Bæjarins besta


Bæjarins besta - 07.02.2001, Page 5

Bæjarins besta - 07.02.2001, Page 5
MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 2001 5 Nemendurnir kenna mér íslensku og ég kenni þeim þýsku smáar – spjallað við Stefan Gunther, kennara við Menntaskólann og hefur á skömmum tíma náð furðu góðum tökum á íslensku máli Í haust kom til Ísafjarðar Stefan Gunther frá bænum Bergholz í austurhluta Þýska- lands. Hann hafði ráðið sig til starfa hjá Menntaskólanum á Ísafirði og hefur kennt þýsku þar í vetur. Við hittum Stefan í kennslustofu hans í Mennta- skólanum og það kemur á óvart, að þrátt fyrir stutta dvöl Þjóðverjans á Íslandi er hann farinn að tala íslenska tungu furðulega vel. „Nemendur mínir hjálpa mér mikið. Þeir kenna mér íslensku og ég kenni þeim þýsku. Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að menn eigi að leggja mikið á sig til að aðlagast og þá er tungumálið lykillinn að því.“ Finnur sér alltaf eitthvað að gera Bergholz, heimabær Stef- ans, er engu stærri en Ísafjörð- ur. „Þar búa um 3.000 manns. Ég er þess vegna mjög vanur því að búa í bæ af þessari stærðargráðu. Ég kann ekkert sérstaklega vel við umferð og asa stórborga. Þess vegna líkar mér vistin á Ísafirði ágætlega. Ég hef lítinn frítíma og lendi aldrei í neinum erfiðleikum með að finna mér eitthvað að gera. Til dæmis les ég mikið og fer í gönguferðir. Ég get ekki sagt að mér hafi leiðst nokkuð í kennaraverk- fallinu. Að sjálfsögðu var leið- inlegt að lenda í verkfalli og þá sérstaklega nemendanna vegna, en mér tókst alltaf að finna mér eitthvað að gera. Ég gat ekki farið til Þýska- lands. Staðan var þannig frá fyrsta degi verkfallsins að kennsla gat alltaf hafist næsta dag.“ Leiðist ekki á Ísafirði Stefan finnst þægilegt að allir þekki alla á Ísafirði. „Ég hef eignast marga kunningja sem mér finnst gaman að heimsækja. Sjálfur kem ég úr litlum bæ og er vanur því að allir kannist við alla. Ég horfi lítið sem ekkert á sjónvarp og kom það nemend- um mínum mikið á óvart. Frekar vil ég vinna, lesa og skoða mitt nánasta umhverfi. Þannig hef ég skoðað ná- grannabæina og fór meðal annars í fiskvinnsluna Kamb á Flateyri og á dúkkusafnið. Þó að bíósýningar séu ekki eins tíðar og í Reykjavík og framboð á afþreyingarefni minna, þá er langt frá því að mér leiðist á Ísafirði.“ Róstusamt á Kýpur Eins og áður segir er Stefan frá Bergholz. „Bærinn er stutt frá Berlin og tilheyrði Austur- Þýskalandi fyrir sameiningu. Ég gekk því í austur-þýska herinn þegar ég var nítján ára gamall og var í honum í 18 mánuði eins og lög sögðu til um. Að herskyldu lokinni fór ég í háskólann í Potsdam og lagði stund á stjórnmálafræði og viðskiptafræði. Ég tók kennsluréttindi og fór að námi loknu að kenna við grunn- skóla í Berlin. Mig langaði að fara til út- landa og fór árið 1996 til Kýp- ur. Þar vann ég sem almenn- ingstengslafulltrúi hjá hótel- keðju einni í nokkurn tíma. Eins og menn vita, þá réðust Tyrkir á Kýpur árið 1974 og hefur verið róstusamt á eynni síðan þá. Ástandið var frekar slæmt þegar ég var þarna og nokkrir hermenn voru skotnir. Ég ákvað því að fara aftur heim til Þýskalands.