Bæjarins besta


Bæjarins besta - 07.02.2001, Blaðsíða 6

Bæjarins besta - 07.02.2001, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 2001 Við erum hérna nokkrir stútungskallar... Stútungur, þorrablót Önfirðinga, það 67. í röð- inni, var haldið í íþróttahúsinu á Flateyri á laugar- dag. Um 200 manns sóttu þorrablótið, jafnt heima- menn og aðrir. „Það er alltaf að aukast að fólk komi frá fjörðunum í kring“, segir Hálfdán Krist- jánsson, sem var veislustjóri. „Að venju var byrjað á því að flytja Önfirðingaljóðið. Síðan var farið með hefðbundin gamalmál, fluttur annáll fyrir liðið ár og níðst á skemmtinefndinni.“ SKG-veitingar sáu um að fóðra mannskapinn. „Boðið var uppá þorramat, en menn gátu fengið pottrétt eða kjúkling ef þeir vildu ekki súrsaða punga og slíkt. Að borðhaldi loknu var stiginn dans við tónlist Baldurs og Margrétar. Hljómsveit- in stóð sig með eindæmum vel og voru að jafnaði um 60 manns á dansgólfinu í einu. Menn voru sammála um að þetta hefði verið góður Stútungur“, sagði Hálfdán. Nafnið Stútungur hefur sögu á bakvið sig. „Eitt sinn rituðu tveir menn í Önundarfirði bréf til hjóna sem hófst á orðunum: Við erum hérna nokkrir stútungskallar. Voru þeir að hvetja til þess að haldinn yrði dansleikur og hefur máttur orða þeirra verið svo mikill að leikar hafa verið haldnir 67 sinnum síðan þetta var ritað“, sagði Hálfdán. Meðfylgjandi myndir voru teknar á þorrablótinu og tala þær sínu máli. 06.PM5 19.4.2017, 09:216

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.