í viðskiptum hjá fyr-
irtækinu“, segir Pálmi Stef-
ánsson, stjórnarformaður Ís-
firðings. „Báturinn kemur frá
Keflavík og fylgja honum
veiðiheimildir upp á 90 tonn
af þorski.“
Staðarvík mun halda til
línuveiða um leið og gefur.
Ekki fæst gefið upp hver skip-
stjóri bátsins verður.
Vestfirðir
Lífið á Vest-
fjörðum sýnt
Mynd sem ber heitið ,,Lífið
á Vestfjörðum“ var sýnt í Rík-
issjónvarpinu á sunnudaginn
var. Myndin sem er tólf mín-
útur að lengd er kostuð af
Fjórðungssambandi Vestfirð-
inga.
Tilgangurinn með mynd-
inni er að gefa landsmönnum
rétta sýn af því mannlífi sem
er á Vestfjörðum og að Vest-
firðir séu áhugaverður val-
kostur fyrir búsetu, en nokkuð
hefur borið á því að Vestfirð-
ingar telji að aðrir landsmenn
hafi ekki rétta sýn af svæðinu.
06.PM5 19.4.2017, 09:212