“ Verður lengur en einn vetur Ekki leið langur tími þar til Stefan fór aftur að langa til útlanda. „Mig langaði mikið til að prófa eitthvað nýtt og vildi kenna í öðru landi. Ég leit helst til Norðurlandanna og Kanada í því sambandi. Mig langaði að kenna í litlum bæ og fann engan heppilegan smábæ í Skandinavíu og vissi að það yrði erfitt að fá at- vinnuleyfi í Kanada. Ég átti greiðan aðgang að atvinnu- leyfi á Íslandi vegna EES- samningsins og ákvað því að koma til landsins. Ég sótti um í Menntaskól- anum á Ísafirði og fékk starfið. Þegar ég var nýkominn til bæj- arins spurði Björn Teitsson skólameistari mig hversu lengi ég hygðist vera við skól- ann. Ég sagði honum að það væri ekki ákveðið, en ég ætl- aði að vera lengur en í einn vetur. Ég held að hann hafi í upphafi haft litla trú á því að ég stæði við þetta en ég var að meina það sem ég sagði. Ég ætla að vera lengur en bara í eitt ár. Hversu miklu lengur verður bara að koma í ljós.“ Sló um sig með flóknum orðum Í þýskutímum hjá Stefan eru töluð þrjú tungumál. „Ég reyni að tala sem mesta þýsku við krakkana svo að þeir læri. Þegar útskýra þarf hlutina, málfræðihugtök og annað, þá tala ég íslensku. Örsjaldan þarf ég að grípa til ensku en forðast það eins og heitan eld- inn og bið oft nemendurna afsökunar ef ég tala ensku. Fljótlega var ég farinn að slá um mig á íslensku. Krakk- arnir voru mjög hissa á því að ég kynni orð eins og „viðteng- ingarháttur“ og „núþálegar sagnir“. Ástæðan var ekki sú að ég talaði tungumálið svona vel, heldur undirbjó ég mig alltaf fyrir tíma og lærði ákveðin orð fyrir hverja kennslustund. Ef kenna átti til dæmis núþálegar sagnir, þá lærði ég að segja „núþá- legar sagnir“ á íslensku.“ Sinn er siður í hverju landi Þó að Stefan sé ótrúlega langt á veg kominn í íslensku- náminu, þá á hann margt ólært. „Þegar ég hlusta á út- varpið skil ég alls ekki allt sem sagt er. Menn eiga það til að tala svo hratt. Nemendur mínir eiga það líka til að tala hratt og nota orð sem ég ein- faldlega finn ekki í orðabók.“ Þjóðverjar eru frægir fyrir stundvísi. Fer óstundvísi ís- lenskra nemenda ekkert í taugarnar á honum? „Sinn er siður í hverju landi. Eins og ég sagði, þá legg ég mikla áherslu á að aðlagast. Auð- vitað vita allir nemendur að það er ekki í lagi að koma of seint. Hingað til hef ég sjálfur mætt á réttum tíma í skólann og yfirleitt gera nemendurnir það líka.“ Ferðast líklega eitthvað í sumar Stefan býst við því að fara til Þýskalands í sumarleyfinu. „Ég ætla að skreppa í þrjár til fjórar vikur og heimsækja vini og ættingja. Ég vil samt eyða sem mestum tíma á Íslandi og ætla kannski að reyna að fá mér einhverja vinnu í sumar, ferðast um landið með bak- poka eða bara hafa það náð- ugt. Engin verslun eftir á Flateyri Verslunin Félagskaup á Flateyri hætti rekstri um áramótin. Eina „venjulega“ búðin sem þar var eftir er þar með úr sögunni. Hins vegar fæst „allt mögulegt“ hjá Esso á Flateyri og þar er hægt að fá helstu nauðsynj- ar. Eftir að Bónus opnaði verslun á Ísafirði fyrir bráð- um tveimur árum virðast stöðugt fleiri leggja leið sína úr næstu byggðarlög- um í verslunarerindum til Ísafjarðar. „Þetta versnaði enn eftir að Bónus fór að taka við kreditkortum“, seg- ir Kristín Ágústsdóttir, sem rak Félagkaup á Flateyri. Samkaup eru einnig með verslun á Ísafirði og má ætla að hún njóti einnig góðs af viðskiptum við grann- byggðirnar. Sama má segja um ýmsar sérverslanir og önnur þjónustufyrirtæki á Ísafirði. Og ekki aðeins hefur fólk úr næstu byggðarlögum aukið verslun sína á Ísafirði. Blaðinu er kunnugt um fólk allt suður á Patreksfirði sem hefur farið í verslunarferðir til Ísafjarðar í vetur. Venju- lega hefur leiðin milli norð- ursvæðis og suðursvæðis Vestfjarða verið lokuð lang- an tíma á hverjum vetri vegna snjóa. Einkum hefur vegurinn yfir Hrafnseyrar- heiði verið farartálmi og oft ófær í marga mánuði. Í vetur hefur þessi leið aftur á móti lengst af verið greiðfær. Samkeppnin við Bónus erfið Til sölu er Craco barna- kerra, ný með tveimur svuntum. Uppl. í síma 456 8444 eftir kl. 20. Óska eftir tveimur pörum af gönguskíðum fyrir full- orðna og átta ára barn. Uppl. í síma 456 5151. Til sölu er Chrysler Le Baron GTS árg. 1989. Verð kr. 100 þús. Upplýsingar í síma 866 3326. Til leigu er íbúð á Eyrinni á Ísafirði. Upplýsingar í síma 864 1341. Aðalfundur Sundfélags- ins Vestra verður haldinn mánudaginn 12. febrúar kl. 20:00 í kjallara Sund- hallarinnar. Stjórnin. Til sölu er 3ja-4ra herb. íbúð á Eyrinni. Uppl. í síma 456 5264 eða 690 2100. Til sölu er 3ja herb. íbúð að Stórholti 13. Skipti á húsi á Suðureyri koma til greina. Uppl. í símum 456 6249 eða 899 0709. Ég er unglingsstúlka sem er að fara að búa. Mig vantar nokkra hluti í íbúðina s.s. sófasett, ísskáp, örbylgju- ofn og þvottavél, helst gef- ins eða fyrir lítinn pening. Uppl. gefur Elísabet í síma 869 5381. Til sölu er Emmaljunga barnavagn, þrír í einum með kerrupoka og tösku. Einnig barnarúm úr eik með öryggisdýnu og hækk- anlegum botni. Allt í góðu standi. Uppl. gefur Karen í síma 692 5793. Óskum eftir að kaupa 20 feta stálgám. Uppl. í símum 456 4531 eða 862 9868. Sá sem tók nýju Skarpa- gönguskóna mína úr and- dyri Grunnskólans á Ísa- firði er vinsamlegast beð- inn að skila þeim þangað aftur. Þeirra er sárt saknað, sérstaklega innleggjanna. Berglind. Til sölu eða leigu er 3ja herb. íbúð að Engjavegi 17, kjallara. Uppl. í símum 456 5177 eða 867 0397. Til sölu er húsið að Engja- vegi 24 á Ísafirði. Húsið er 4-5 herb. og 121 m² að stærð. Góður sólpallur og gróinn garður. Besti staður í bænum. Áhvílandi er 4,5 millj. króna húsbréfalán. Gestur losnað strax. Uppl. í símum 456 4737 eða 868 6626 (Silla) eða 861 8996 (Guðjón). Óska eftir að kaupa vel með farið sófasett, sófaborð og kommóðu. Uppl. gefur Branka í síma 456 6715. Óska eftir að kaupa Soda Stream tæki og svigskíði fyrir sjö ára barn. Uppl. í síma 456 4640 eftir kl. 19. Vantar ekki einhvern hús á pallbílinn sinn? Hef hús af MMC L 200 sem passar líka á Toyota og aðra sam- bærilega bíla. Verð kr. 50 þús. stgr. Upplýsingar í síma 697 7519. Til sölu er 3ja herb. íbúð á neðri hæð að Skólastíg 19 í Bolungarvík. Uppl. hjá Tryggva Guðmundssyni hdl. eða í síma 462 7499. Vestfirðingar! Ef þið þurf- ið að fara til Reykjavíkur, þá höfum við góða íbúð handa ykkur í hjarta borg- arinnar. Uppl. í símum 567 0092 eða 568 3296. Búslóð til sölu vegna flutn- ings. Boxdýna með króm- fótum, 140x200, verð kr. 15 þús., glerborð með krómfótum, kr. 15 þús. og skápasamstæða með gler- skáp, kr. 15 þús. Uppl. í síma 697 7519. Til sölu er Hino árg. 1988 og Mercedes Benz árg. 1982. Upplýsingar gefur Sophus í símum 893 8355 eða 853 8355. 06.PM5 19.4.2017, 09:215

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.